Greina tonn frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. júní 2020 14:00 Melkorka Magnúsdóttir, Rebekka Ashley Egilsdóttir og Berglind Ósk Hlynsdóttir á sýningunni í Hönnunarsafni Íslands í dag. Vísir/Vilhelm Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga og beina sjónum að því magni af fatnaði og öðrum textíl sem fólk gefur í Rauða krossinn. Hópurinn á bakvið verkefnið ætlar að skoða heilt tonn af textíl sem Íslendingar hafa gefið í Rauða krossinn. „Þetta verður blanda af rannsóknarstofu, listastúdíói og flokkunarstöð,“ segir Berglind Ósk Hlynsdóttir ein af talskonum sýningarinnar í samtali við Vísi. Verkefnið er samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, og Textílmiðstö Íslands. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hvaðan er flíkin og hvernig eru aðstæðurnar? „Við erum núna á fullu að flokka og erum búnar að litaflokka tonnið og erum að taka hvern lit fyrir sig. Við ætlum að greina hvað fólk er að gefa í Rauða krossinum og skoða hvaða efni eru í þessu.“ Hópurinn ætlar að skoða hvernig textíl Íslendingar gefa í Rauða krossinn og hvaðan hann kemur, hvernig aðstæður þar eru og svo framvegis.Mynd/Flokk till you drop Meðal annars ætlar hópurinn að skipta þessu upp eftir því hvort þetta sé föt fyrir karla, konur, börn eða textíll fyrir heimilið. „Við skoðum líka hvar eru þau gerð. Markmiðið er að gefa fólki í landinu innsýn í það hvað þau eru að gefa í Rauða krossinn. Líka að gefa fólki innsýn í hvað það er að kaupa,“ útskýrir Berglind. „Hvaðan er flíkin og hvernig eru aðstæðurnar þar, þetta verður greint í þaula.“ Gera eitthvað fallegt úr ónýtum textíl Rauði krossinn lánaði hópnum textílinn og eftir að sýningunni lýkur fær hann að nota ónýtan textíl sem ekki er hægt að selja. Fólk gefur nefnilega líka ónothæfan textíl í söfnunargáma Rauða krossins. „Þá fáum við að gera eitthvað nýtt og fallegt úr því.“ Berglind ÓskVísir/Vilhelm Hægt er að fylgjast með verkefninu á Instagram og á Facebook. Á meðan sýningunni stendur er einnig hægt að sjá hópinn að störfum í Hönnunarsafni Íslands á milli 12 og 17. Aðilar sem verða þar við störf eru Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemandi í fatahönnun við LHI, Rebekka Ashley Egilsdóttir, nemandi í vöruhönnun við LHI og Melkorka Magnúsdóttir nemandi í mannfræði við HÍ. Hvað verður um þennan efnivið? Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr einu tonni? Er hægt að nýta hönnun til að auka virði hráefnisins? Þessar og fleiri spurningar ætlar hópurinn að takast á við meðan á verkefninu stendur. Nánari upplýsingar má finna á síðu viðburðarins. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars. Tíska og hönnun HönnunarMars Umhverfismál Tengdar fréttir HönnunarMars miðlað með nýjum hætti til að veita innsýn í hugarheim hönnuða á óvissutímum HönnunarMars kynnir Studio 2020. Dagskrá Studio 2020 samanstendur af fjölbreyttum viðtölum, beinum útsendingum og streymi, gjörningum og hlaðvarpi. 22. júní 2020 21:03 Heimsþekktir hönnuðir á verðlaunasýningu á HönnunarMars Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 22. júní 2020 16:30 Íslenska ullin og hennar einstaka áferð með mikilvægt hlutverk í línu innblásinni af lóninu Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, hannaði sérstaka línu í samstarfi við Bláa lónið sem kynnt verður á HönnunarMars. 22. júní 2020 14:00 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga og beina sjónum að því magni af fatnaði og öðrum textíl sem fólk gefur í Rauða krossinn. Hópurinn á bakvið verkefnið ætlar að skoða heilt tonn af textíl sem Íslendingar hafa gefið í Rauða krossinn. „Þetta verður blanda af rannsóknarstofu, listastúdíói og flokkunarstöð,“ segir Berglind Ósk Hlynsdóttir ein af talskonum sýningarinnar í samtali við Vísi. Verkefnið er samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, og Textílmiðstö Íslands. