Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is.
Alls voru 762 sýni tekin á landamærum, sjö hjá Íslenskri erfðagreiningu og tíu hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Ekkert sýni reyndist heldur jákvætt hjá ÍE og Landspítalanum.
Alls eru átta virk smit í landinu og eru 312 manns í sóttkví.
Alls hafa 1.823 smit greinst á landinu frá því að faraldurinn hófst.