Menning

Hönnunarmars hefst í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hönnunarmars

Hönnunarmars hefst formlega í dag. Hátíðin átti að fara fram í lok marsmánaðar, líkt og undanfarin ár og nafnið sjálft gefur til kynna, en aðstandendur hátíðarinnar þurftu að fresta henni þar til nú; 24.-28. júní vegna Covid-19 faraldursins.

Hátíðin í ár verður með breyttu sniði. Áhersla verður lögð á smærri sýningar og hönnuðina sjálfa en stórir viðburðir fara fram á næsta ári. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar á hönnunarmars.is.


Tengdar fréttir

Heimsþekktir hönnuðir á verðlaunasýningu á HönnunarMars

Félag íslenskra teiknara verður með tvær alþjóðlegar verðlaunasýningar á Hafnartorgi í tilefni af HönnunarMars 2020, sem fer fram dagana 24. til 28. júní. Um er að ræða farandsýningu Art Directors Club of Europe þar sem verðlaunuð verk víðsvegar að úr Evrópu verða til sýnis og Tolerance Project listamannsins Mirko Ilic.

Fann upp plöntur sem þarf ekki að vökva

Listamaðurinn Halldór Eldjárn kynnir verk sín á HönnunarMars í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda líka utan um listamenn sem kjósa að fara ekki í hefðbundið listnám. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.