Björgunarsveitir í Vogum og Reykjanesbæ voru kallaðar út um klukkan 21:20 eftir að tilkynning barst frá íbúa í Vogum um hlut sem sést hafði í sjónum um 300 metra frá landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.
Um það bil 15 mínútum voru björgunarbátar komnir á vettvang. Stuttu síðar fannst tómt fiskikar fljótandi í sjónum. Tveir björgunarbátar halda áfram til á svæðinu til þess að leita af sér allan grun og staðfesta að fiskikarið sé hluturinn sem tilkynnt var um.