Innlent

Reykjarmökkinn lagði yfir vesturborgina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reykurinn frá húsinu séður úr lofti.
Reykurinn frá húsinu séður úr lofti. Vísir/egill

Mikinn reyk hefur lagt yfir vesturhluta Reykjavíkur nú síðdegis eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu á fjórða tímanum. Loftmyndir sem teknar voru á fimmta tímanum sýna reykjarmökkinn leggja frá húsinu og hafa íbúar margra hverfa í vesturborginni fundið reykjarlykt.

Bæði lögregla og slökkvilið beina því til fólks í nágrenni við brunann að loka gluggum og halda sig fjarri vettvangi. Fjórir voru fluttir á slysadeild og þá voru einhverjir handteknir við húsið, sem varð alelda og líklega ónýtt.

Húsið varð alelda.Vísir/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×