Grasreykjandi mömmustrákur tekur við sér (seint) Heiðar Sumarliðason skrifar 21. júní 2020 12:45 Pete Davidson er konungur úthverfisins. Staten Island er oft kallað gleymda hverfið í New York-borg. Eyjan er fámennasti og strjálbýlasti borgarhlutinn. Það er töluverður rígur milli íbúa eyjunnar og íbúa annarra hverfa borgarinnar. Einhversstaðar á netinu las ég að íbúar Staten Island hati New York meira en New York hugsi um Staten Island, og að borgarhlutinn sé eins og gleymda systkinið, sem öllum er sama um. Ég verð að játa að ég hef ekki komið til Staten Island, frekar en nokkur sem ekki býr þar, því eru upplýsingar mínar um svæðið einungis af internetinu. Ég gúglaði nefnilega „What do New Yorkers think of Staten Island,“ og er útkoman íbúum eyjunnar ekki í hag. Þetta er eini borgarhluti New York þar sem Repúblikana-flokkurinn á séns í kosningum, og orð eins og rasismi, mafían og ruslahaugur, voru mjög algeng í lýsingum fólks. T.d. segir persónan Ray úr þáttunum Girls, þegar hann kemur úr ferjunni á Staten Island: „It´s the gates of hell.“ Svo skemmtilega vill til að framleiðandi Girls, Judd Apatow, er leikstjóri The King of Staten Island. The King of Staten Island bætir ekki ímynd eyjunnar Það er ekki hægt að segja að The King of Staten Island geri neitt til að bæta ímynd eyjunnar, þvert á móti, ég held að hún staðfesti marga fordóma fólks. Hún fjallar um einhvern mesta auðnuleysingja sem sést hefur á hvíta tjaldinu síðan The Dude í Big Lebowski. Saturday Night Live-stjarnan Pete Davidson leikur hér Scott Carlin, 24 ára mömmustrák með ADHD og fíknivanda. Hér gefur að líta kort af hlutunum fimm, sem mynda New York-borg. Það er kannski ágætt að nota kvikmyndina um Lebowski sem einskonar barómeter til að vega og meta The King of Staten Island, en þrátt fyrir marga kosti nær hún ekki sömu hæðum og The Big Lewbowski, til þess er hún of ójöfn og ófókuseruð (svona svipað og aðalpersónan). Mikið hefur verið talað um að myndin sé of löng, en hún er 136 mínútur, sem er í lengsta lagi þegar um gamanmynd er að ræða. Vandinn liggur í því sem ætti að vera fyrsti fjórðugur myndarinnar, en endar á því að verða fyrri helmingur hennar. Áhorfendur eru vanir hefðbundinni uppbyggingu kvikmyndahandrita, út frá hinu klassíska þriggja leikþátta módeli, sem Syd Field skrifaði um í handritaskrifabókinni Screenplay. Hinn almenni áhorfandi gerir sér ekki grein fyrir því, en þegar of mikið er vikið frá þessu líkani, þá fer honum oftast að leiðast. Við erum vön því að þegar 1/4 kvikmyndar er búinn, þá séum við komin í fulla flughæð. The King of Staten Island nær hins vegar ekki fullri hæð fyrr en um miðbik myndar. Það er því hætt við því að margir séu farnir að ókyrrast löngu áður en að þessum punkti er komið. Hér gefur að líta þriggja þátta módel Syd Fields. Lengi að ná flugi Handrit The King of Staten Island er því miður ekki nægilega haglega smíðað. Það skortir það framskrið sem áhorfandinn býst við og dvelur of lengi í kyrrstöðu. Þetta er vegna þess að það inniheldur of marga þræði, sem þarf að sinna, því verður uppbygging myndarinnar óþarflega flókin. Ég veit ekki hvort þetta sé meðvituð ákvörðun hjá Apatow og Davidson, sem skrifa handritið ásamt nýliðanum Dave Aurier, en þetta virkar a.m.k. ekki sérlega vel og kemur niður á myndinni. Auðnuleysinginn sem allir miða sig við. Það steðja ákveðin vandamál að öllum sögum sem sagðar eru á hvíta tjaldinu og það er í höndum höfundanna að greina þau og finna leiðir til að vinna gegn þeim og lágmarka. Þegar unnið er með persónu sem er jafn kyrrstæð og Scott Carlin, þarf að vinna meðvitað gegn því og koma myndinni í fulla flughæð sem fyrst (svo ég haldi nú áfram með flugvélatengt líkingamál). Ástæðan fyrir því að The Big Lebowski er klassísk og The King of Staten Island mun aldrei ná slíkum hæðum er einmitt þessi, hún hefur sig til flugs of seint. Því þarf að grípa til annarra meðala og er móðir Carlins, sem leikin er af Marisu Tomei, um drykklanga stunda eina persóna myndarinnar sem hefur þá kosti sem góð aðalpersóna þarf að búa yfir, þ.e.a.s. að láta hluti gerast. Hún er hins vegar ekki persónan sem við erum komin til að fylgjast með, því fer sem fer. Ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að aðalpersónan er í kyrrstöðu, en það hefði þurft að sparka í rassinn á henni u.þ.b. hálftíma fyrr. Seint koma sumir en koma þó Það lifnar þó sem betur fer yfir myndinni þegar á líður, og hún verður meira í ætt við þær Apatow-myndir sem við þekkjum og elskum. The King of Staten Island er þó alvarlegri en fyrri myndir hans á borð við 40 Year Old Virgin og Knocked Up, hún er hins vegar töluvert beittari, sem er ánægjulegt. Þær gamanmyndir sem við höfum fengið að undanförnu hefur einmitt skort allt bit. Þegar lítið úrval nýrra mynda er á boðstólunum, líkt og þessa dagana, er The King of Staten Island hinn fínasti kostur. Það þarf hins vegar bara að sýna henni smá þolinmæði, því hún tekur við sér á endanum, líkt og aðalpersóna hennar. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna. The King of Staten Island þjáist af því sama og aðalpersóna hennar, hún tekur alltof langan tíma í að koma sér úr sporunum, en þegar hún loks tekur við sér, er hún hin ágætasta skemmtun. Hér að neðan er hægt er að hlýða á Heiðar Sumarliðason og handritshöfundinn Hrafnkel Stefánsson ræða The King of Staten Island. Stjörnubíó er nú komið á allar helstu hlaðvarpsveitur og því um að gera að fá þáttinn beint í símann með því að gerast áskrifandi. Stjörnubíó Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Staten Island er oft kallað gleymda hverfið í New York-borg. Eyjan er fámennasti og strjálbýlasti borgarhlutinn. Það er töluverður rígur milli íbúa eyjunnar og íbúa annarra hverfa borgarinnar. Einhversstaðar á netinu las ég að íbúar Staten Island hati New York meira en New York hugsi um Staten Island, og að borgarhlutinn sé eins og gleymda systkinið, sem öllum er sama um. Ég verð að játa að ég hef ekki komið til Staten Island, frekar en nokkur sem ekki býr þar, því eru upplýsingar mínar um svæðið einungis af internetinu. Ég gúglaði nefnilega „What do New Yorkers think of Staten Island,“ og er útkoman íbúum eyjunnar ekki í hag. Þetta er eini borgarhluti New York þar sem Repúblikana-flokkurinn á séns í kosningum, og orð eins og rasismi, mafían og ruslahaugur, voru mjög algeng í lýsingum fólks. T.d. segir persónan Ray úr þáttunum Girls, þegar hann kemur úr ferjunni á Staten Island: „It´s the gates of hell.“ Svo skemmtilega vill til að framleiðandi Girls, Judd Apatow, er leikstjóri The King of Staten Island. The King of Staten Island bætir ekki ímynd eyjunnar Það er ekki hægt að segja að The King of Staten Island geri neitt til að bæta ímynd eyjunnar, þvert á móti, ég held að hún staðfesti marga fordóma fólks. Hún fjallar um einhvern mesta auðnuleysingja sem sést hefur á hvíta tjaldinu síðan The Dude í Big Lebowski. Saturday Night Live-stjarnan Pete Davidson leikur hér Scott Carlin, 24 ára mömmustrák með ADHD og fíknivanda. Hér gefur að líta kort af hlutunum fimm, sem mynda New York-borg. Það er kannski ágætt að nota kvikmyndina um Lebowski sem einskonar barómeter til að vega og meta The King of Staten Island, en þrátt fyrir marga kosti nær hún ekki sömu hæðum og The Big Lewbowski, til þess er hún of ójöfn og ófókuseruð (svona svipað og aðalpersónan). Mikið hefur verið talað um að myndin sé of löng, en hún er 136 mínútur, sem er í lengsta lagi þegar um gamanmynd er að ræða. Vandinn liggur í því sem ætti að vera fyrsti fjórðugur myndarinnar, en endar á því að verða fyrri helmingur hennar. Áhorfendur eru vanir hefðbundinni uppbyggingu kvikmyndahandrita, út frá hinu klassíska þriggja leikþátta módeli, sem Syd Field skrifaði um í handritaskrifabókinni Screenplay. Hinn almenni áhorfandi gerir sér ekki grein fyrir því, en þegar of mikið er vikið frá þessu líkani, þá fer honum oftast að leiðast. Við erum vön því að þegar 1/4 kvikmyndar er búinn, þá séum við komin í fulla flughæð. The King of Staten Island nær hins vegar ekki fullri hæð fyrr en um miðbik myndar. Það er því hætt við því að margir séu farnir að ókyrrast löngu áður en að þessum punkti er komið. Hér gefur að líta þriggja þátta módel Syd Fields. Lengi að ná flugi Handrit The King of Staten Island er því miður ekki nægilega haglega smíðað. Það skortir það framskrið sem áhorfandinn býst við og dvelur of lengi í kyrrstöðu. Þetta er vegna þess að það inniheldur of marga þræði, sem þarf að sinna, því verður uppbygging myndarinnar óþarflega flókin. Ég veit ekki hvort þetta sé meðvituð ákvörðun hjá Apatow og Davidson, sem skrifa handritið ásamt nýliðanum Dave Aurier, en þetta virkar a.m.k. ekki sérlega vel og kemur niður á myndinni. Auðnuleysinginn sem allir miða sig við. Það steðja ákveðin vandamál að öllum sögum sem sagðar eru á hvíta tjaldinu og það er í höndum höfundanna að greina þau og finna leiðir til að vinna gegn þeim og lágmarka. Þegar unnið er með persónu sem er jafn kyrrstæð og Scott Carlin, þarf að vinna meðvitað gegn því og koma myndinni í fulla flughæð sem fyrst (svo ég haldi nú áfram með flugvélatengt líkingamál). Ástæðan fyrir því að The Big Lebowski er klassísk og The King of Staten Island mun aldrei ná slíkum hæðum er einmitt þessi, hún hefur sig til flugs of seint. Því þarf að grípa til annarra meðala og er móðir Carlins, sem leikin er af Marisu Tomei, um drykklanga stunda eina persóna myndarinnar sem hefur þá kosti sem góð aðalpersóna þarf að búa yfir, þ.e.a.s. að láta hluti gerast. Hún er hins vegar ekki persónan sem við erum komin til að fylgjast með, því fer sem fer. Ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að aðalpersónan er í kyrrstöðu, en það hefði þurft að sparka í rassinn á henni u.þ.b. hálftíma fyrr. Seint koma sumir en koma þó Það lifnar þó sem betur fer yfir myndinni þegar á líður, og hún verður meira í ætt við þær Apatow-myndir sem við þekkjum og elskum. The King of Staten Island er þó alvarlegri en fyrri myndir hans á borð við 40 Year Old Virgin og Knocked Up, hún er hins vegar töluvert beittari, sem er ánægjulegt. Þær gamanmyndir sem við höfum fengið að undanförnu hefur einmitt skort allt bit. Þegar lítið úrval nýrra mynda er á boðstólunum, líkt og þessa dagana, er The King of Staten Island hinn fínasti kostur. Það þarf hins vegar bara að sýna henni smá þolinmæði, því hún tekur við sér á endanum, líkt og aðalpersóna hennar. Niðurstaða: Þrjár og hálf stjarna. The King of Staten Island þjáist af því sama og aðalpersóna hennar, hún tekur alltof langan tíma í að koma sér úr sporunum, en þegar hún loks tekur við sér, er hún hin ágætasta skemmtun. Hér að neðan er hægt er að hlýða á Heiðar Sumarliðason og handritshöfundinn Hrafnkel Stefánsson ræða The King of Staten Island. Stjörnubíó er nú komið á allar helstu hlaðvarpsveitur og því um að gera að fá þáttinn beint í símann með því að gerast áskrifandi.
Stjörnubíó Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira