Bangsar, blóm og kerti eru á meðal þess sem vegfarendur hafa lagt við Bræðraborgarstíg 1 til minningar um þá sem létust í brunanum á fimmtudag. Þrír létust í brunanum og fjórir voru fluttir á slysadeild.
Tveir liggja enn á sjúkrahúsi, þarf af einn á gjörgæslu. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan þeirra.
Óljóst er hversu margir voru í húsinu öllu þegar eldurinn kom upp um klukkan þrjú á fimmtudag. Sex voru á efstu hæð hússins og komust fjórir þeirra út undan eldhafinu, sumir við illan leik.

