Um umhverfisvæna endurvinnslu á bílum og bílavarahlutum Aðalheiður Jacobsen skrifar 24. júní 2020 12:30 Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. Flokkun á því sem til fellur heima fyrir er orðin hluti af heimilishaldi fólks og við erum sífellt meðvitaðri um að hlutir séu ekki endilega ónýtir eða úr sér gengnir eftir einhverja notkun. Við viljum að sama skapi geta valið vörur sem eru framleiddar eða meðhöndlaðar með ábyrgum hætti eða verslað við aðila sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í rekstri. Það styður við okkar eigin skoðun eða umhverfisstefnu. Þetta getur átt við um flesta hluti í okkar lífi – þar á meðal bílana okkar. Bílafloti og bílanotkun Íslendinga er oft heitt umræðuefni þegar rætt er um sjálfbærni. Sem rekstraraðili umhverfisvottaðrar endurvinnslu á bifreiðum og sölu á rekjanlegum bílavarahlutum er mitt hugðarefni hvernig hægt er að viðhalda þeim bílum sem sem nú eru á götunni með sem umhverfisvænstum hætti, eða þar til að nýjar og umhverfisvænni bifreiðar hafa tekið yfir sviðið með þeim áskorunum sem þeim fylgja. Markmið mitt er að efla notkun Íslendinga á notuðum bílavarahlutum sem og að endurvinna eða nýta allt annað sem fellur til af bifreiðum, annað hvort til nýsköpunar eða til annarrar vöruframleiðslu. Úr afskráðum bílum falla nefnilega einnig til önnur verðmæti, eins og járn, ál og plast og fleira sem fer áfram til endurnýtingar í aðra nytjahluti. Eins falla til spilliefni sem hægt er að endurnýta eða ganga þarf frá með réttum hætti. Úr sér gengnar bifreiðar eru ein mest endurunna neytendavara í heiminum í dag. Með umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða og aukinni notkun notaðra varahluta gegnum við mikilvægu hlutverki í hringrásarkerfinu, þar sem markmiðið er að allt það sem til fellur úr bifreiðum geti nýst í aðra framleiðslu ef ekki nýtanlega varahluti. Hjá okkur á Netpörtumfer í dag um 85% bifreiðarinnar til endurvinnslu og afgangur í förgun eða urðun. Okkar markmið er að hækka þetta hlutfall sem mest. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni, það hvetur okkur til að huga að umhverfinu og þeim takmörkuðu auðlindum sem okkur ber skylda til að ganga vel um. Notkun notaðra varahluta í bifreiðar á Íslandi er nú um 3-5% en er til samanburðar hátt í 12-15% í Svíþjóð. Það er spurning hvers vegna þessi tala er svona lág hjá okkur, en sennilega þurfum við að breyta þeim hugsunarhætti að notuðum varahlutum sé síður treystandi. Það gerist ekki nema að viðskiptavinir geti með gagnsæjum hætti fengið vissu fyrir hvernig varan hefur verið meðhöndluð af rekstraraðila eða hvort hægt sé að ábyrgjast hana að einhverju leyti. Með meiri notkun á notuðum bílavarahlutum minnkar þörfin fyrir að framleiða nýja varahluti, sem hefur allt áhrif á umhverfið. Þegar bíllinn bilar, þá eru töluverðar líkur á að rétta varahlutinn sé að finna í fullkomnu lagi hér heima, þrátt fyrir að hann sé notaður. Notaður bílavarahlutur getur nefnilega verið góð hugmynd fyrir viðskiptavininn, því hann er ódýrari - fyrir bílinn, ef hann er rekjanlegur - og fyrir umhverfið, því hann er endurnýttur. H öfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu af ýmsum toga til verndar umhverfinu og loftslagi er flestum ljóst. Flokkun á því sem til fellur heima fyrir er orðin hluti af heimilishaldi fólks og við erum sífellt meðvitaðri um að hlutir séu ekki endilega ónýtir eða úr sér gengnir eftir einhverja notkun. Við viljum að sama skapi geta valið vörur sem eru framleiddar eða meðhöndlaðar með ábyrgum hætti eða verslað við aðila sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í rekstri. Það styður við okkar eigin skoðun eða umhverfisstefnu. Þetta getur átt við um flesta hluti í okkar lífi – þar á meðal bílana okkar. Bílafloti og bílanotkun Íslendinga er oft heitt umræðuefni þegar rætt er um sjálfbærni. Sem rekstraraðili umhverfisvottaðrar endurvinnslu á bifreiðum og sölu á rekjanlegum bílavarahlutum er mitt hugðarefni hvernig hægt er að viðhalda þeim bílum sem sem nú eru á götunni með sem umhverfisvænstum hætti, eða þar til að nýjar og umhverfisvænni bifreiðar hafa tekið yfir sviðið með þeim áskorunum sem þeim fylgja. Markmið mitt er að efla notkun Íslendinga á notuðum bílavarahlutum sem og að endurvinna eða nýta allt annað sem fellur til af bifreiðum, annað hvort til nýsköpunar eða til annarrar vöruframleiðslu. Úr afskráðum bílum falla nefnilega einnig til önnur verðmæti, eins og járn, ál og plast og fleira sem fer áfram til endurnýtingar í aðra nytjahluti. Eins falla til spilliefni sem hægt er að endurnýta eða ganga þarf frá með réttum hætti. Úr sér gengnar bifreiðar eru ein mest endurunna neytendavara í heiminum í dag. Með umhverfisvænni endurvinnslu bifreiða og aukinni notkun notaðra varahluta gegnum við mikilvægu hlutverki í hringrásarkerfinu, þar sem markmiðið er að allt það sem til fellur úr bifreiðum geti nýst í aðra framleiðslu ef ekki nýtanlega varahluti. Hjá okkur á Netpörtumfer í dag um 85% bifreiðarinnar til endurvinnslu og afgangur í förgun eða urðun. Okkar markmið er að hækka þetta hlutfall sem mest. Með þessu stuðlum við að sjálfbærni, það hvetur okkur til að huga að umhverfinu og þeim takmörkuðu auðlindum sem okkur ber skylda til að ganga vel um. Notkun notaðra varahluta í bifreiðar á Íslandi er nú um 3-5% en er til samanburðar hátt í 12-15% í Svíþjóð. Það er spurning hvers vegna þessi tala er svona lág hjá okkur, en sennilega þurfum við að breyta þeim hugsunarhætti að notuðum varahlutum sé síður treystandi. Það gerist ekki nema að viðskiptavinir geti með gagnsæjum hætti fengið vissu fyrir hvernig varan hefur verið meðhöndluð af rekstraraðila eða hvort hægt sé að ábyrgjast hana að einhverju leyti. Með meiri notkun á notuðum bílavarahlutum minnkar þörfin fyrir að framleiða nýja varahluti, sem hefur allt áhrif á umhverfið. Þegar bíllinn bilar, þá eru töluverðar líkur á að rétta varahlutinn sé að finna í fullkomnu lagi hér heima, þrátt fyrir að hann sé notaður. Notaður bílavarahlutur getur nefnilega verið góð hugmynd fyrir viðskiptavininn, því hann er ódýrari - fyrir bílinn, ef hann er rekjanlegur - og fyrir umhverfið, því hann er endurnýttur. H öfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta ehf.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun