Lífið

„Viðbjóðslega fyndinn karakter“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Leikkonan Anna Svava átti oft erfitt með sig í tökum fyrir skemmtiþáttinn Eurogarðurinn. 
Leikkonan Anna Svava átti oft erfitt með sig í tökum fyrir skemmtiþáttinn Eurogarðurinn.  Mynd/Ísland í dag

Tökur á skemmtiþættinum Eurogarðurinn eru á enda og fer hann í loftið á Stöð 2 í september. Þættirnir eiga að vera mjög svo óviðeigandi og óþægilegir á köflum og hræðilega fyndnir líka. Á meðal aðalleikara eru þau Anna Svava, Steindi, Auðunn Blöndal, Dóri DNA, Jón Gnarr og fleiri. Ísland í dag hitti leikara og leikstjóra Eurogarðsins í síðasta þættinum fyrir sumarfrí.

„Þetta er bara fyrir vonandi alla. Við lítum á þetta sem leikna seríu, þetta er ekki endilega grín, við erum ekkert endilega að höndla þetta sem einhverja grínþætti. Þetta er bara leikin sería, leikið efni. Það er ástarsaga, það er þroskasaga hetju, það er einhver sem þarf að takast á við vandamál og komast yfir það og vonandi tekst það. Svo er þetta líka fyndið,“ segir Arnór Pálmi Arnarson leikstjóri þáttanna.

Frá tökustaðMynd/Ísland í dag

„Þetta verður allt saman mjög skrítið, ég get lofað því allavega,“ segir Auðunn um þættina. Hans karakter byrjar á nýjum vinnustað í fyrsta þætti og eru vinnufélagarnir vægast sagt skrautlegir. Auðunn segir að persónan sem Jón Gnarr leikur í þáttunum sé mjög ólík Georg Bjarnfreðarsyni.

„Hérna er hann viðbjóðslega fyndinn karakter.“

Jón Gnarr fer á kostum í hlutverki sínu í þáttunum Eurogarðurinn.Mynd/Ísland í dag

Anna Svava tekur heils hugar undir þetta.

„Hann þrífst á því að láta mótleikara sína hlæja.“

Hér fyrir neðan má sjá innslagið en þar eru líka sýnd nokkur brot úr þáttunum. 

Klippa: Ísland í dag Júrógarðurinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.