Boltasækir Víkinga svo gott sem lagði upp þriðja mark Víkinga í 4-1 sigri á FH í leik liðanna í Pepsi Max deild karla í kvöld. Vísir ræddi við drenginn að leik loknum.
Óttar Magnús Karlsson - sem skoraði þrennu í kvöld - fékk boltann þá hratt er Víkingar áttu aukaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Jóel, boltasækir á þeim enda vallarins, var fljótur að stilla boltanum upp fyrir Óttar sem hugsaði sig ekki tvisvar um og lét vaða.
„Ég sá bara boltann koma að mér og við áttum aukaspyrnu. Þannig ég var bara fljótur að hugsa og senda á hann og Óttar setti hann í markið,“ sagði Jóel en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.