Innlent

Einn greindist með veiruna við landamæraskimun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Alls hafa nú tólf greinst með veiruna við landamæraskimun.
Alls hafa nú tólf greinst með veiruna við landamæraskimun. Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús

Kórónuveiran greindist í einum einstaklingi við landamæraskimun síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls hafa því 1824 greinst með veiruna frá upphafi faraldursins, þar af ellefu við landamæraskimun.

Átta virk smit eru á landinu en einum hefur batnað milli daga. Þá eru 279 í sóttkví og fækkar þeim um 33 síðan í gær. Yfir 70 þúsund sýni hafa nú verið tekin hér á landi frá upphafi faraldurs.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gat þess á upplýsingafundi vegna veirunnar í gær að alls hefði veiran greinst í ellefu einstaklingum við landamæraskimun. Þar tók Þórólfur með smitið sem bætist við tölurnar á Covid.is í dag.

Þá kom einnig fram í máli Þórólfs að þó að veiran greinist í tilteknum fjölda einstaklinga segi það ekki alla söguna. Í gær voru til að mynda aðeins tveir af ellefu sem greinst höfðu við landamæraskimun með virk smit og í einangrun. Hinir níu voru með „gömul smit“, þ.e. höfðu þegar fengið veiruna og voru með virkt mótefni fyrir henni. Þeir þurfa því ekki að sæta einangrun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×