Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Samúel Karl Ólason skrifar 24. júní 2020 08:35 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Yuri Gripas Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þessar ákvarðanir hafi byggt á pólitík og vilja Barr og annarra til að hjálpa Trump og fylgja vilja hans. Aaron Zelensky, saksóknari, mun mæta á fund dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag og meðal annars svara spurningum um málið Roger Stone, vinar Trump til langs tíma og ráðgjafa hans. Samkvæmt frétt Washington Post, sem byggir á því sem Zelensky mun segja í upphafi fundarins, mun saksóknarinn segja að þeir sem komu að málinu gegn Stone hafi orðið fyrir gífurlegum þrýstingi frá hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins um að létta refsingu Stone og koma vel fram við hann vegna sambands hans og forsetans. Allir saksóknararnir fjórir sem komu að málinu gegn Stone sögðu sig skyndilega frá því í febrúar, vegna inngrips ráðuneytisins. Stone var dæmdur fyrir að ljúga að bandaríska þinginu, ógna vitni og að hindra framgang réttvísinnar og kröfðust saksóknarar að hann yrði dæmdur til sjö til níu ára fangelsisvistar. Í kjölfar þess tísti Trump um það hve „hræðilega“ og „ósanngjarna“ meðferð Stone fengi og skömmu eftir það tilkynnti ráðuneytið að milda ætti refsikröfuna á þann veg að Stone myndi sitja inn að hámarki í fjögur ár. Hann var að endingu dæmdur til 40 mánaða fangelsisvistar en Trump hefur gefið í skyn að hann muni náða vin sinn. Karri Kupec, talskona Dómsmálaráðuneytisins, tjáði sig um ræðu Zelensky, eftir að hún var birt fyrir fundinn í dag, og sagði að Barr hefði talið refsikröfuna gegn Stone allt of stranga og að hún hefði ekki verið í samræmi við önnur sambærileg mál. Hún sagði Barr ekki hafa rætt þá ákvörðun við Trump eða nokkurn mann í Hvíta húsinu. Eins og áður segir hafði Trump þó tíst um málið og var vilji hans augljós. Kupec sagði einnig að Barr hefði ávallt tryggt að störf sín tækju mið af lögum en ekki pólitík. Barr hefur þó margsinnis verið sakaður um að haga sér ekki eins og dómsmálaráðherra heldur einkalögmaður Trump og grafa undan sjálfstæði Dómsmálaráðuneytisins. John Elias mun einnig mæta á fund dómsmálanefndarinnar í dag en hann hefur starfað í samkeppniseftirlit dómsmálaráðuneytisins. Hann mun segja að Barr hafi skipað starfsmönnum að rannsaka sameiningar maríjúanafyrirtækja og þá eingöngu vegna þess að honum var illa við greinina sjálfa. Samkeppniseftirlitið var einnig látið rannsaka samninga á milli Kaliforníu og bílaframleiðenda í Bandaríkjunum en Trump hafði þá gagnrýnt þá samninga harðlega á Twitter. Löngu seinna, þegar því máli virtist lokið var deildinni skipað að rannsaka tilkynningu ráðamanna í Kaliforníu um að ríkið myndi ekki eiga í viðskiptum við bílaframleiðendur sem standist ekki umhverfiskröfur ríkisins. Trump hefur lengi og ítrekað gagnrýnt Kaliforníu fyrir að vera með strangar reglur um eldsneytisnotkun og útblástur bíla. Þær reglur eru strangari en almennar reglur í Bandaríkjunum og hefur Trump reynt að þvinga Kaliforníu til að fella þær reglur niður. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13 Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þessar ákvarðanir hafi byggt á pólitík og vilja Barr og annarra til að hjálpa Trump og fylgja vilja hans. Aaron Zelensky, saksóknari, mun mæta á fund dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag og meðal annars svara spurningum um málið Roger Stone, vinar Trump til langs tíma og ráðgjafa hans. Samkvæmt frétt Washington Post, sem byggir á því sem Zelensky mun segja í upphafi fundarins, mun saksóknarinn segja að þeir sem komu að málinu gegn Stone hafi orðið fyrir gífurlegum þrýstingi frá hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins um að létta refsingu Stone og koma vel fram við hann vegna sambands hans og forsetans. Allir saksóknararnir fjórir sem komu að málinu gegn Stone sögðu sig skyndilega frá því í febrúar, vegna inngrips ráðuneytisins. Stone var dæmdur fyrir að ljúga að bandaríska þinginu, ógna vitni og að hindra framgang réttvísinnar og kröfðust saksóknarar að hann yrði dæmdur til sjö til níu ára fangelsisvistar. Í kjölfar þess tísti Trump um það hve „hræðilega“ og „ósanngjarna“ meðferð Stone fengi og skömmu eftir það tilkynnti ráðuneytið að milda ætti refsikröfuna á þann veg að Stone myndi sitja inn að hámarki í fjögur ár. Hann var að endingu dæmdur til 40 mánaða fangelsisvistar en Trump hefur gefið í skyn að hann muni náða vin sinn. Karri Kupec, talskona Dómsmálaráðuneytisins, tjáði sig um ræðu Zelensky, eftir að hún var birt fyrir fundinn í dag, og sagði að Barr hefði talið refsikröfuna gegn Stone allt of stranga og að hún hefði ekki verið í samræmi við önnur sambærileg mál. Hún sagði Barr ekki hafa rætt þá ákvörðun við Trump eða nokkurn mann í Hvíta húsinu. Eins og áður segir hafði Trump þó tíst um málið og var vilji hans augljós. Kupec sagði einnig að Barr hefði ávallt tryggt að störf sín tækju mið af lögum en ekki pólitík. Barr hefur þó margsinnis verið sakaður um að haga sér ekki eins og dómsmálaráðherra heldur einkalögmaður Trump og grafa undan sjálfstæði Dómsmálaráðuneytisins. John Elias mun einnig mæta á fund dómsmálanefndarinnar í dag en hann hefur starfað í samkeppniseftirlit dómsmálaráðuneytisins. Hann mun segja að Barr hafi skipað starfsmönnum að rannsaka sameiningar maríjúanafyrirtækja og þá eingöngu vegna þess að honum var illa við greinina sjálfa. Samkeppniseftirlitið var einnig látið rannsaka samninga á milli Kaliforníu og bílaframleiðenda í Bandaríkjunum en Trump hafði þá gagnrýnt þá samninga harðlega á Twitter. Löngu seinna, þegar því máli virtist lokið var deildinni skipað að rannsaka tilkynningu ráðamanna í Kaliforníu um að ríkið myndi ekki eiga í viðskiptum við bílaframleiðendur sem standist ekki umhverfiskröfur ríkisins. Trump hefur lengi og ítrekað gagnrýnt Kaliforníu fyrir að vera með strangar reglur um eldsneytisnotkun og útblástur bíla. Þær reglur eru strangari en almennar reglur í Bandaríkjunum og hefur Trump reynt að þvinga Kaliforníu til að fella þær reglur niður.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13 Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13
Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38
Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11
Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05
Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00