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hvaðan er flíkin og hvernig eru aðstæðurnar? „Við erum núna á fullu að flokka og erum búnar að litaflokka tonnið og erum að taka hvern lit fyrir sig. Við ætlum að greina hvað fólk er að gefa í Rauða krossinum og skoða hvaða efni eru í þessu.“ Hópurinn ætlar að skoða hvernig textíl Íslendingar gefa í Rauða krossinn og hvaðan hann kemur, hvernig aðstæður þar eru og svo framvegis.Mynd/Flokk till you drop Meðal annars ætlar hópurinn að skipta þessu upp eftir því hvort þetta sé föt fyrir karla, konur, börn eða textíll fyrir heimilið. „Við skoðum líka hvar eru þau gerð. Markmiðið er að gefa fólki í landinu innsýn í það hvað þau eru að gefa í Rauða krossinn. Líka að gefa fólki innsýn í hvað það er að kaupa,“ útskýrir Berglind. „Hvaðan er flíkin og hvernig eru aðstæðurnar þar, þetta verður greint í þaula.“ Gera eitthvað fallegt úr ónýtum textíl Rauði krossinn lánaði hópnum textílinn og eftir að sýningunni lýkur fær hann að nota ónýtan textíl sem ekki er hægt að selja. Fólk gefur nefnilega líka ónothæfan textíl í söfnunargáma Rauða krossins. „Þá fáum við að gera eitthvað nýtt og fallegt úr því.“ Berglind ÓskVísir/Vilhelm Hægt er að fylgjast með verkefninu á Instagram og á Facebook. Á meðan sýningunni stendur er einnig hægt að sjá hópinn að störfum í Hönnunarsafni Íslands á milli 12 og 17. Aðilar sem verða þar við störf eru Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemandi í fatahönnun við LHI, Rebekka Ashley Egilsdóttir, nemandi í vöruhönnun við LHI og Melkorka Magnúsdóttir nemandi í mannfræði við HÍ. Hvað verður um þennan efnivið? Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr einu tonni? Er hægt að nýta hönnun til að auka virði hráefnisins? Þessar og fleiri spurningar ætlar hópurinn að takast á við meðan á verkefninu stendur. Nánari upplýsingar má finna á síðu viðburðarins. HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Á hátíðinni leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars fer fram með breyttu sniði í ár en tugir hönnuða taka þátt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánar verður fjallað um hátíðina hér á Vísi næstu daga. Einhverjir viðburðir eru opnir lengur en þessa fimm daga og nánar má lesa um dagskránna á vef HönnunarMars.
Tíska og hönnun HönnunarMars Umhverfismál Tengdar fréttir HönnunarMars miðlað með nýjum hætti til að veita innsýn í hugarheim hönnuða á óvissutímum HönnunarMars kynnir Studio 2020. Dagskrá Studio 2020 samanstendur af fjölbreyttum viðtölum, beinum útsendingum og streymi, gjörningum og hlaðvarpi. 22. júní 2020 21:03 Heimsþekktir hönnuðir á verðlaunasýningu á HönnunarMars Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 22. júní 2020 16:30 Íslenska ullin og hennar einstaka áferð með mikilvægt hlutverk í línu innblásinni af lóninu Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, hannaði sérstaka línu í samstarfi við Bláa lónið sem kynnt verður á HönnunarMars. 22. júní 2020 14:00 Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
HönnunarMars miðlað með nýjum hætti til að veita innsýn í hugarheim hönnuða á óvissutímum HönnunarMars kynnir Studio 2020. Dagskrá Studio 2020 samanstendur af fjölbreyttum viðtölum, beinum útsendingum og streymi, gjörningum og hlaðvarpi. 22. júní 2020 21:03
Heimsþekktir hönnuðir á verðlaunasýningu á HönnunarMars Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic. 22. júní 2020 16:30
Íslenska ullin og hennar einstaka áferð með mikilvægt hlutverk í línu innblásinni af lóninu Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi Farmers Market, hannaði sérstaka línu í samstarfi við Bláa lónið sem kynnt verður á HönnunarMars. 22. júní 2020 14:00