Fimmtán milljóna sekt vegna Airbnb-útleigu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 09:21 Konan leigði út gistirými í gegnum Airbnb vísir/vilhelm Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá en í úrskurði Yfirskattanefndar kemur fram að sektin er einnig tilkomin þar sem viðkomandi hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og innheimtum virðisaukaskatti vegna seldrar þjónustu á sömu árum. Konunni var gefið að sök að hafa staðið skattyfirvöldum skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2017 til og með 2019, vegna rekstraráranna 2016 til og með 2018, með því að vanrækja að gera grein fyrir rekstrartekjum sínum sem til voru komnar vegna sjálfstæðrar starfsemi hennar, samtals að fjárhæð 15,3 milljóna króna. Þá var henni gefið að sök að hafa vanrækt að tilkynna ríkiskattstjóra um virðisaukaskattsskylda starfsemi sína. Að mati skattrannsóknarstjóra nam vanframtalin skattskyld velta samtals 28,2 milljónum og vanframtalinn útskattur nam samtals 3,1 milljón. Í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra staðfesti konan að tekjurnar sem voru til skoðunar hjá yfirvöldum hafi verið greiðslur frá Airbnb vegna útleigu húsnæðis. Sagði hún að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar hafi lent í fjárhagserfiðleikum og byrjað að leigja herbergi út, síðan hafi fleiri bæst við. Í úrskurðinum segir að við rannsókn málsins og meðferð þess hafi ekkert komið fram sem hafi gefið tilefni til þess að miða við aðrar fjárhæðir en komu fram við rannsókn skattrannsóknarstjóra. Þarf konan að greiða sekt sem nemur 14,9 milljónum, þar af ellefu milljónir til ríkissjóðs og 3,9 milljónir til borgarsjóðs Reykjavíkur. Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá en í úrskurði Yfirskattanefndar kemur fram að sektin er einnig tilkomin þar sem viðkomandi hafi ekki staðið skil á virðisaukaskattsskýrslum og innheimtum virðisaukaskatti vegna seldrar þjónustu á sömu árum. Konunni var gefið að sök að hafa staðið skattyfirvöldum skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2017 til og með 2019, vegna rekstraráranna 2016 til og með 2018, með því að vanrækja að gera grein fyrir rekstrartekjum sínum sem til voru komnar vegna sjálfstæðrar starfsemi hennar, samtals að fjárhæð 15,3 milljóna króna. Þá var henni gefið að sök að hafa vanrækt að tilkynna ríkiskattstjóra um virðisaukaskattsskylda starfsemi sína. Að mati skattrannsóknarstjóra nam vanframtalin skattskyld velta samtals 28,2 milljónum og vanframtalinn útskattur nam samtals 3,1 milljón. Í skýrslutöku hjá skattrannsóknarstjóra staðfesti konan að tekjurnar sem voru til skoðunar hjá yfirvöldum hafi verið greiðslur frá Airbnb vegna útleigu húsnæðis. Sagði hún að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar hafi lent í fjárhagserfiðleikum og byrjað að leigja herbergi út, síðan hafi fleiri bæst við. Í úrskurðinum segir að við rannsókn málsins og meðferð þess hafi ekkert komið fram sem hafi gefið tilefni til þess að miða við aðrar fjárhæðir en komu fram við rannsókn skattrannsóknarstjóra. Þarf konan að greiða sekt sem nemur 14,9 milljónum, þar af ellefu milljónir til ríkissjóðs og 3,9 milljónir til borgarsjóðs Reykjavíkur.
Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira