Greta Thunberg segir loftslagsvána jafn aðkallandi og kórónuveirufaraldurinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2020 12:06 Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg. Getty/Thierry Monasse Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. Það er, að brugðist sé við breytingunum með jafn miklum krafti segir Greta í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Fólk er að byrja að fatta að við getum ekki horft fram hjá þessum hlutum,“ segir Greta og vísar í bæði loftslagsvána og málefni líkt og Black Lives Matter hreyfinguna. „Við getum ekki haldið áfram að sópa þessu óréttlæti undir teppið.“ Þá segir hún að samkomubann hafi gefið henni tíma til að slaka á og litið á málin frá öðru sjónarhorni. Mikilvægt hafi verið fyrir hana að fá að verja tíma úr sviðsljósinu. Greta kynnti einnig hlaðvarp sem fór í loftið í morgun hjá ríkisútvarpi Svíþjóðar. Þar fjallar hún meðal annars um upplifun sína á því að verða einn frægasti aðgerðarsinni síðasta árs og í raun stórstjarna. Greta vakti fyrst athygli þegar hún hætti að mæta í skólann í hádegi á föstudögum til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þá hefur hún ferðast víða til að tala um loftslagsmál og sigldi hún meðal annars yfir Atlantshafið til að tala á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál sem haldin var í New York í Bandaríkjunum í september síðastliðnum. Hún lýsir því hvernig það var þegar þjóðarleiðtogar biðu í röðum til að ná með henni mynd, þar á meðal Angela Merkel Þýskalandskanslari sem spurði hana um leyfi til að birta af þeim mynd á samfélagsmiðlum. Lesa má viðtalið í heild sinni hér. Loftslagsmál Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir ríki heimsins þurfa að læra lexíu af kórónuveirufaraldrinum og bregðast við loftslagsbreytingum með sama hætti. Það er, að brugðist sé við breytingunum með jafn miklum krafti segir Greta í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Fólk er að byrja að fatta að við getum ekki horft fram hjá þessum hlutum,“ segir Greta og vísar í bæði loftslagsvána og málefni líkt og Black Lives Matter hreyfinguna. „Við getum ekki haldið áfram að sópa þessu óréttlæti undir teppið.“ Þá segir hún að samkomubann hafi gefið henni tíma til að slaka á og litið á málin frá öðru sjónarhorni. Mikilvægt hafi verið fyrir hana að fá að verja tíma úr sviðsljósinu. Greta kynnti einnig hlaðvarp sem fór í loftið í morgun hjá ríkisútvarpi Svíþjóðar. Þar fjallar hún meðal annars um upplifun sína á því að verða einn frægasti aðgerðarsinni síðasta árs og í raun stórstjarna. Greta vakti fyrst athygli þegar hún hætti að mæta í skólann í hádegi á föstudögum til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þá hefur hún ferðast víða til að tala um loftslagsmál og sigldi hún meðal annars yfir Atlantshafið til að tala á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsmál sem haldin var í New York í Bandaríkjunum í september síðastliðnum. Hún lýsir því hvernig það var þegar þjóðarleiðtogar biðu í röðum til að ná með henni mynd, þar á meðal Angela Merkel Þýskalandskanslari sem spurði hana um leyfi til að birta af þeim mynd á samfélagsmiðlum. Lesa má viðtalið í heild sinni hér.
Loftslagsmál Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39 Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01 Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Greta Thunberg telur sig vera með kórónuveiruna Umhverfisaðgerðasinninn Greta Thunberg grunar að hún sé sýkt af kórónuveirunni og hefur haldið sig innandyra í tvær vikur. 24. mars 2020 17:39
Stefna að kolefnishlutleysi Evrópu fyrir 2050 Umhverfisverndarsinnar lýsa vonbrigðum með loftslagslög sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti á fundi í dag og telja þau ekki ganga nógu langt. Markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 verður fyrir sambandið sem heild, ekki einstök aðildarríki. 4. mars 2020 16:01
Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. 23. febrúar 2020 18:30