Simpson kom öllum á óvart og landaði sigri á nýju mótsmeti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 08:30 Simpson gat leyft sér að brosa eftir sigurinn í nótt. Streeter Lecka/Getty Images Lokahringur RBC Heritagemótsins í golfi frestaðist fram yfir miðnætti en gífurleg var mikil spenna en fyrir lokahringinn voru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sæti. Fór það svo að Webb Simpson landaði sigri á nýju mótsmeti. Lauk hann leik á 22 höggum undir pari, aðeins einu höggi á undan Abraham Ancer. Lokahring mótsins – sem er hluti af PGA mótaröðinni – var frestað um þrjár klukkustundir vegna storms við strendur Suður-Karólínu þar sem mótið fór fram. Mikil spenna var fyrir lokahringinn en á tímabili voru sex kylfingar jafnir í efsta sæti. Hinn 34 ára gamli Simpson – sem á hvorki meira né minna en fimm börn – lék hins vegar nær óaðfinnanlega frá upphafi til enda. Fékk hann ekki einn skolla á mótinu en alls voru leiknar 64 holur. Þá fékk hann fimm fugla á síðustu sjö holum mótsins sem tryggðu honum sigur en alls lék hann eins og áður sagði á 22 höggum undir pari. Það var við hæfi að hann landað sigrinum á Feðradaginn sjálfan. Another win on #FathersDay for #TeamRBC s Webb Simpson! Congratulations on capturing the 2020 @RBC_Heritage, @webbsimpson1! pic.twitter.com/8rS0pnsq1t— RBC (@RBC) June 22, 2020 „Þetta var ótrúlegur dagur,“ sagði Simpson eftir mótið við BBC en sigurinn mun fleyta honum upp í fimmta sæti heimslistans. Abraham Ancer var hársbreidd frá því að komast í bráðabana um sigurinn en pútt hans á síðustu holu geigaði. Var hann í öðru sæti á 21 höggi undir pari. Þar á eftir komu Daniel Berger og Terell Hatton, báðir á 20 höggum undir pari. Golf Íþróttir Tengdar fréttir Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Lokahringur RBC Heritagemótsins í golfi frestaðist fram yfir miðnætti en gífurleg var mikil spenna en fyrir lokahringinn voru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sæti. Fór það svo að Webb Simpson landaði sigri á nýju mótsmeti. Lauk hann leik á 22 höggum undir pari, aðeins einu höggi á undan Abraham Ancer. Lokahring mótsins – sem er hluti af PGA mótaröðinni – var frestað um þrjár klukkustundir vegna storms við strendur Suður-Karólínu þar sem mótið fór fram. Mikil spenna var fyrir lokahringinn en á tímabili voru sex kylfingar jafnir í efsta sæti. Hinn 34 ára gamli Simpson – sem á hvorki meira né minna en fimm börn – lék hins vegar nær óaðfinnanlega frá upphafi til enda. Fékk hann ekki einn skolla á mótinu en alls voru leiknar 64 holur. Þá fékk hann fimm fugla á síðustu sjö holum mótsins sem tryggðu honum sigur en alls lék hann eins og áður sagði á 22 höggum undir pari. Það var við hæfi að hann landað sigrinum á Feðradaginn sjálfan. Another win on #FathersDay for #TeamRBC s Webb Simpson! Congratulations on capturing the 2020 @RBC_Heritage, @webbsimpson1! pic.twitter.com/8rS0pnsq1t— RBC (@RBC) June 22, 2020 „Þetta var ótrúlegur dagur,“ sagði Simpson eftir mótið við BBC en sigurinn mun fleyta honum upp í fimmta sæti heimslistans. Abraham Ancer var hársbreidd frá því að komast í bráðabana um sigurinn en pútt hans á síðustu holu geigaði. Var hann í öðru sæti á 21 höggi undir pari. Þar á eftir komu Daniel Berger og Terell Hatton, báðir á 20 höggum undir pari.
Golf Íþróttir Tengdar fréttir Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Æsispennandi lokahringur framundan á RBC Heritage | Fjórir efstir Það er spennandi lokahringur framundan á RBC Heritage mótinu á morgun þar sem fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á 15 höggum undir pari eftir daginn í dag. 20. júní 2020 22:30