Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2020 15:15 Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið afar sigursæl með Wolfsburg. Hér fagnar hún fjórða Þýskalandsmeistaratitlinum með Felicitas Rauch og stórvinkonu sinni Pernille Harder. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. Samningur Söru við Lyon er til tveggja ára. Lyon hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð og getur unnið Evrópumeistaratitilinn í fimmta sinn í ágúst. Liðið varð í vor franskur meistari fjórtánda árið í röð en það var þremur stigum fyrir ofan PSG þegar tímabilið í Frakklandi var blásið af í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Sara, sem er 29 ára gömul, skilur við Wolfsburg sem þýskur meistari til fjögurra ára. Hún kom til Wolfsburg árið 2016 og hefur unnið þýska meistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn á hverju ári, í stóru hlutverki á miðjunni hjá þessu stjörnum prýdda liði. Hún komst með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2018 þar sem Wolfsburg tapaði einmitt gegn Lyon í framlengdum leik, eftir að Sara hafði farið meidd af velli. Sama ár var Sara valin íþróttamaður ársins á Íslandi. Sara hóf atvinnumannsferilinn með Rosengård (sem þá hét reyndar Malmö) í Svíþjóð þar sem hún lék á árunum 2011-2016. Hún varð Svíþjóðarmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Á Íslandi lék hún með Breiðabliki í þrjú ár í efstu deild en Sara er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði. Sara var aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik. Hún hefur farið með Íslandi á þrjú stórmót og er nú aðeins tveimur leikjum frá því að jafna met Katrínar Jónsdóttur sem leikið hefur flesta A-landsleiki Íslendings í fótbolta, eða 133 talsins. Sara gæti jafnað metið þegar Ísland heldur áfram leið sinni á næsta EM með leikjum við Lettland og Svíþjóð á Laugardalsvelli 17. og 22. september. EM fer fram í Englandi sumarið 2022, en því var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Þýski boltinn Franski boltinn EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35 Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50 Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. Samningur Söru við Lyon er til tveggja ára. Lyon hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjögur ár í röð og getur unnið Evrópumeistaratitilinn í fimmta sinn í ágúst. Liðið varð í vor franskur meistari fjórtánda árið í röð en það var þremur stigum fyrir ofan PSG þegar tímabilið í Frakklandi var blásið af í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Sara, sem er 29 ára gömul, skilur við Wolfsburg sem þýskur meistari til fjögurra ára. Hún kom til Wolfsburg árið 2016 og hefur unnið þýska meistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn á hverju ári, í stóru hlutverki á miðjunni hjá þessu stjörnum prýdda liði. Hún komst með liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2018 þar sem Wolfsburg tapaði einmitt gegn Lyon í framlengdum leik, eftir að Sara hafði farið meidd af velli. Sama ár var Sara valin íþróttamaður ársins á Íslandi. Sara hóf atvinnumannsferilinn með Rosengård (sem þá hét reyndar Malmö) í Svíþjóð þar sem hún lék á árunum 2011-2016. Hún varð Svíþjóðarmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Á Íslandi lék hún með Breiðabliki í þrjú ár í efstu deild en Sara er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði. Sara var aðeins 16 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik. Hún hefur farið með Íslandi á þrjú stórmót og er nú aðeins tveimur leikjum frá því að jafna met Katrínar Jónsdóttur sem leikið hefur flesta A-landsleiki Íslendings í fótbolta, eða 133 talsins. Sara gæti jafnað metið þegar Ísland heldur áfram leið sinni á næsta EM með leikjum við Lettland og Svíþjóð á Laugardalsvelli 17. og 22. september. EM fer fram í Englandi sumarið 2022, en því var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Þýski boltinn Franski boltinn EM 2021 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35 Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50 Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00 Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Sara Björk verður að öllum líkindum ekki í leikmannahóp Wolfsburg í bikarúrslitum Svo virðist sem Sara Björk Gunnarsdóttir fái ekki að spila úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar þar sem Wolfsburg mætir Essen þann 4. júlí. 25. júní 2020 16:35
Meistaradeildin klárast með hraðmóti í Lissabon í ágúst Meistaradeild Evrópu karla mun klárast með hraðmóti í ágúst en átta liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn munu fara fram í Lissabon frá 12. til 23. ágúst. Þetta staðfesti UEFA á blaðamannafundi sínum í dag. 17. júní 2020 13:50
Lyon verið í sambandi við Söru í tvö ár Besta knattspyrnulið Evrópu síðustu ár, Lyon, hefur verið í sambandi við landsliðsfyrirliðann Söru Björk Gunnarsdóttur síðustu tvö ár. Sara yfirgefur Wolfsburg í sumar og hefur verið sterklega orðuð við Lyon. 13. maí 2020 19:00
Sara á leið til besta félagsliðs Evrópu Sara Björk Gunnarsdóttir er á leið til sigursælasta knattspyrnuliðs Evrópu og sennilega besta knattspyrnuliðs heims í dag, franska félagsins Lyon. 19. apríl 2020 11:15