Segja niðurgreitt sumarnám í háskólum bitna hart á einkareknum fræðslufyrirtækjum Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2020 14:38 Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda telur að útfærsla stjórnvalda varðandi 500 milljóna króna stuðning við sumarnám í háskólum bitni illa á samkeppnisstöðu einkarekinna fræðslufyrirtækja. Samtökin hafa sent menntamálaráðherra erindi þar sem útfærslan er gagnrýnd, en hún er þar sögð brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins. Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Er aðgerðum ætlað að „sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda“ á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Í beinni samkeppni við námskeið einkarekinna fyrirtækja Í frétt á vef FA segir að verulegur hluti fjárhæðar sem hafi verið veittur til sumarnáms á háskólastigi renni til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að námskeið, sem séu utan verksviðs háskólanna eins og það sé skilgreint í lögum, séu niðurgreidd um tugi þúsunda króna. „Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja. Nefna má sem dæmi námskeið sem alls ekki eru ætluð háskólanemum, háskólamenntuðum eða atvinnuleitendum sérstaklega, til dæmis tölvunámskeið, námskeið í samskiptaleikni, framkomu og verkefnastjórnun,“ segir í fréttinni. Ekki hægt að keppa við þrjú þúsund króna námskeiðsgjald Í erindi sínu til ráðherra segir FA að endurmenntunardeildir háskólanna auglýsi nú námskeið á þrjú þúsund krónur – námskeið sem kosti alla jafna kosta tugi þúsunda. „Það gefur auga leið að einkarekin fræðslufyrirtæki sem bjóða sambærilegt nám geta ekki með nokkru móti keppt við þessi niðurgreiddu námskeið. FA er kunnugt um að námskeið hjá slíkum fyrirtækjum hafi verið felld niður, með tilheyrandi tekjutapi, þar sem fyrirtækin sjá ekki tilgang í að keppa við þetta niðurgreidda kostaboð. Fyrirtækin eru eins og mörg önnur í erfiðri stöðu eftir að hafa misst viðskipti í heimsfaraldrinum og máttu sízt við því að ákvarðanir stjórnvalda stuðluðu að enn frekari tekjumissi,“ segir í erindinu og kemur fram að samtökin sjái ekki betur en að niðurgreiðslurnar brjóti í bága við EES-samninginn sem leggur bann við samkeppishamlandi ríkisstyrkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Félag atvinnurekenda telur að útfærsla stjórnvalda varðandi 500 milljóna króna stuðning við sumarnám í háskólum bitni illa á samkeppnisstöðu einkarekinna fræðslufyrirtækja. Samtökin hafa sent menntamálaráðherra erindi þar sem útfærslan er gagnrýnd, en hún er þar sögð brjóta í bága við ákvæði EES-samningsins. Menntamálaráðuneytið greindi frá því í dag að skráningum í sumarnám háskólanna hafi fjölgað og hafi nú 5.100 nemendur skráð sig í slíkt nám. Er aðgerðum ætlað að „sporna gegn atvinnuleysi og efla virkni og menntun meðal ungs fólks og atvinnuleitenda“ á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Í beinni samkeppni við námskeið einkarekinna fyrirtækja Í frétt á vef FA segir að verulegur hluti fjárhæðar sem hafi verið veittur til sumarnáms á háskólastigi renni til endur- og símenntunarstofnana háskólanna og að námskeið, sem séu utan verksviðs háskólanna eins og það sé skilgreint í lögum, séu niðurgreidd um tugi þúsunda króna. „Viðkomandi starfsemi er í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja. Nefna má sem dæmi námskeið sem alls ekki eru ætluð háskólanemum, háskólamenntuðum eða atvinnuleitendum sérstaklega, til dæmis tölvunámskeið, námskeið í samskiptaleikni, framkomu og verkefnastjórnun,“ segir í fréttinni. Ekki hægt að keppa við þrjú þúsund króna námskeiðsgjald Í erindi sínu til ráðherra segir FA að endurmenntunardeildir háskólanna auglýsi nú námskeið á þrjú þúsund krónur – námskeið sem kosti alla jafna kosta tugi þúsunda. „Það gefur auga leið að einkarekin fræðslufyrirtæki sem bjóða sambærilegt nám geta ekki með nokkru móti keppt við þessi niðurgreiddu námskeið. FA er kunnugt um að námskeið hjá slíkum fyrirtækjum hafi verið felld niður, með tilheyrandi tekjutapi, þar sem fyrirtækin sjá ekki tilgang í að keppa við þetta niðurgreidda kostaboð. Fyrirtækin eru eins og mörg önnur í erfiðri stöðu eftir að hafa misst viðskipti í heimsfaraldrinum og máttu sízt við því að ákvarðanir stjórnvalda stuðluðu að enn frekari tekjumissi,“ segir í erindinu og kemur fram að samtökin sjái ekki betur en að niðurgreiðslurnar brjóti í bága við EES-samninginn sem leggur bann við samkeppishamlandi ríkisstyrkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira