Íslandsmót í holukeppni: Ólafía og Guðrún Brá mætast í undanúrslitum Ísak Hallmundarson skrifar 20. júní 2020 19:00 Ólafía Þórunn hefur spilað vel um helgina og leikur í undanúrslitum á morgun. mynd/gsí/golf.is Átta liða úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni í golfi, sem fram fer á Akureyri, lauk nú í þessu. Tveir af bestu kylfingum landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, mætast í undanúrslitum kvenna og það verður GR-slagur í undanúrslitum karla. Ólafía sigraði klúbbfélaga sinn frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, Sögu Traustadóttur, 5-4 í skemmtilegum leik. Hún mun mæta Guðrúnu Brá sem sigraði Heiðrúnu Önnu úr Golfklúbbnum Selfossi 6-5 í dag. Bæði Ólafía og Guðrún hafa leikið glymrandi vel á mótinu og má búast við spennandi rimmu milli þeirra. Hákon Örn Magnússon sigraði Aron Snæ Júlíusson úr GKG, 2-1, en hann mun mæta Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem sigraði Andri Má Óskarsson fyrr í dag. Hákon og Guðmundur Ágúst eru báðir í Golfklúbbi Reykjavíkur og verður þetta því barátta GR-inga um sæti í úrslitum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr sama klúbb, 3-2 og mætir Valdísi Þóru Jónsdóttur sem sigraði Evu Karen Björnsdóttur eftir eina holu í bráðabana. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili mun mæta Ólafi Loftssyni úr GKG á morgun í undanúrslitum. Axel sigraði Andra Þór Björnsson en Ólafur hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús. Sigurvegarar í undanúrslitum mætast síðan í úrslitaeinvígi á morgun. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Átta liða úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni í golfi, sem fram fer á Akureyri, lauk nú í þessu. Tveir af bestu kylfingum landsins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, mætast í undanúrslitum kvenna og það verður GR-slagur í undanúrslitum karla. Ólafía sigraði klúbbfélaga sinn frá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, Sögu Traustadóttur, 5-4 í skemmtilegum leik. Hún mun mæta Guðrúnu Brá sem sigraði Heiðrúnu Önnu úr Golfklúbbnum Selfossi 6-5 í dag. Bæði Ólafía og Guðrún hafa leikið glymrandi vel á mótinu og má búast við spennandi rimmu milli þeirra. Hákon Örn Magnússon sigraði Aron Snæ Júlíusson úr GKG, 2-1, en hann mun mæta Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem sigraði Andri Má Óskarsson fyrr í dag. Hákon og Guðmundur Ágúst eru báðir í Golfklúbbi Reykjavíkur og verður þetta því barátta GR-inga um sæti í úrslitum. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sigraði Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur úr sama klúbb, 3-2 og mætir Valdísi Þóru Jónsdóttur sem sigraði Evu Karen Björnsdóttur eftir eina holu í bráðabana. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili mun mæta Ólafi Loftssyni úr GKG á morgun í undanúrslitum. Axel sigraði Andra Þór Björnsson en Ólafur hafði betur gegn Haraldi Franklín Magnús. Sigurvegarar í undanúrslitum mætast síðan í úrslitaeinvígi á morgun.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira