Eurovision-myndin: „Þetta var eiginlega alveg eins og að vera í sauðburði“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. júní 2020 15:30 „Allir unnu saman og allir voru vinir. Bæjarbúar tóku vel á móti öllum og við vorum eins og ein stór fjölskylda“, segir Ásta um stemmninguna í Húsavík. Aðsend mynd „Stemmning var alveg ótrúleg og í rauninni mjög óvænt. Þetta var eiginlega eins og að vera í sauðburði,“ segir Ásta Magnúsdóttir, tónmenntakennari á Húsavík, um stemmninguna í bænum á meðan á tökum Eurovison-myndar Will Ferrells stóð yfir. „Bæjarbúar voru bara allir svo sveigjanlegir, bæði vinnuveitendur og aðrir. Allir unnu saman og allir voru vinir. Við tókum vel á móti öllum og vorum eins og ein stór fjölskylda.“ Ásta fékk tölvupóst frá framleiðsluteyminu um að það vantaði konur í aukahlutverk og segist hún hafa verið fljót að slá til. Hún sagði dætur sínar í fyrstu ekki viljað taka þátt en þær hafi síðar ákveðið að vera með. Það hjálpuðust allir að til að láta þetta ganga upp. Mamma mín, sem er líka tónlistarkennari, leysti mig af í vinnunni minni og þau börn sem tóku þátt í tökunum fengu frí í skólanum. Ásta segir það hafi komið sér mikið á óvart hversu alþýðulegir allir voru í kvikmyndateyminu og hversu afslappað andrúmsloftið hafi verið. Með allt aðra mynd af Hollywood „Ég var bara með einhverja allt aðra mynd af Hollywood í hausnum. Ég hélt að þetta yrði miklu stífara og ég hélt líka að þetta yrðu flest allt Bandaríkjamenn. En fæstir voru frá Bandaríkjunum, ábyggilega bara Will Ferrell. Þetta voru flest allt Bretar, Írar og Kanadamenn.“ Ásta segir stemmninguna á setti hafa verið mjög skemmtilega og þegar hún er spurð að því hvað hafi staðið upp úr segir hún matartímana hafa verið mjög sérstaka. „Matatímarnir voru svo æðislegir og kósý. Maður sat bara þarna með öllu starfsfólkinu, leikurunum og bara öllu starfsfólkinu. Leikstjórinn sat til dæmis bara fyrir framan mig að borða samloku og þetta var allt svo eðlilegt. Ég fann ekki fyrir neinni stéttaskiptinu, sem kom svolítið á óvart. Auðvitað voru Will, Pierce og Rachel, aðalleikararnir, sér. En annars voru allir hinir bara saman og allt gekk mjög vel fyrir sig. Ásta segir það hafa komið sér mikið á óvart hversu afslöppuð stemmningin var á setti og að hún hafi aldrei fundið fyrir neinni stéttaskiptingu. Allir hafa bara verið saman og mjög vingjarnlegir. Aðsend mynd Persónulega segist Ásta ekki vera mikill aðdáandi Will Ferrell en hún hafi þó náð sérstaklega góðu sambandi við tvífara hans, sem ferðast með honum út um allt. Fólk gisti út um allt „Hann var alveg æðislegur. Mjög vingjarnlegur og ég eyddi miklum tíma með honum og konunni hans sem kom með honum til Íslands. Svo dýrka ég aftur á móti Pierce Brosnan. Gjörsamlega dýrka hann. Hann er svo flottur og mikill sjarmör. Hann var meira að segja sætur í þessum ljóta sjómannagalla.“ Ásta segir að margir leikaranna hafi notað tímann til að ferðast um og skoða landið og segir hún að Pierce Brosnan og konu hans hafi verið mjög dugleg í því. „Þau voru einstaklega vingjarnleg og greinilega notuðu ferðina til að skoða landið okkar.“ Ásta segir að erfitt hafi verið að fá gistingu fyrir alla sem komu að myndinni og að öll gistihús og hótel hafi verið uppfull. Það bara fylltist allt af fólki. Ekki bara að utan heldur líka aukaleikarar frá Íslandi. Fólk bara gisti út um allt. Ásta segir að hún hafi verið valin í nokkrar senur sem voru teknar upp en ekkert af þeim senum hafi svo verið notaðar í myndinni. Hún segir að enginn hafi samt vitað fyrir fram hvað væri klippt út og hvað ekki, svo að eðlilega hafi hún verið svolítið spennt. „Ég varð samt ekkert svekkt þegar ég sá að ég hafi verið klippt út, og ekki krakkarnir heldur. Það var alveg hamrað á því við okkur, og sérstaklega við krakkana, að það yrði ólíklegt að þetta myndi enda í myndinni. Svo að maður var ekkert að gera sér einhverjar vonir. En ég fékk samt að leika í nokkrum senum sem var mjög skemmtileg reynsla. Ég var meira að segja tvígift á tímabili, einum Frakka og einum Breta, haha!“ Myndin miklu betri en hún þorði að vona Að eigin sögn segist Ásta vera mikill Eurovision aðdáandi og hún noti Eurovison meðal annars sem kennsluefni í skólanum. „Ég er algjörlega forfallið Eurovisonnörd og ég fylgist með öllu. Ég var því alveg rosalega spennt að sjá myndina.“ Ásta segist hafa verið skeptísk áður en hún sá myndina því hún hafi heyrt misjafna dóma. „Svo var hún stórkostleg. Ég elskaði myndina og hún var miklu betri en ég þorði að vona. Tónlistin fannst mér alveg frábær. Hún glymur hérna heima hjá mér allan daginn.“ Fór að hágráta þegar hún heyrði lokalagið Ásta segir lokalagið þó algjörlega hafa toppað allt og hún hafi hreinlega ekki ráðið við tárin. „Viðbrögðin mín voru þannig að ég fór bara að hágráta. Þessi sena er öll svo falleg. Þegar ég heyrði setninguna: Heimabærinn minn, þá fékk ég svo mikla gæsahúð. Ég er fædd og uppalinn á Húsavík og ég held að flest allir Húsvíkingar fái smá gæsahúð yfir þessu lagi“. Ég er nú þegar búin að senda nóturnar á kórinn minn svo að við munum byrja að æfa þetta lag um leið og skólinn byrjar í haust. Ásta segist alveg skilja það að myndin fái misjafna dóma en hún telur að fólk sem hafi yfir höfuð áhuga á Eurovision sé mjög ánægt með myndina. „Myndin var Húsavík alveg til sóma. Það voru svo falleg skot af bænum og ég er mjög stolt af því hvernig þau sýndu bæinn“. segir ÁstaAðsend mynd „Mér fannst myndin koma rosalega vel út og virkilega fyndin. Þetta er akkúrat eitthvað svona sem við Eurovision-nördin skiljum, en ég skil líka alveg að fólk sem fýlar ekki Eurovision sé ekki hrifið af myndinni“ Góð auglýsing fyrir Húsavík Þegar Ásta er spurð að því hvað henni finnist um þá ímynd sem dregin er upp af Húsavík í myndinni segist hún vera mjög sátt. „ Í fyrsta lagi var myndin Húsavík alveg til sóma. Það voru svo falleg skot af bænum og ég er mjög stolt af því hvernig þau sýndu bæinn. Í öðru lagi þá upplifi ég þetta alls ekki eins og það sé verið að gera grín að Húsavík, þvert á móti. Við höfum alveg húmor fyrir þessu og við tökum okkur ekki of alvarlega.“ „Álfabrandarnir fannst mér eitt það besta við myndina. Við erum ekkert þekkt fyrir eitthvað álfadæmi svo að þetta var mjög fyndið“. Aðspurð segir Ásta myndina greinilega vera góða auglýsingu fyrir Húsavík. Já, þetta er klárlega góð auglýsing. Við finnum fyrir mikilli forvitni almennt um Húsavík eftir myndina. Ég heyrði líka að yfirmaður Húsavíkurstofu sé að fá endalaust af fyrirspurnum erlendis frá um bæinn, svo að við getum ekki verið annað en glöð með þetta ævintýri. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hannes Óli: „Ég er ekki einu sinni búinn að sjá myndina sjálfur“ Hannes Óli Ágústsson hefur slegið í gegn eftir að Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Hann er staddur á Borgarfirði eystra með takmarkað netsamband og er ekki búinn að sjá myndina sjálfur. 29. júní 2020 13:58 Husavik rýkur upp vinsældalistana Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. 27. júní 2020 12:43 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Sjá meira
„Stemmning var alveg ótrúleg og í rauninni mjög óvænt. Þetta var eiginlega eins og að vera í sauðburði,“ segir Ásta Magnúsdóttir, tónmenntakennari á Húsavík, um stemmninguna í bænum á meðan á tökum Eurovison-myndar Will Ferrells stóð yfir. „Bæjarbúar voru bara allir svo sveigjanlegir, bæði vinnuveitendur og aðrir. Allir unnu saman og allir voru vinir. Við tókum vel á móti öllum og vorum eins og ein stór fjölskylda.“ Ásta fékk tölvupóst frá framleiðsluteyminu um að það vantaði konur í aukahlutverk og segist hún hafa verið fljót að slá til. Hún sagði dætur sínar í fyrstu ekki viljað taka þátt en þær hafi síðar ákveðið að vera með. Það hjálpuðust allir að til að láta þetta ganga upp. Mamma mín, sem er líka tónlistarkennari, leysti mig af í vinnunni minni og þau börn sem tóku þátt í tökunum fengu frí í skólanum. Ásta segir það hafi komið sér mikið á óvart hversu alþýðulegir allir voru í kvikmyndateyminu og hversu afslappað andrúmsloftið hafi verið. Með allt aðra mynd af Hollywood „Ég var bara með einhverja allt aðra mynd af Hollywood í hausnum. Ég hélt að þetta yrði miklu stífara og ég hélt líka að þetta yrðu flest allt Bandaríkjamenn. En fæstir voru frá Bandaríkjunum, ábyggilega bara Will Ferrell. Þetta voru flest allt Bretar, Írar og Kanadamenn.“ Ásta segir stemmninguna á setti hafa verið mjög skemmtilega og þegar hún er spurð að því hvað hafi staðið upp úr segir hún matartímana hafa verið mjög sérstaka. „Matatímarnir voru svo æðislegir og kósý. Maður sat bara þarna með öllu starfsfólkinu, leikurunum og bara öllu starfsfólkinu. Leikstjórinn sat til dæmis bara fyrir framan mig að borða samloku og þetta var allt svo eðlilegt. Ég fann ekki fyrir neinni stéttaskiptinu, sem kom svolítið á óvart. Auðvitað voru Will, Pierce og Rachel, aðalleikararnir, sér. En annars voru allir hinir bara saman og allt gekk mjög vel fyrir sig. Ásta segir það hafa komið sér mikið á óvart hversu afslöppuð stemmningin var á setti og að hún hafi aldrei fundið fyrir neinni stéttaskiptingu. Allir hafa bara verið saman og mjög vingjarnlegir. Aðsend mynd Persónulega segist Ásta ekki vera mikill aðdáandi Will Ferrell en hún hafi þó náð sérstaklega góðu sambandi við tvífara hans, sem ferðast með honum út um allt. Fólk gisti út um allt „Hann var alveg æðislegur. Mjög vingjarnlegur og ég eyddi miklum tíma með honum og konunni hans sem kom með honum til Íslands. Svo dýrka ég aftur á móti Pierce Brosnan. Gjörsamlega dýrka hann. Hann er svo flottur og mikill sjarmör. Hann var meira að segja sætur í þessum ljóta sjómannagalla.“ Ásta segir að margir leikaranna hafi notað tímann til að ferðast um og skoða landið og segir hún að Pierce Brosnan og konu hans hafi verið mjög dugleg í því. „Þau voru einstaklega vingjarnleg og greinilega notuðu ferðina til að skoða landið okkar.“ Ásta segir að erfitt hafi verið að fá gistingu fyrir alla sem komu að myndinni og að öll gistihús og hótel hafi verið uppfull. Það bara fylltist allt af fólki. Ekki bara að utan heldur líka aukaleikarar frá Íslandi. Fólk bara gisti út um allt. Ásta segir að hún hafi verið valin í nokkrar senur sem voru teknar upp en ekkert af þeim senum hafi svo verið notaðar í myndinni. Hún segir að enginn hafi samt vitað fyrir fram hvað væri klippt út og hvað ekki, svo að eðlilega hafi hún verið svolítið spennt. „Ég varð samt ekkert svekkt þegar ég sá að ég hafi verið klippt út, og ekki krakkarnir heldur. Það var alveg hamrað á því við okkur, og sérstaklega við krakkana, að það yrði ólíklegt að þetta myndi enda í myndinni. Svo að maður var ekkert að gera sér einhverjar vonir. En ég fékk samt að leika í nokkrum senum sem var mjög skemmtileg reynsla. Ég var meira að segja tvígift á tímabili, einum Frakka og einum Breta, haha!