Þremur næstu leikjum Stjörnunnar í Pepsi-Max deild karla hefur verið frestað þar sem meginþorri leikmanna liðsins er kominn í sóttkví.
Þetta var staðfest á vef KSÍ nú rétt í þessu.
Stjarnan átti að mæta KA á morgun klukkan 17:00 en einnig hefur leikjum liðsins gegn FH (5.júlí) og KR (9.júlí) verið frestað.
Ekki er búið að ákveða nýja leiktíma en seint í gærkvöldi kom í ljós að leikmaður Stjörnunnar væri með kórónuveiruna.
Stjarnan er á toppi Pepsi-Max deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvo leiki en næsti leikur liðsins að öllu óbreyttu er þann 12.júlí næstkomandi þar þeim þeir heimsækja Val.