Ólafía og Axel Íslandsmeistarar í holukeppni Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2020 16:19 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson sköruðu fram úr á Jaðarsvelli á Akureyri. myndir/seth@golf.is Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttur urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi. Axel vann mótið í annað sinn þegar hann hafði betur gegn Hákoni Erni Magnússyni í spennandi úrslitaleik á Jaðarsvelli á Akureyri, en Ólafía hefur nú unnið mótið í þrígang. Axel vann leikinn við Hákon 1/0 eftir sveiflukennda viðureign. Axel vann fyrstu tvær holurnar en Hákon náði svo forystunni. Axel vann 15. og 16. holu og jafnaði metin, og komst svo yfir með því að vinna 17. holu. Axel hafði slegið Ólaf Björn Loftsson út í undanúrslitum, 2/1, og hann vann Andra Þór Björnsson með sama hætti í átta manna úrslitum. Í riðlakeppninni vann Axel alla þrjá leiki sína af öryggi. Guðmundur Ágúst varð í 3. sæti karla en hann vann Ólaf Björn Loftsson 4/3. Ólafía Þórunn komst í úrslitaleikinn af miklu öryggi og sýndi sama öryggi þegar hún vann þar Evu Karen Björnsdóttur, 4/3. Ólafía hafði áður unnið Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur 5/3 í undanúrslitum og 5/4 sigur gegn Sögu Traustadóttur í átta manna úrslitum. Hún vann sömuleiðis örugga sigra í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Ólafía Þórunn er Íslandsmeistari kvenna 2020 eftir 4/3 sigur gegn Evu! Hún spilaði frábært golf frá fyrsta leik og fór aldrei lengra en á 15. holu í öllu mótinu, yfirburðir. Til hamingju Ólafía #holukeppni20 pic.twitter.com/mLCsmeEn1p— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 Ólafía vann mótið einnig árin 2011 og 2013 en aðeins Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir hafa unnið mótið þrisvar eða oftar. Ragnhildur Kristinsdóttir vann 5/4 sigur á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í leiknum um 3. sæti í dag. Golf Tengdar fréttir Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00 Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttur urðu í dag Íslandsmeistarar í holukeppni í golfi. Axel vann mótið í annað sinn þegar hann hafði betur gegn Hákoni Erni Magnússyni í spennandi úrslitaleik á Jaðarsvelli á Akureyri, en Ólafía hefur nú unnið mótið í þrígang. Axel vann leikinn við Hákon 1/0 eftir sveiflukennda viðureign. Axel vann fyrstu tvær holurnar en Hákon náði svo forystunni. Axel vann 15. og 16. holu og jafnaði metin, og komst svo yfir með því að vinna 17. holu. Axel hafði slegið Ólaf Björn Loftsson út í undanúrslitum, 2/1, og hann vann Andra Þór Björnsson með sama hætti í átta manna úrslitum. Í riðlakeppninni vann Axel alla þrjá leiki sína af öryggi. Guðmundur Ágúst varð í 3. sæti karla en hann vann Ólaf Björn Loftsson 4/3. Ólafía Þórunn komst í úrslitaleikinn af miklu öryggi og sýndi sama öryggi þegar hún vann þar Evu Karen Björnsdóttur, 4/3. Ólafía hafði áður unnið Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur 5/3 í undanúrslitum og 5/4 sigur gegn Sögu Traustadóttur í átta manna úrslitum. Hún vann sömuleiðis örugga sigra í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni. Ólafía Þórunn er Íslandsmeistari kvenna 2020 eftir 4/3 sigur gegn Evu! Hún spilaði frábært golf frá fyrsta leik og fór aldrei lengra en á 15. holu í öllu mótinu, yfirburðir. Til hamingju Ólafía #holukeppni20 pic.twitter.com/mLCsmeEn1p— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) June 21, 2020 Ólafía vann mótið einnig árin 2011 og 2013 en aðeins Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Karen Sævarsdóttir hafa unnið mótið þrisvar eða oftar. Ragnhildur Kristinsdóttir vann 5/4 sigur á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur í leiknum um 3. sæti í dag.
Golf Tengdar fréttir Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00 Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Ólafía á miklu flugi í úrslit og mætir Evu - Hákon sló Guðmund út og mætir Axel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Eva Karen Björnsdóttir, báðar úr GR, leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í holukeppni í golfi. Hákon Örn Magnússon og Axel Bóasson mætast í úrslitum karla. 21. júní 2020 12:00
Stóri bróðir stöðvaði Kristófer og sendi Harald áfram - Ragnhildur og Jóhanna í átta manna úrslit eftir bráðabana Það var gríðarleg spenna í lokaumferð riðlakeppninar á Íslandsmótinu í holukeppni í golfi á Akureyri í dag. Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar leika í átta manna úrslitum karla og kvenna. 20. júní 2020 14:11