Innlent

Ekkert lát á skjálftavirkni í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Í yfirlýsingu frá Almannavörnum í gær sagði að miðað við fyrri skjálftahrinur á þessu svæði megi búast við að þær haldi áfram.
Í yfirlýsingu frá Almannavörnum í gær sagði að miðað við fyrri skjálftahrinur á þessu svæði megi búast við að þær haldi áfram. Vísir/Jóhann

Jörð skalf áfram norðan heiða í nótt og var einn þeirra 3,3 stig. Annars hafa fáir farið yfir þrjú stig, miðað við töflu Veðurstofunnar. Mikill fjöldi skjálfta hefur átt sér stað út af Eyjafirði á undanförnum dögum en sá stærsti mældist 5,7 stig og varð í gærkvöldi.

Áður höfðu stærstu skjálftarnir verið 5,4 og 5,6 stig. Frá því hrinan hófst hafa fleiri en þrjú þúsund skjálftar mælst og virðist sem ekkert lát hafi verið þar á í nótt. Veðurstofan segir einnig líklegt að fleiri stærri skjálftar muni verða.

Í yfirlýsingu frá Almannavörnum í gær sagði að miðað við fyrri skjálftahrinur á þessu svæði megi búast við að þær haldi áfram og er ekki hægt að útiloka fleiri stærri skjálfta. Hins vegar hafi flestar þeirra fjarað út án stærri skjálfta en nú hafa orðið.


Tengdar fréttir

Eins tilbúin og hægt er fyrir harðari skjálfta

Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst norðan við Gjögurtá á föstudag. Stærstu skjálftarnir hafa fundist í byggð allt frá Húsavík til Ísafjarðar, á Akranesi og á höfuðborgarsvæðinu.

Haraldur segir ekkert benda til að skjálftarnir tengist eldvirkni

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir ekkert benda til að skjálftarnir núna út af Eyjafirði tengist eldvirkni. Fyrir átta árum taldi Haraldur miklar líkur á að skjálftahrina undan Eyjafirði í október 2012 tengdist því að kvika væri að brjóta sér leið upp í setlög á botni Eyjafjarðaráls.

Skjálfti af stærðinni 5,7 reið yfir Norðurland

Jarðskjálftinn sem reið yfir norðurland klukkan 18:20 var ekki lengi stærsti skjálfti dagsins því jarðskjálfti af stærðinni 5,7 skók jörð skömmu eftir klukkan 19 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×