Verði af verkfalli er ekki unnt að manna alla skimunarbása á Keflavíkurflugvelli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júní 2020 19:46 Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið fyrir samningafundinn í dag til að sýna samstöðu. „Það er mjög þungt hljóðið í okkur félagsmönnum að ríkið skuli ekki koma til móts við þessa kvennastétt,“ sagði Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundað hefur verið stíft í deilunni síðustu daga og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta í fyrramálið. Verði af verkfalli mun það hafa töluverð áhrif á þjónustu Landspítalans. Spítalinn gaf þó ekki kost á viðtali í dag. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Verkfallið hefur einnig gríðarleg áhrif á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Símaráðgjöf skerðist einnig verulega auk þess sem netspjall fellur niður. Heilsuvernd aldraða raskast töluvert auk þess sem heimahjúkrun verður unnin eftir neyðaráætlun. Mörg verkefni hafa setið á hakanum vegna kórónuveirufaraldursins. Þau verkefni munu því bíða enn lengur. „Við erum með 180 hjúkrunarfræðinga í vinnu og erum með rúmlega tuttugu sem mæta á morgun ef af verkfalli verður,“ sagði Óskar. Þú talar um 20 sem mæta. Þið eruð með 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta geranlegt? „Þetta er erfitt. En auðvitað reynum við að láta hlutina ganga upp og sjá til þess að fólk líði ekki alvarlega fyrir þetta. Við munum gera það,“ sagði Óskar. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kom einnig saman í dag til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun, verði af verkfalli. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með skimunum á Keflavíkurflugvelli ásamt fleirum. Verði af verkfalli hægist á sýnatöku. „Við erum með tíu bása og við munum ekki geta mannað þá alla,“ sagði Óskar. Verkföll 2020 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins mættu til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan hálf þrjú í dag. Að óbreyttu hefst verkfall klukkan átta í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið fyrir samningafundinn í dag til að sýna samstöðu. „Það er mjög þungt hljóðið í okkur félagsmönnum að ríkið skuli ekki koma til móts við þessa kvennastétt,“ sagði Gísli Níls Einarsson, stjórnarmaður í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fundað hefur verið stíft í deilunni síðustu daga og að óbreyttu hefst verkfall hjúkrunarfræðinga klukkan átta í fyrramálið. Verði af verkfalli mun það hafa töluverð áhrif á þjónustu Landspítalans. Spítalinn gaf þó ekki kost á viðtali í dag. Óskar Reykdalsson er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Baldur Verkfallið hefur einnig gríðarleg áhrif á þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Símaráðgjöf skerðist einnig verulega auk þess sem netspjall fellur niður. Heilsuvernd aldraða raskast töluvert auk þess sem heimahjúkrun verður unnin eftir neyðaráætlun. Mörg verkefni hafa setið á hakanum vegna kórónuveirufaraldursins. Þau verkefni munu því bíða enn lengur. „Við erum með 180 hjúkrunarfræðinga í vinnu og erum með rúmlega tuttugu sem mæta á morgun ef af verkfalli verður,“ sagði Óskar. Þú talar um 20 sem mæta. Þið eruð með 15 heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta geranlegt? „Þetta er erfitt. En auðvitað reynum við að láta hlutina ganga upp og sjá til þess að fólk líði ekki alvarlega fyrir þetta. Við munum gera það,“ sagði Óskar. Undanþágunefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins kom einnig saman í dag til að fara yfir undanþágubeiðnir. Beiðnir verða þó ekki afgreiddar fyrr en á morgun, verði af verkfalli. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með skimunum á Keflavíkurflugvelli ásamt fleirum. Verði af verkfalli hægist á sýnatöku. „Við erum með tíu bása og við munum ekki geta mannað þá alla,“ sagði Óskar.
Verkföll 2020 Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira