Lárus Welding dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 17:27 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis. Vísir/Vilhelm Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis, var í dag dæmdur í Landsrétti í fimm ára skilorðsbundið fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. Jóhann Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var þá dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur mildaði dóm Jóhanns og Þorvalds en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jóhann í tveggja ára fangelsi og Þorvald í átján mánaða fangelsi í desember 2017. Landsréttur taldi þá að óhjákvæmilegt væri, þrátt fyrir alvarleika brotanna og refsiþyngdar, að binda refsingu allra skilorði sökum þess hve málið hefði dregist mikið. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Hófu aðalmeðferð upp á nýtt eftir vanhæfi dómara Tvisvar hefur dómur verið kveðinn upp í héraði, annars vegar árið 2015 og hins vegar árið 2017. Aðalmeðferð málsins hafði verið tekin aftur upp í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hafi verið vanhæfur Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði féll á ríkissjóð. Þegar dómur féll í desember 2015 voru þremenningarnir fundnir sekir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus þá fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða dóm. Þeir neituðu allir sök og áfrýjuðu úr héraði til Hæstaréttar. Áfrýjunin byggði á meintu vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraðsdómi. Sigríður lýsti yfir vanhæfi sínu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í nóvember 2016 eftir að hún komst að því að í gögnum málsins væri að finna upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni á sínum tíma. Þá upplýsti hún einnig að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans fyrir Glitni. Hvorki saksóknari né verjendur þremenninganna vissu af þessum tengslum Sigríðar við Glitni þegar dómur féll í Stím-málinu árið 2015. Var það mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu. Dómsmál Hrunið Stím málið Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis, var í dag dæmdur í Landsrétti í fimm ára skilorðsbundið fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. Jóhann Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var þá dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur mildaði dóm Jóhanns og Þorvalds en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jóhann í tveggja ára fangelsi og Þorvald í átján mánaða fangelsi í desember 2017. Landsréttur taldi þá að óhjákvæmilegt væri, þrátt fyrir alvarleika brotanna og refsiþyngdar, að binda refsingu allra skilorði sökum þess hve málið hefði dregist mikið. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Hófu aðalmeðferð upp á nýtt eftir vanhæfi dómara Tvisvar hefur dómur verið kveðinn upp í héraði, annars vegar árið 2015 og hins vegar árið 2017. Aðalmeðferð málsins hafði verið tekin aftur upp í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hafi verið vanhæfur Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði féll á ríkissjóð. Þegar dómur féll í desember 2015 voru þremenningarnir fundnir sekir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus þá fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða dóm. Þeir neituðu allir sök og áfrýjuðu úr héraði til Hæstaréttar. Áfrýjunin byggði á meintu vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraðsdómi. Sigríður lýsti yfir vanhæfi sínu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í nóvember 2016 eftir að hún komst að því að í gögnum málsins væri að finna upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni á sínum tíma. Þá upplýsti hún einnig að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans fyrir Glitni. Hvorki saksóknari né verjendur þremenninganna vissu af þessum tengslum Sigríðar við Glitni þegar dómur féll í Stím-málinu árið 2015. Var það mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu.
Dómsmál Hrunið Stím málið Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Sjá meira