Lögmaður eigandans segir brunann harmleik en gagnrýnir Eflingu harðlega Sylvía Hall og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 26. júní 2020 17:13 Þrír létust í brunanum. Vísir/Vilhelm Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg sem brann í gær með þeim afleiðingum að þrír létust segir atburðinn ótrúlegan harmleik. Hann segist þó hugsi yfir ummælum Eflingar varðandi aðbúnað. Skúli Sveinsson, lögmaður eigenda fyrirtækisins HD verks segir í samtali við fréttstofu að húsið sé allt í eigu sama eiganda. Þar hafi verið leigðar út íbúðir á annarri og þriðju hæð. Hann gagnrýnir harðlega málflutning verkalýðsfélagsins Eflingar sem sagði í gær að félagi hafi lengi haft áhyggjur af aðbúnaði erlendra verkamanna í húsinu. „Það er með nokkrum ólíkindum að Efling hafi tjáð sig með þessum hætti án þess að vita um málsatvik. Maður er hugsi yfir framferði verkalýðsfélagsins,“ segir Skúli. Skúli segir að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við brunavarnir hússin en að þó hafi verið gera athugasemdir við að jarðhæð hússins væri enn skráð sem leikskóli, sem áður var starfræktur þar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun rannsakaði vettvang í dag. Skúli segir HD verk ekki hafa nein tengsl við starfsmannaleigu og að fyrirtækið hafi ekki erlenda verkamenn á sínum snærum. Fyrirtækið sé fasteignafélag. Aðspurður um aðgerðir slökkviliðs, lögreglu og skattayfirvalda í húsnæði fyrirtækisins við Dalveg 24 í byrjun mánaðarins segir Skúli að unnið sé að því að gera úrbætur á þeim athugasemdum sem þar komu fram. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg sem brann í gær með þeim afleiðingum að þrír létust segir atburðinn ótrúlegan harmleik. Hann segist þó hugsi yfir ummælum Eflingar varðandi aðbúnað. Skúli Sveinsson, lögmaður eigenda fyrirtækisins HD verks segir í samtali við fréttstofu að húsið sé allt í eigu sama eiganda. Þar hafi verið leigðar út íbúðir á annarri og þriðju hæð. Hann gagnrýnir harðlega málflutning verkalýðsfélagsins Eflingar sem sagði í gær að félagi hafi lengi haft áhyggjur af aðbúnaði erlendra verkamanna í húsinu. „Það er með nokkrum ólíkindum að Efling hafi tjáð sig með þessum hætti án þess að vita um málsatvik. Maður er hugsi yfir framferði verkalýðsfélagsins,“ segir Skúli. Skúli segir að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við brunavarnir hússin en að þó hafi verið gera athugasemdir við að jarðhæð hússins væri enn skráð sem leikskóli, sem áður var starfræktur þar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun rannsakaði vettvang í dag. Skúli segir HD verk ekki hafa nein tengsl við starfsmannaleigu og að fyrirtækið hafi ekki erlenda verkamenn á sínum snærum. Fyrirtækið sé fasteignafélag. Aðspurður um aðgerðir slökkviliðs, lögreglu og skattayfirvalda í húsnæði fyrirtækisins við Dalveg 24 í byrjun mánaðarins segir Skúli að unnið sé að því að gera úrbætur á þeim athugasemdum sem þar komu fram.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01 73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þrír látnir eftir eldsvoðann í gær Þrír eru látnir og tveir eru á gjörgæslu eftir að eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 26. júní 2020 09:01
73 skráðir með lögheimili í húsinu Langflestir eru þeir með erlent vegabréf en með íslenska kennitölu. 26. júní 2020 10:16