Enginn slökkvibílanna var fullmannaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. júní 2020 12:00 Enginn slökkvibíla Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var fullmannaður þegar útkall barst vegna bruna að Bræðraborgarstíg 1. Vísir/Vilhelm Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Allt tiltækt slökkvilið frá fjórum slökkvistöðum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um brunann. Fyrsti bílinn var kominn á staðinn mjög fljótt þar sem hann var staddur á Hringbraut í öðru verkefni þegar útkallið barst. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst í fyrradag voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Mest voru því þrír í hverjum slökkvibíl í fyrsta viðbragði brunans, í tveimur bílanna voru tveir slökkviliðsmenn og í hinum tveimur voru þrír í bíl. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir ástæðuna vera miklar annir umræddan dag. „Vandinn hjá okkur í upphafi var sá að við vorum frekar þröngt mannaðir. Það var mikið um erfið verkefni hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Þrír létust vegna brunans og nokkrir slösuðust alvarlega. Jón telur að mönnunin hafi ekki haft afgerandi áhrif enda hafi ekki verið hægt að komast inn í húsið. „En það hefði náttúrulega alltaf verið betra að hafa meira. Þetta verkefni var þannig að við vorum mjög heppin hvað lögreglan var fljót á staðinn. Lögreglan og slökkvilið vinna rosalega náið saman.“ Jón segir að í heildina hafi 49 slökkviliðsmenn komið að verkefninu þegar mest lét en fólk var kallað út af frívakt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu rannsókn á vettvangi sé enn í gangi. Henni ljúki í fyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hann segir að lögregla hafi fengið sent gífurlegt magn af myndefni, ljósmyndum og myndböndum, frá vitnum. Hann áætlar að rannsókn málsins verði lokið eftir þrjár til fjórar vikur. Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Enginn slökkvibíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fullmannaður þegar útkall barst um eld í húsi við Bræðraborgarstíg í fyrradag. Þrír létust í brunanum og fjórir slösuðust þar af tveir alvarlega. Hluti áhafna slökkvibílanna voru að sinna neyðarflutningum. Allt tiltækt slökkvilið frá fjórum slökkvistöðum á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang þegar tilkynnt var um brunann. Fyrsti bílinn var kominn á staðinn mjög fljótt þar sem hann var staddur á Hringbraut í öðru verkefni þegar útkallið barst. Samkvæmt reglugerð á hver slökkvibíll að vera mannaður fjórum til fimm slökkviliðsmönnum. Þeir sinna þó einnig sjúkraflutningum og þegar útkallið barst í fyrradag voru sex sjúkrabílar að sinna neyðartilfellum. Mest voru því þrír í hverjum slökkvibíl í fyrsta viðbragði brunans, í tveimur bílanna voru tveir slökkviliðsmenn og í hinum tveimur voru þrír í bíl. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir ástæðuna vera miklar annir umræddan dag. „Vandinn hjá okkur í upphafi var sá að við vorum frekar þröngt mannaðir. Það var mikið um erfið verkefni hjá okkur,“ segir Jón Viðar. Þrír létust vegna brunans og nokkrir slösuðust alvarlega. Jón telur að mönnunin hafi ekki haft afgerandi áhrif enda hafi ekki verið hægt að komast inn í húsið. „En það hefði náttúrulega alltaf verið betra að hafa meira. Þetta verkefni var þannig að við vorum mjög heppin hvað lögreglan var fljót á staðinn. Lögreglan og slökkvilið vinna rosalega náið saman.“ Jón segir að í heildina hafi 49 slökkviliðsmenn komið að verkefninu þegar mest lét en fólk var kallað út af frívakt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu rannsókn á vettvangi sé enn í gangi. Henni ljúki í fyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hann segir að lögregla hafi fengið sent gífurlegt magn af myndefni, ljósmyndum og myndböndum, frá vitnum. Hann áætlar að rannsókn málsins verði lokið eftir þrjár til fjórar vikur.
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira