Innlent

Hand­tóku tvo sem grunaðir eru um fíkni­efna­sölu

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu frá lögreglu segir að árverkni lögreglumanns á frívakt hafi leitt til handtökunnar.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að árverkni lögreglumanns á frívakt hafi leitt til handtökunnar. Vísir/Vilhelm

Lögregla á Suðurnesjum handtók í síðustu viku tvo karlmenn sem staðnir voru að verki grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna. Í tilkynningu frá lögreglu segir að árverkni lögreglumanns á frívakt hafi leitt til handtökunnar.

Þar segir að við leit í sumarbústað og tveimur bílum hafi lögregla fundið umtalsvert magn af kannabisefnum og á fimmta hundrað þúsund í peningum sem talin eru vera ágóði af fíkniefnasölu.

„Mennirnir höfðu lagt bifreið sinni við hlið bifreiðar án skráningarnúmera þegar lögreglumaðurinn kom auga á þá. Voru þeir að læðupokast við að flytja eitthvað milli bifreiðanna. Lögregla mætti á vettvang og handtók mennina.

Við leit í bifreið þeirra fundust kannabisefni í neyslupakkningum í hólfi í afturstuðara hennar. Undir númerslausu bifreiðinni fannst svo enn meira kannabis sem komið hafði verið fyrir þar til geymslu.

Mönnunum var sleppt að lokinni skýrslutöku og sæta þeir tilkynningaskyldu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×