Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 14:11 Hinn átján ára gamli Kristófer Karl Karlsson vann óvæntan sigur á Haraldi Franklín Magnús í gær en tapaði fyrir stóra bróður sínum í dag. mynd/seth@golf.is Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. Mosfellingurinn Kristófer Karl Karlsson vann atvinnukylfinginn Harald Franklín Magnús í gær en náði ekki að fylgja því eftir í dag. Kristófer tapaði fyrir eldri bróður sínum, Theodór Emil, í æsipennandi bráðabana og þar með höfðu þeir, og Haraldur, unnið tvo leiki hver. Haraldur komst í átta manna úrslitin á fleiri unnum holum þegar allt er talið í leikjunum. Ragnhildur Kristinsdóttir á röltinu um Jaðarsvöll.mynd/seth@golf.is Mikil spenna var einnig hjá Reykvíkingunum Ragnhildi Kristinsdóttur og Nínu Margréti Valtýsdóttur en Ragnhildur vann á fyrstu holu í bráðabana og kom sér í átta manna úrslitin. Aðrar af sigurstranglegustu kylfingunum í kvennaflokki; Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, komust áfram af nokkru öryggi. Nína Margrét fékk annan séns þegar þrír kylfingar með bestan árangur í 2. sæti börðust um síðasta sætið í átta manna úrslitum kvenna, í bráðabana. Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir léku einnig í umspilinu og var það Jóhanna sem vann sigur. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Valdís Þóra Jónsdóttir, GL – Eva Karen Björnsdóttir, GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – Saga Traustadóttir, GR Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – Andri Már Óskarsson, GOS Hákon Örn Magnúsons, GR – Aron Snær Júlíusson, GKG Haraldur Franklín Magnús, GR – Ólafur Björn Loftsson, GKG Axel Bóasson, GK – Andri Þór Björnsson, GR Átta manna úrslitin fara fram í dag. Undanúrslit og úrslit eru svo á morgun. Öll úrslit á mótinu má sjá með því að smella hér. Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. Mosfellingurinn Kristófer Karl Karlsson vann atvinnukylfinginn Harald Franklín Magnús í gær en náði ekki að fylgja því eftir í dag. Kristófer tapaði fyrir eldri bróður sínum, Theodór Emil, í æsipennandi bráðabana og þar með höfðu þeir, og Haraldur, unnið tvo leiki hver. Haraldur komst í átta manna úrslitin á fleiri unnum holum þegar allt er talið í leikjunum. Ragnhildur Kristinsdóttir á röltinu um Jaðarsvöll.mynd/seth@golf.is Mikil spenna var einnig hjá Reykvíkingunum Ragnhildi Kristinsdóttur og Nínu Margréti Valtýsdóttur en Ragnhildur vann á fyrstu holu í bráðabana og kom sér í átta manna úrslitin. Aðrar af sigurstranglegustu kylfingunum í kvennaflokki; Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, komust áfram af nokkru öryggi. Nína Margrét fékk annan séns þegar þrír kylfingar með bestan árangur í 2. sæti börðust um síðasta sætið í átta manna úrslitum kvenna, í bráðabana. Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir léku einnig í umspilinu og var það Jóhanna sem vann sigur. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Valdís Þóra Jónsdóttir, GL – Eva Karen Björnsdóttir, GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – Saga Traustadóttir, GR Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – Andri Már Óskarsson, GOS Hákon Örn Magnúsons, GR – Aron Snær Júlíusson, GKG Haraldur Franklín Magnús, GR – Ólafur Björn Loftsson, GKG Axel Bóasson, GK – Andri Þór Björnsson, GR Átta manna úrslitin fara fram í dag. Undanúrslit og úrslit eru svo á morgun. Öll úrslit á mótinu má sjá með því að smella hér.
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Valdís Þóra Jónsdóttir, GL – Eva Karen Björnsdóttir, GR Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – Saga Traustadóttir, GR
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – Andri Már Óskarsson, GOS Hákon Örn Magnúsons, GR – Aron Snær Júlíusson, GKG Haraldur Franklín Magnús, GR – Ólafur Björn Loftsson, GKG Axel Bóasson, GK – Andri Þór Björnsson, GR
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira