Furðufiskur dorgveiðinnar reyndist vera rauðmagi Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 16:20 Ekkert skorti upp á einbeitinguna hjá hinum ungu dorgveiðimönnum. visir/vilhelm Æsispennandi dorgveiðikeppni fór fram í dag í Hafnarfirði. Hún reyndist fjölmenn enda veðurblíða og mikil stemmning á höfninni. Að sögn Stellu Bjargar Kristinsdóttur, fagstjóra frístundasviðs, segir að þeim hinum fjölmörgu sem mættu til keppni ekki hafa leiðst það að vera að dorga á Flensborgarbryggju. „Ótrúlega góður dagur, virkilega skemmtilegur,“ segir Stella en ljósmyndari Vísis gerði sér ferð í Fjörðinn og fylgdist með fjörinu. Múgur og margmenni var mætt á Flensborgarbryggjuna en keppnin er þrjátíu ára gömul.visir/vilhelm Um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni sem haldin er á Íslandi. Keppt var í þremur flokkum: Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Stella segir keppnina eiga sér þrjátíu ára sögu en starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó. Öll hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára voru hvött til að taka þátt í keppninni. Nú hlýtur að fara að bíta á.visir/vilhelm Vísir náði tali af Stellu rétt eftir að hún hafði tilkynnt um sigurvegarana. Sá sem veiddi stærsta fiskinn, sem jafnframt reyndist furðufiskurinn, var Jóel Ingi Ragnarsson. Hann sem sagt vann tvenn verðlaun í einu kasti: Veiddi furðufiskinn og þann stærsta sem reyndist næstum hálft kíló. Var það rauðmagi sem hafði hætt sér of nærri Flensborgarbryggju. Tvær stúlkur reyndust svo afladrottningarnar. Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir veiddu flesta fiska. Að sögn Stellu voru þau afar ánægð og fengu í verðlaun veiðistöng og bikar. „Við töldum allt að 258 þátttakendur. Þetta var mjög skemmtilegt. Hingað mætti fjöldinn allur af leikjanámskeiðum og fólk á eigin vegum og skemmtum við okkur mjög vel. Fiskum var safnað í ker og var hægt að skoða þá nánar þar.visir/vilhelm Furðufiskurinn var jafnframt sá stærsti: Rauðmagi sem hætti sér of nærri Flensborgarhöfninni.visir/vilhelm Sjávarútvegur Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Sjá meira
Æsispennandi dorgveiðikeppni fór fram í dag í Hafnarfirði. Hún reyndist fjölmenn enda veðurblíða og mikil stemmning á höfninni. Að sögn Stellu Bjargar Kristinsdóttur, fagstjóra frístundasviðs, segir að þeim hinum fjölmörgu sem mættu til keppni ekki hafa leiðst það að vera að dorga á Flensborgarbryggju. „Ótrúlega góður dagur, virkilega skemmtilegur,“ segir Stella en ljósmyndari Vísis gerði sér ferð í Fjörðinn og fylgdist með fjörinu. Múgur og margmenni var mætt á Flensborgarbryggjuna en keppnin er þrjátíu ára gömul.visir/vilhelm Um er að ræða fjölmennustu dorgveiðikeppni sem haldin er á Íslandi. Keppt var í þremur flokkum: Flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskurinn 2020. Dorgveiðikeppnin hefur verið sú fjölmennasta á landinu í mörg ár. Stella segir keppnina eiga sér þrjátíu ára sögu en starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sjá um gæslu á svæðinu og Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó. Öll hafnfirsk börn á aldrinum 6-12 ára voru hvött til að taka þátt í keppninni. Nú hlýtur að fara að bíta á.visir/vilhelm Vísir náði tali af Stellu rétt eftir að hún hafði tilkynnt um sigurvegarana. Sá sem veiddi stærsta fiskinn, sem jafnframt reyndist furðufiskurinn, var Jóel Ingi Ragnarsson. Hann sem sagt vann tvenn verðlaun í einu kasti: Veiddi furðufiskinn og þann stærsta sem reyndist næstum hálft kíló. Var það rauðmagi sem hafði hætt sér of nærri Flensborgarbryggju. Tvær stúlkur reyndust svo afladrottningarnar. Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir veiddu flesta fiska. Að sögn Stellu voru þau afar ánægð og fengu í verðlaun veiðistöng og bikar. „Við töldum allt að 258 þátttakendur. Þetta var mjög skemmtilegt. Hingað mætti fjöldinn allur af leikjanámskeiðum og fólk á eigin vegum og skemmtum við okkur mjög vel. Fiskum var safnað í ker og var hægt að skoða þá nánar þar.visir/vilhelm Furðufiskurinn var jafnframt sá stærsti: Rauðmagi sem hætti sér of nærri Flensborgarhöfninni.visir/vilhelm
Sjávarútvegur Börn og uppeldi Hafnarfjörður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent