Áfram refsað fyrir vörslu fíkniefna Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júní 2020 06:03 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt. Átján þingmenn í stjórnarandstöðu samþykktu frumvarpið en 28 þingmenn meirihlutans og Miðflokks voru því andsnúnir. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið í nótt þrátt fyrir að hafa verið viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Sú síðastnefnda sagðist þó í nótt vera efnislega sammála frumvarpinu og ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Stjórnarþingmennirnir sem felldu frumvarpið töldu málefnið mikilvægt en frumvarp Pírata ófullnægjandi. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði með því að knýja fram atkvæðagreiðslu um „gallað“ frumvarp væri Pírötum meira umhugað um að vinna „áróðursstríðið“ um málið í „tveimur eða þremur fréttatímum heldur en að leiða málið farsællega til lykta í samræmi við eigin markmið.“ Kölluðu eftir stjórnarfrumvarpi Ummælin Páls vöktu litla hrifningu og mátti heyra þingmenn Pírata kalla „hvar er ykkar frumvarp?“ Ætla má að þeir hafi þar vísað til stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna þar sem segir að horfið skuli af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Ljóst er að frumvarp meirihlutans þess efnis mun ekki líta dagsins ljós á næstunni enda hefur þingi verið frestað. Næsti þingfundur verður 27. ágúst þegar rætt verður um efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar, en setning næsta þings fer fram 1. október. Alþingi Fíkn Tengdar fréttir Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Frumvarp Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna var fellt á síðasta þingfundi sumarsins, sem lauk á þriðja tímanum í nótt. Átján þingmenn í stjórnarandstöðu samþykktu frumvarpið en 28 þingmenn meirihlutans og Miðflokks voru því andsnúnir. Níu stjórnarþingmenn greiddu ekki atkvæði um málið í nótt þrátt fyrir að hafa verið viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Þeirra á meðal voru forsætisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og dómsmálaráðherra. Sú síðastnefnda sagðist þó í nótt vera efnislega sammála frumvarpinu og ætla að vinna í afglæpavæðingarátt í ráðuneyti sínu. Stjórnarþingmennirnir sem felldu frumvarpið töldu málefnið mikilvægt en frumvarp Pírata ófullnægjandi. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði með því að knýja fram atkvæðagreiðslu um „gallað“ frumvarp væri Pírötum meira umhugað um að vinna „áróðursstríðið“ um málið í „tveimur eða þremur fréttatímum heldur en að leiða málið farsællega til lykta í samræmi við eigin markmið.“ Kölluðu eftir stjórnarfrumvarpi Ummælin Páls vöktu litla hrifningu og mátti heyra þingmenn Pírata kalla „hvar er ykkar frumvarp?“ Ætla má að þeir hafi þar vísað til stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna þar sem segir að horfið skuli af braut „harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna.“ Ljóst er að frumvarp meirihlutans þess efnis mun ekki líta dagsins ljós á næstunni enda hefur þingi verið frestað. Næsti þingfundur verður 27. ágúst þegar rætt verður um efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar, en setning næsta þings fer fram 1. október.
Alþingi Fíkn Tengdar fréttir Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Allra augu á þingmönnum Sjálfstæðisflokks og VG Kosið verður um frumvarp laga um afglæpavæðingu á þinginu á eftir. 29. júní 2020 12:01