Fá miskabætur vegna húsleitar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 14:42 Héraðsdómur segir að ekkert bendi til þess að aðgerðir lögreglu hafi ekki verið löglegar, engu að síður eigi stefnendur rétt á bótum vegna húsleitar þar sem þau hafi sér ekkert til sakar unnið. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi maka manns sem handtekinn var fyrir kannabisræktun og þremur börnum hennar miskabætur eftir að lögregla gerði húsleit á heimili þeirra í tengslum við brot mannsins. Öll gerðu þau kröfu um tveggja milljóna króna miskabætur vegna aðgerða lögreglu í málinu sem rekja má til þess að maðurinn var handtekinn þann 22. nóvember 2018. Maðurinn var handtekinn fyrir utan grunnskóla er hann var að sækja son sinn, einn stefnanda í málinu. Lögregla hafði grunað að maðurinn væri að rækta kannabisplöntur í sumarhúsi sem þá var heimili hans, fyrrverandi makans, barnanna tveggja og bróður þeirra. Við leit í skúr við sumarhúsið fundust plöntur og tæki til ræktunar. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert bendi til annars en að aðgerðir lögreglu umræddan dag hafi í heild sinni verið lögmætar og meðalhófs gætt. Engu að síður eigi stefnendur rétt á miskabótum vegna húsleitar samkvæmt lögum um sakamál, þar sem hún feli óhjákvæmilega í sér röskun á friðhelgi einkalífs og heimilis þeirra, þar sem þau hafi ekkert sér til sakar unnið í málinu, en aðgerðir lögreglu umræddan dag beindust gegn manninum. Alls þarf íslenska ríkið að greiða makanum og syni hennar 75 þúsund krónur og börn hennar tvö fá greiddar 150 þúsund krónur í miskabætur. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi maka manns sem handtekinn var fyrir kannabisræktun og þremur börnum hennar miskabætur eftir að lögregla gerði húsleit á heimili þeirra í tengslum við brot mannsins. Öll gerðu þau kröfu um tveggja milljóna króna miskabætur vegna aðgerða lögreglu í málinu sem rekja má til þess að maðurinn var handtekinn þann 22. nóvember 2018. Maðurinn var handtekinn fyrir utan grunnskóla er hann var að sækja son sinn, einn stefnanda í málinu. Lögregla hafði grunað að maðurinn væri að rækta kannabisplöntur í sumarhúsi sem þá var heimili hans, fyrrverandi makans, barnanna tveggja og bróður þeirra. Við leit í skúr við sumarhúsið fundust plöntur og tæki til ræktunar. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert bendi til annars en að aðgerðir lögreglu umræddan dag hafi í heild sinni verið lögmætar og meðalhófs gætt. Engu að síður eigi stefnendur rétt á miskabótum vegna húsleitar samkvæmt lögum um sakamál, þar sem hún feli óhjákvæmilega í sér röskun á friðhelgi einkalífs og heimilis þeirra, þar sem þau hafi ekkert sér til sakar unnið í málinu, en aðgerðir lögreglu umræddan dag beindust gegn manninum. Alls þarf íslenska ríkið að greiða makanum og syni hennar 75 þúsund krónur og börn hennar tvö fá greiddar 150 þúsund krónur í miskabætur.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira