Mikilvægt að eiga vin í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júlí 2020 10:00 Rannsókn sem framkvæmd var í tíu löndum sýnir að mjög margir upplifa sig einmana í vinnunni. Vísir/Getty Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Global Work Connectivity stóð fyrir í tíu löndum má sjá að allt að helmingur starfsfólks í ólíkum atvinnugreinum er einmana í vinnunni. Þessi einmanaleiki skýrist þá fyrst og fremst af því að þessi hópur fólks segist ekki að eiga vin í vinnunni og finnur þar af leiðandi til einmanaleika. Rannsóknin náði til um tvö þúsund starfsmanna og stjórnenda og til viðbótar við það að greina hversu algengt það er að fólk sé einmana í vinnu er líka hægt að lesa úr niðurstöðunum hvers vegna það skiptir svo miklu máli að eignast vin eða vini í vinnunni. Ekki aðeins getur vinskapur haft jákvæð áhrif á líðan starfsmanna heldur sýndu niðurstöður að einmanaleiki dregur úr getu til framleiðni í vinnu. Fólk sem á hins vegar vin í vinnunni upplifir þann vinskap sem hvatningu til að vinna meira eða hraðar. Þá sögðust 60% svarenda vera líklegri til að starfa áfram hjá vinnuveitanda ef þeir ættu vin í vinnunni. Þeir sem sögðust ekki eiga vini í vinnunni, voru hins vegar líklegir til að vera að svipast um eftir öðru starfi eða ætla sér að gera það. Fólk sem á vin í vinnunni mælist betur helgað starfinu (e. engagement) en einmana starfsfólk og fólk sem á vin í vinnunni er líklegri til að sýna frumkvæði í starfi. Fyrirtækjamenningin skiptir miklu máli um það hvort margir eru einmana í vinnunni eða ekki. Á vinnustöðum þar sem staðið er fyrir reglulegum viðburðum eða hópeflisstundum mældust mun færri starfsmenn einmana. Starfsánægjan helst líka í hendur við það hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki og starfsfólk sem er einmana í vinnunni á erfiðara með að takast á við breytingar á vinnustaðnum því það upplifir sig ekki með neitt stuðningsnet meðal vinnufélaga. Til að sporna við einmanaleika í vinnu er mikilvægast að vinna að einhverri tengslamyndun við samstarfsfélaga sem síðan geta leitt til vinskapar. Að borða með vinnufélögum í hádeginu er ein leið og eins getur það myndað tengsl að bjóðast til að taka að sér verkefni eða að aðstoða vinnufélaga. Þá er mælt með því að bíða ekki eftir því að vinnufélagar kynni sig fyrir þér heldur taka af skarið og kynna sig fyrir vinnufélögum. Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Global Work Connectivity stóð fyrir í tíu löndum má sjá að allt að helmingur starfsfólks í ólíkum atvinnugreinum er einmana í vinnunni. Þessi einmanaleiki skýrist þá fyrst og fremst af því að þessi hópur fólks segist ekki að eiga vin í vinnunni og finnur þar af leiðandi til einmanaleika. Rannsóknin náði til um tvö þúsund starfsmanna og stjórnenda og til viðbótar við það að greina hversu algengt það er að fólk sé einmana í vinnu er líka hægt að lesa úr niðurstöðunum hvers vegna það skiptir svo miklu máli að eignast vin eða vini í vinnunni. Ekki aðeins getur vinskapur haft jákvæð áhrif á líðan starfsmanna heldur sýndu niðurstöður að einmanaleiki dregur úr getu til framleiðni í vinnu. Fólk sem á hins vegar vin í vinnunni upplifir þann vinskap sem hvatningu til að vinna meira eða hraðar. Þá sögðust 60% svarenda vera líklegri til að starfa áfram hjá vinnuveitanda ef þeir ættu vin í vinnunni. Þeir sem sögðust ekki eiga vini í vinnunni, voru hins vegar líklegir til að vera að svipast um eftir öðru starfi eða ætla sér að gera það. Fólk sem á vin í vinnunni mælist betur helgað starfinu (e. engagement) en einmana starfsfólk og fólk sem á vin í vinnunni er líklegri til að sýna frumkvæði í starfi. Fyrirtækjamenningin skiptir miklu máli um það hvort margir eru einmana í vinnunni eða ekki. Á vinnustöðum þar sem staðið er fyrir reglulegum viðburðum eða hópeflisstundum mældust mun færri starfsmenn einmana. Starfsánægjan helst líka í hendur við það hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki og starfsfólk sem er einmana í vinnunni á erfiðara með að takast á við breytingar á vinnustaðnum því það upplifir sig ekki með neitt stuðningsnet meðal vinnufélaga. Til að sporna við einmanaleika í vinnu er mikilvægast að vinna að einhverri tengslamyndun við samstarfsfélaga sem síðan geta leitt til vinskapar. Að borða með vinnufélögum í hádeginu er ein leið og eins getur það myndað tengsl að bjóðast til að taka að sér verkefni eða að aðstoða vinnufélaga. Þá er mælt með því að bíða ekki eftir því að vinnufélagar kynni sig fyrir þér heldur taka af skarið og kynna sig fyrir vinnufélögum.
Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Sjá meira