Ekki verður af verkfalli hjúkrunarfræðinga Andri Eysteinsson skrifar 21. júní 2020 23:26 Hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman fyrir utan Karphúsið í dag til að sýna samningsnefnd Fíh samstöðu. Vísir/Friðrik Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld en ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt en samninganefndirnar náðu saman um meginatriði kjarasamnings eftir stíf fundarhöld sem hófust klukkan 14:30 í dag. Í tilkynningu frá Ríkissáttsemjara segir að samkomulag hafi náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Útaf standi afmörkuð atriði er varða laun hjúkrunarfræðinga. „Að mati ríkissáttasemjara er ágreiningur á milli samningsaðila djúpstæður og hann verður ekki leystur við samningaborðið. Því hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. Miðlunartillagan inniheldur öll þau atriði sem náðst hefur samkomulag um á milli aðila og ágreiningsefni um launalið verður að hluta vísað í sérstakan gerðardóm,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við Fréttastofu í kvöld sagði ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, að lausnin væri óvenjuleg en óvenjulegir tímar kalli á óvenjulegar lausnir. Miðlunartillagan sé þó ekki í mótsögn við það sem samninganefndirnar hafa gert. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjariVísir/Sigurjón Þegar samninganefndirnar mættu til fundar hafði fjöldi hjúkrunarfræðinga safnast saman fyrir utan Karphúsið til þess að sýna samstöðu. Þar sagði Gísli N. Einarsson, stjórnarmaður í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að hljóðið í félagsmönnum væri þungt. Undanfarna daga hefur verið fundað stíft þar sem ljóst var að með verkfalli myndi þjónusta skerðast verulega, bæði á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samningaviðræður hafa undanfarið iðulega strandað á launaliðnum en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði. MIðlunartillagan verður send til félagsmanna Fíh á rafrænu formi og hefst rafræn atkvæðagreiðsla um hana á hádegi miðvikudaginn 24. júní. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslu mun ljúka klukkan 10:00 laugardaginn 27. júní, kjördag forsetakosninganna 2020. Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk í Karphúsinu á tólfta tímanum í kvöld en ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast klukkan 08:00 í fyrramálið hefur verið afstýrt en samninganefndirnar náðu saman um meginatriði kjarasamnings eftir stíf fundarhöld sem hófust klukkan 14:30 í dag. Í tilkynningu frá Ríkissáttsemjara segir að samkomulag hafi náðst á milli samningsaðila um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Útaf standi afmörkuð atriði er varða laun hjúkrunarfræðinga. „Að mati ríkissáttasemjara er ágreiningur á milli samningsaðila djúpstæður og hann verður ekki leystur við samningaborðið. Því hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. Miðlunartillagan inniheldur öll þau atriði sem náðst hefur samkomulag um á milli aðila og ágreiningsefni um launalið verður að hluta vísað í sérstakan gerðardóm,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við Fréttastofu í kvöld sagði ríkissáttasemjari, Aðalsteinn Leifsson, að lausnin væri óvenjuleg en óvenjulegir tímar kalli á óvenjulegar lausnir. Miðlunartillagan sé þó ekki í mótsögn við það sem samninganefndirnar hafa gert. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjariVísir/Sigurjón Þegar samninganefndirnar mættu til fundar hafði fjöldi hjúkrunarfræðinga safnast saman fyrir utan Karphúsið til þess að sýna samstöðu. Þar sagði Gísli N. Einarsson, stjórnarmaður í félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að hljóðið í félagsmönnum væri þungt. Undanfarna daga hefur verið fundað stíft þar sem ljóst var að með verkfalli myndi þjónusta skerðast verulega, bæði á Landspítalanum og hjá Heilsugæslunni. „Til dæmis verður skerðing á ungbarnavernd. Hún nánast fellur niður. Mæðraverndin skerðist,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Samningaviðræður hafa undanfarið iðulega strandað á launaliðnum en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í fimmtán mánuði. MIðlunartillagan verður send til félagsmanna Fíh á rafrænu formi og hefst rafræn atkvæðagreiðsla um hana á hádegi miðvikudaginn 24. júní. Þá mun fjármála- og efnahagsráðherra greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Atkvæðagreiðslu mun ljúka klukkan 10:00 laugardaginn 27. júní, kjördag forsetakosninganna 2020.
Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira