TikTok notendur og K-pop aðdáendur tryggðu fámenni á umdeildum fundi Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 17:00 Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið þegar hann kom aftur til Washington eftir fjöldafundinn í Tulsa. AP Photo/Patrick Semansky) Notendur snjallforritsins TikTok og K-pop aðdáendur segjast bera ábyrgð á lélegri mætingu á fyrsta fjöldafund Donald Trumps í marga mánuði sem haldinn var í Tulsa í Oklahoma í dag. Kosningastjóri Trumps sagði í dag að „ofstækisfullir“ mótmælendur og fjölmiðlar bæru ábyrgð á dræmri mætingunni. Steve Schmidt, stjórnmálaskipulagsfræðingur, segir að unglingar og ungmenni vítt og breitt um Bandaríkin hafi pantað miða á fundinn í hrönnum með það í hyggju að tryggja að fundarsalurinn yrði hálf tómur. Kosningastjórn Trumps hafði greint frá því að meira en milljón manns hafi óskað eftir miðum á fundinn. Schmidt, sem hefur gagnrýnt forsetann harðlega, sagði að sextán ára gömul dóttir hans og vinir hennar hafi óskað eftir hundruðum miða á viðburðinn. Fjöldi foreldra svaraði tísti Schmidt og sagði frá því að krakkarnir þeirra hafi gert hið sama. Þrátt fyrir að búist hafi verið miklum fjölda gesta í fundarsalnum, sem tekur um 19 þúsund manns í sæti, en salurinn var hálf tómur. Þá var hætt við áætlanir um að Trump myndi ávarpa fólk sem ekki hefði komist inn á fundinn en búið var að búa til svæði fyrir utan salinn fyrir þá sem ekki kæmust inn en vildu berja forsetann augum. My 16 year old daughter and her friends in Park City Utah have hundreds of tickets. You have been rolled by America s teens. @realDonaldTrump you have been failed by your team. You have been deserted by your faithful. No one likes to root for the losing team. @ProjectLincoln https://t.co/VM5elZ57Qp— Steve Schmidt (@SteveSchmidtSES) June 20, 2020 Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata, leitaði á Twitter og hrósaði ungmennunum. Óvíst er hversu margir miðanna sem voru pantaðir voru pantaðir af ungmennunum en líkað var við eitt myndband á TikTok sem birt var 12. júní, þar sem hvatt var til miðapantana til að tryggja sem flest auð sæti, meira en 700 þúsund sinnum. Actually you just got ROCKED by teens on TikTok who flooded the Trump campaign w/ fake ticket reservations & tricked you into believing a million people wanted your white supremacist open mic enough to pack an arena during COVIDShout out to Zoomers. Y all make me so proud. https://t.co/jGrp5bSZ9T— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) June 21, 2020 Myndbandið var birt eftir að tilkynnt var að fundurinn skyldi haldinn þann 19. júní. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þann dag en 19. júní er haldinn hátíðlega af mörgum Bandaríkjamönnum en hann markar daginn sem þrælar fengu frelsi. Þá var staðsetning viðburðarins einnig gagnrýnd, en í Tulsa var framið eitt versta fjöldamorð vegna kynþáttar í sögu Bandaríkjanna. Fundinum var í kjölfarið frestað um einn sólarhring. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump TikTok Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Notendur snjallforritsins TikTok og K-pop aðdáendur segjast bera ábyrgð á lélegri mætingu á fyrsta fjöldafund Donald Trumps í marga mánuði sem haldinn var í Tulsa í Oklahoma í dag. Kosningastjóri Trumps sagði í dag að „ofstækisfullir“ mótmælendur og fjölmiðlar bæru ábyrgð á dræmri mætingunni. Steve Schmidt, stjórnmálaskipulagsfræðingur, segir að unglingar og ungmenni vítt og breitt um Bandaríkin hafi pantað miða á fundinn í hrönnum með það í hyggju að tryggja að fundarsalurinn yrði hálf tómur. Kosningastjórn Trumps hafði greint frá því að meira en milljón manns hafi óskað eftir miðum á fundinn. Schmidt, sem hefur gagnrýnt forsetann harðlega, sagði að sextán ára gömul dóttir hans og vinir hennar hafi óskað eftir hundruðum miða á viðburðinn. Fjöldi foreldra svaraði tísti Schmidt og sagði frá því að krakkarnir þeirra hafi gert hið sama. Þrátt fyrir að búist hafi verið miklum fjölda gesta í fundarsalnum, sem tekur um 19 þúsund manns í sæti, en salurinn var hálf tómur. Þá var hætt við áætlanir um að Trump myndi ávarpa fólk sem ekki hefði komist inn á fundinn en búið var að búa til svæði fyrir utan salinn fyrir þá sem ekki kæmust inn en vildu berja forsetann augum. My 16 year old daughter and her friends in Park City Utah have hundreds of tickets. You have been rolled by America s teens. @realDonaldTrump you have been failed by your team. You have been deserted by your faithful. No one likes to root for the losing team. @ProjectLincoln https://t.co/VM5elZ57Qp— Steve Schmidt (@SteveSchmidtSES) June 20, 2020 Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata, leitaði á Twitter og hrósaði ungmennunum. Óvíst er hversu margir miðanna sem voru pantaðir voru pantaðir af ungmennunum en líkað var við eitt myndband á TikTok sem birt var 12. júní, þar sem hvatt var til miðapantana til að tryggja sem flest auð sæti, meira en 700 þúsund sinnum. Actually you just got ROCKED by teens on TikTok who flooded the Trump campaign w/ fake ticket reservations & tricked you into believing a million people wanted your white supremacist open mic enough to pack an arena during COVIDShout out to Zoomers. Y all make me so proud. https://t.co/jGrp5bSZ9T— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) June 21, 2020 Myndbandið var birt eftir að tilkynnt var að fundurinn skyldi haldinn þann 19. júní. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þann dag en 19. júní er haldinn hátíðlega af mörgum Bandaríkjamönnum en hann markar daginn sem þrælar fengu frelsi. Þá var staðsetning viðburðarins einnig gagnrýnd, en í Tulsa var framið eitt versta fjöldamorð vegna kynþáttar í sögu Bandaríkjanna. Fundinum var í kjölfarið frestað um einn sólarhring.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump TikTok Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira