Varar við afleiðingum kórónuveiru og inflúensu á heilbrigðiskerfið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 17:42 Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna og Brett Ðþ Giroir, aðstoðarheilbrigðis- og -félagsmálaráðherra hlýða á Stephen M. Hahn, yfirmann matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna. Fjórmenningarnir mættu fyrir þingnefnd í dag. EPA/KEVIN DIETSCH Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. Tilfellum kórónuveiru fjölgar enn í um helmingi ríkja Bandaríkjanna og telja heilbrigðissérfræðingar að verði faraldurinn enn í hæstu hæðum þegar inflúensuveiran lætur á sér kræla með haustinu muni það hafa alvarlegar afleiðingar. Fauci mætti fyrir þingnefnd í dag ásamt yfirmönnum Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Matvæla- og lyfjaeftirlitsins og sérfræðingi hjá Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu. Sérfræðingarnir sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að óvíst sé hve lengi kórónuveirufaraldurinn muni vera í Bandaríkjunum en að þeir búist við að hann muni ekki hverfa nærri því strax. Þá sé óvíst hvað muni gerast ef faraldurinn verður enn í hæstu hæðum þegar „flensu-tíðin“ kemur í haust en að ljóst sé að það muni leika heilbrigðiskerfi landsins grátt. „Ef að kórónuveiran og inflúensan verða virkar á sama tíma gæti það verið gríðarleg byrði fyrir heilbrigðiskerfið, sérstaklega hvað varðar sjúkrapláss, getu til að greina sýni, hlífðarbúnað fyrir starfsfólk og öryggi þess,“ sagði í yfirlýsingunni. „Vegna þess að það er líklegt að kórónuveiran verði hér áfram er mikilvægara en ella að vera bólusettur fyrir flensunni.“ Frá því að Fauci mætti síðast fyrir nefnd hafa ýmsar tilslakanir tekið gildi í Bandaríkjunum. Útgöngubanni hefur víða verið létt og fyrirtæki hafa opnað á ný. Það hefur þó verið gert mishratt milli ríkja og eru sum ríki mun varkárri en önnur. Meðal þeirra ríkja sem hafa gengið harðast fram í tilslökunum eru Texas, Flórída og Arizona en þar hefur kórónuveirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Anthony Fauci, helsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjaþing í dag við því hve þung byrði það mun verða fyrir bandarískt heilbrigðiskerfi hægist ekki á kórónuveirufaraldrinum fyrir haustið. Tilfellum kórónuveiru fjölgar enn í um helmingi ríkja Bandaríkjanna og telja heilbrigðissérfræðingar að verði faraldurinn enn í hæstu hæðum þegar inflúensuveiran lætur á sér kræla með haustinu muni það hafa alvarlegar afleiðingar. Fauci mætti fyrir þingnefnd í dag ásamt yfirmönnum Sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna, Matvæla- og lyfjaeftirlitsins og sérfræðingi hjá Heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu. Sérfræðingarnir sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að óvíst sé hve lengi kórónuveirufaraldurinn muni vera í Bandaríkjunum en að þeir búist við að hann muni ekki hverfa nærri því strax. Þá sé óvíst hvað muni gerast ef faraldurinn verður enn í hæstu hæðum þegar „flensu-tíðin“ kemur í haust en að ljóst sé að það muni leika heilbrigðiskerfi landsins grátt. „Ef að kórónuveiran og inflúensan verða virkar á sama tíma gæti það verið gríðarleg byrði fyrir heilbrigðiskerfið, sérstaklega hvað varðar sjúkrapláss, getu til að greina sýni, hlífðarbúnað fyrir starfsfólk og öryggi þess,“ sagði í yfirlýsingunni. „Vegna þess að það er líklegt að kórónuveiran verði hér áfram er mikilvægara en ella að vera bólusettur fyrir flensunni.“ Frá því að Fauci mætti síðast fyrir nefnd hafa ýmsar tilslakanir tekið gildi í Bandaríkjunum. Útgöngubanni hefur víða verið létt og fyrirtæki hafa opnað á ný. Það hefur þó verið gert mishratt milli ríkja og eru sum ríki mun varkárri en önnur. Meðal þeirra ríkja sem hafa gengið harðast fram í tilslökunum eru Texas, Flórída og Arizona en þar hefur kórónuveirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44 Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. 22. júní 2020 08:44
Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56
Varar við myrkasta vetri sögunnar Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. 14. maí 2020 15:29