“ Myndin miklu betri en hún þorði að vona Að eigin sögn segist Ásta vera mikill Eurovision aðdáandi og hún noti Eurovison meðal annars sem kennsluefni í skólanum. „Ég er algjörlega forfallið Eurovisonnörd og ég fylgist með öllu. Ég var því alveg rosalega spennt að sjá myndina.“ Ásta segist hafa verið skeptísk áður en hún sá myndina því hún hafi heyrt misjafna dóma. „Svo var hún stórkostleg. Ég elskaði myndina og hún var miklu betri en ég þorði að vona. Tónlistin fannst mér alveg frábær. Hún glymur hérna heima hjá mér allan daginn.“ Fór að hágráta þegar hún heyrði lokalagið Ásta segir lokalagið þó algjörlega hafa toppað allt og hún hafi hreinlega ekki ráðið við tárin. „Viðbrögðin mín voru þannig að ég fór bara að hágráta. Þessi sena er öll svo falleg. Þegar ég heyrði setninguna: Heimabærinn minn, þá fékk ég svo mikla gæsahúð. Ég er fædd og uppalinn á Húsavík og ég held að flest allir Húsvíkingar fái smá gæsahúð yfir þessu lagi“. Ég er nú þegar búin að senda nóturnar á kórinn minn svo að við munum byrja að æfa þetta lag um leið og skólinn byrjar í haust. Ásta segist alveg skilja það að myndin fái misjafna dóma en hún telur að fólk sem hafi yfir höfuð áhuga á Eurovision sé mjög ánægt með myndina. „Myndin var Húsavík alveg til sóma. Það voru svo falleg skot af bænum og ég er mjög stolt af því hvernig þau sýndu bæinn“. segir ÁstaAðsend mynd „Mér fannst myndin koma rosalega vel út og virkilega fyndin. Þetta er akkúrat eitthvað svona sem við Eurovision-nördin skiljum, en ég skil líka alveg að fólk sem fýlar ekki Eurovision sé ekki hrifið af myndinni“ Góð auglýsing fyrir Húsavík Þegar Ásta er spurð að því hvað henni finnist um þá ímynd sem dregin er upp af Húsavík í myndinni segist hún vera mjög sátt. „ Í fyrsta lagi var myndin Húsavík alveg til sóma. Það voru svo falleg skot af bænum og ég er mjög stolt af því hvernig þau sýndu bæinn. Í öðru lagi þá upplifi ég þetta alls ekki eins og það sé verið að gera grín að Húsavík, þvert á móti. Við höfum alveg húmor fyrir þessu og við tökum okkur ekki of alvarlega.“ „Álfabrandarnir fannst mér eitt það besta við myndina. Við erum ekkert þekkt fyrir eitthvað álfadæmi svo að þetta var mjög fyndið“. Aðspurð segir Ásta myndina greinilega vera góða auglýsingu fyrir Húsavík. Já, þetta er klárlega góð auglýsing. Við finnum fyrir mikilli forvitni almennt um Húsavík eftir myndina. Ég heyrði líka að yfirmaður Húsavíkurstofu sé að fá endalaust af fyrirspurnum erlendis frá um bæinn, svo að við getum ekki verið annað en glöð með þetta ævintýri.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hannes Óli: „Ég er ekki einu sinni búinn að sjá myndina sjálfur“ Hannes Óli Ágústsson hefur slegið í gegn eftir að Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Hann er staddur á Borgarfirði eystra með takmarkað netsamband og er ekki búinn að sjá myndina sjálfur. 29. júní 2020 13:58 Husavik rýkur upp vinsældalistana Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. 27. júní 2020 12:43 Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Sjá meira
Hannes Óli: „Ég er ekki einu sinni búinn að sjá myndina sjálfur“ Hannes Óli Ágústsson hefur slegið í gegn eftir að Eurovision-kvikmynd Will Ferrell. Hann er staddur á Borgarfirði eystra með takmarkað netsamband og er ekki búinn að sjá myndina sjálfur. 29. júní 2020 13:58
Husavik rýkur upp vinsældalistana Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. 27. júní 2020 12:43