Innlent

Svona var 81. upplýsingafundur almannavarna

Kjartan Kjartansson skrifar
Þríeykið svonefnda fer yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og kórónuveirufaraldurinn á Íslandi á upplýsingafundi klukkan 14:00 í dag.
Þríeykið svonefnda fer yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og kórónuveirufaraldurinn á Íslandi á upplýsingafundi klukkan 14:00 í dag. Vísir/Sigurjón

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag. Þar sátu þau Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fyrir svörum og fóru yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi.

Horfa má á upptöku af fundinum hér fyrir neðan, sem og á Stöð 2 Vísi. Textalýsingu Vísis á fundinum má einnig finna neðst í fréttinni.

Tveir greindust með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn; einn við landamæraskimun og hinn á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Tólf virk smit eru nú á landinu en voru ellefu í gær. 443 eru í sóttkví og fjölgar þar um rúmlega hundrað milli daga. Staðfest smit frá upphafi faraldurs eru 1.840.

Fimm innanlandssmit hafa nú greinst frá því að dregið var úr ferðatakmörkunum til landsins 15. júní. Tuttugu og tvö smit má rekja til útlanda en þrjú eru skráð með óþekkt upprunaland á upplýsingasíðu almannavarna og landlæknis um faraldurinn. Af þeim tuttugu og tveimur smituðu sem komu til landsins eru fjórir taldir smitandi en aðrir með gömul smit.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×