NBA-stjarnan Nikola Jokic, sem leikur með Denver Nuggets, hefur verið greindur með kórónuveiruna. Hann fór í skimun í heimalandinu Serbíu og reyndist sýnið jákvætt.
Þetta gerist aðeins nokkrum dögum eftir að hann sást faðma vin sinn Novak Djokovic, atvinnumann í tennis sem er efstur á heimslistanum eins og er. Djokovic og konan hans hafa einnig greinst með veiruna.
Jokic og Djokovic hittust í Belgrad og sáust saman á körfuboltaleik þann 11. júní og var tveggja metra reglan svokallaða ekki í hávegum höfð hjá þeim. Það liggja þó engar sannanir fyrir því að annar þeirra hafi smitað hinn.
Djokovic hélt sitt eigið tennis-mót í Serbíu og seinna um kvöldið voru leikmenn myndaðir þar sem þeir dönsuðu nálægt hvorum öðrum á næturklúbbi.
Prayers up to all the players that have contracted Covid - 19. Don t @ me for anything I ve done that has been irresponsible or classified as stupidity - this takes the cake. https://t.co/lVligELgID
— Nicholas Kyrgios (@NickKyrgios) June 23, 2020
Djokovic hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Twitter-reikningi sínum.
— Novak Djokovic (@DjokerNole) June 23, 2020
Þetta þýðir að ferð Jokic til Bandaríkjanna, þar sem hann átti að byrja að æfa með liðsfélögum sínum í Denver, frestast í bili. ESPN segir þó að hann muni geta ferðast þangað innan viku.
Jokic er sagður einkennalaus en þarf að greinast með neikvætt sýni tvisvar á sama sólarhringnum til að mega ferðast aftur. NBA-deildin fer aftur af stað 30. júlí.