„Eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. júní 2020 11:30 Patrick leikur sér að varnarmönnum Vals um helgina. vísir/s2s Valur lenti í engum vandræðum með Gróttu um helgina er liðin mættust í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni sögðu Valsmenn hafa fengið alltof mikið pláss og tíma í leiknum. Grótta er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í frumraun sinni í efstu deild en liðið hefur fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum gegn Breiðabliki og Val. Sigurvin Ólafsson sér ekki hvernig Grótta á að fara að því að vinna leiki ef þeir lenda undir. „Maður sér bara ekki hvernig í fjandanum þeir eiga að koma til baka. Eins og staðan er núna þá sér maður þá ekki ná í stig nema að þeir skori fyrsta markið,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi Tómasson benti á plássið sem Valsararnir fengu um helgina en þeir fengu að spila boltanum léttilega á milli sín inni í vítateig Gróttu. „Sérðu allt plássið sem þeir hafa. Þeir eru með flesta fyrir allan boltann en þeir eru í reitabolti inn í teig. Það sem vantar hjá þeim er að vera nær mönnunum. Valsararnir höfðu þrjá til sjö metra til að vinna með og Vals-liðið er of gott til að þú gefir þeim þennan séns.“ Sigurvin sagði að þetta liti út eins og æfing fyrir Valsara á köflum og það vantaði bara að Heimir Guðjónsson fengi aðeins að stoppa og fara yfir nokkur atriði. „Þeir eru eins og keilur í þessum leik. Þegar Valsmenn eru að byggja upp sóknir þá vantaði stundum bara Heimi Guðjónsson og segja: Stopp. Og færi aðeins yfir sóknarleikinn í rólegheitunum.“ Tómas Ingi var ekki hrifinn af varnarlínu Gróttu. „Svo ertu með fjögurra manna vörn og tvo hafsenta. Patrick Pedersen, hann fékk bara alltaf boltann. Hvorugur þeirra stimplaði upp. Það gerðist ekki í leiknum. Þetta er eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki,“ sagði Tómas Ingi. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um leik Vals og Gróttu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Valur Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Sjá meira
Valur lenti í engum vandræðum með Gróttu um helgina er liðin mættust í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla. Spekingarnir í Pepsi Max-stúkunni sögðu Valsmenn hafa fengið alltof mikið pláss og tíma í leiknum. Grótta er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í frumraun sinni í efstu deild en liðið hefur fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur leikjunum gegn Breiðabliki og Val. Sigurvin Ólafsson sér ekki hvernig Grótta á að fara að því að vinna leiki ef þeir lenda undir. „Maður sér bara ekki hvernig í fjandanum þeir eiga að koma til baka. Eins og staðan er núna þá sér maður þá ekki ná í stig nema að þeir skori fyrsta markið,“ sagði Sigurvin. Tómas Ingi Tómasson benti á plássið sem Valsararnir fengu um helgina en þeir fengu að spila boltanum léttilega á milli sín inni í vítateig Gróttu. „Sérðu allt plássið sem þeir hafa. Þeir eru með flesta fyrir allan boltann en þeir eru í reitabolti inn í teig. Það sem vantar hjá þeim er að vera nær mönnunum. Valsararnir höfðu þrjá til sjö metra til að vinna með og Vals-liðið er of gott til að þú gefir þeim þennan séns.“ Sigurvin sagði að þetta liti út eins og æfing fyrir Valsara á köflum og það vantaði bara að Heimir Guðjónsson fengi aðeins að stoppa og fara yfir nokkur atriði. „Þeir eru eins og keilur í þessum leik. Þegar Valsmenn eru að byggja upp sóknir þá vantaði stundum bara Heimi Guðjónsson og segja: Stopp. Og færi aðeins yfir sóknarleikinn í rólegheitunum.“ Tómas Ingi var ekki hrifinn af varnarlínu Gróttu. „Svo ertu með fjögurra manna vörn og tvo hafsenta. Patrick Pedersen, hann fékk bara alltaf boltann. Hvorugur þeirra stimplaði upp. Það gerðist ekki í leiknum. Þetta er eins og hann sé að spila gegn einhverjum úr sjötta flokki,“ sagði Tómas Ingi. Klippa: Pepsi Max-stúkan - Umræða um leik Vals og Gróttu
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Grótta Valur Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Sjá meira