Það hefur staðið styr um vinnustaðinn minn síðustu daga Páll Geir Bjarnason skrifar 30. júní 2020 13:47 Mig langar að segja frá undarlegu en jafnframt nokkuð merkilegu símtali sem ég fékk s.l. sunnudagskvöld. Þannig er að ég er skráður félagi í SÁÁ. Í mig hringir aðili sem vill hvetja mig til að mæta á aðalfund SÁÁ. Þessi aðili segist vera að hringja í félaga í SÁÁ og og hefur svo uppi framboðsáróður öðrum yfirlýstum frambjóðandanum til stuðnings. Frambjóðanda sem hefur boðið sig fram til að verða formaður SÁÁ á nýjan leik eftir nokkurra ára hlé. Eins og þið mörg vitið hef ég líka unnið hjá SÁÁ í 13 ár og verið millistjórnandi þar í 8 ár. Málefnið stendur mér því ansi nærri. Ég þekkti líka til aðilans sem hringdi í mig, enda kynnti hann sig með nafni, og veit að þar var á ferð fulltrúi í 9 manna framkvæmdastjórn SÁÁ. Látum liggja á milli hluta hvernig stendur á að fulltrúi í framkvæmdastjórn SÁÁ er að hringja út áróður og hvernig hann vissi að ég væri skráður félagi. Sitt verður hverjum að sýnast um hversu eðlileg vinnubrögð það eru. Hins vegar var málflutningurinn um þá miklu ógn sem steðjar að SÁÁ mér ansi framandi og vekur hreinlega furðu hjá mér. Í öllum meginþáttum fór þessi fulltrúi framkvæmdarstjórnar með í besta falli afbökun á þeim raunveruleika sem ég bý við í vinnunni og í versta falli hrein ósannindi. Athugið að mér er málið ansi náið þar sem ég tek þátt í flestum fundum á meðferðarsviði og er innvinklaður í alla teymisvinnu á sviðinu. Mig langar aðeins til að leiðrétta þær helstu rangfærslur sem þessi ágæti framkvæmdarstjórnaraðili fór með því ég er að heyra þennan villandi málflutning alltof víða. Í fyrsta lagi var staðhæft að núverandi stjórnendur hygðust fjölga dýru starfsfólki á kostnað áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ. Að ráðgjafarnir yrðu látnir víkja fyrir öðru fagfólki og bolað út úr meðferðinni. Ekkert viðlíka hefur komið til tals innan meðferðarsviðs. Þvert á móti er ávallt talað um ráðgjafa sem hryggjarstykkið í meðferðinni og ítrekað að gæta þurfi að eðlilegri nýliðun hjá þeirri fagstétt. Starfi þeirra hampað, þeir valdefldir og vinna þeirra í meðferðinni metin að verðleikum. Sem sagt passað vel uppá að staða þeirra í meðferðarvinnunni sé sterk og reynt að gæta vel að stöðugildi þeirra séu næg. Ef maður hins vegar vill rýna nánar í orð þessa ágæta fulltrúa framkvæmdarstjórnar þá eru áfengis- og vímuefnaráðgjafar greinilega ódýrt vinnuafl og umhugsunarvert að svo sé miðað við mikilvægi stéttarinnar. Framkvæmdastjórn mætti beita sér meira til að fá þau laun leiðrétt í þjónustusamningum frekar en að óttast yfirtöku „dýrari fagstétta“. Í öðru lagi er sagt að meðferðin sé orðin alltof dýr og núverandi stjórnendur séu að sigla skútunni í kaf. Að það sé aukin yfirkeyrsla ár eftir ár. Þetta er sérstök fullyrðing í ljósi þess að reksturinn er bara eins og hann hefur alltaf verið. Ríkið greiðir vel á tólfta hundruð milljónir gegnum þjónustusamning og samþykkt er af stjórn viðbót, ca 200 milljónir á núvirði, af sjálfsaflafé eins og til fjölda margra ára. Engar stökkbreytingar hafa orðið þar á. Stöðugildi, rekstrarkostnaður og framalög taka litlum sveiflum þegar litið er mörg ár aftur í tímann. Þetta sýna tölur úr ársreikningi síðasta árs og síðustu ára. Það er sem sagt ekkert að frétta. Meðferðin var meira að segja dýrari árin 2007, 2008 og 2013 heldur en 2017-2019. Enn og aftur. Ekkert að frétta þar. Launakostnaður er ekki heldur að taka neinum stökkbreytingum. Launakostnaður eru meira að segja kominn undir launavísitölu síðustu ár. Frábærar fréttir auðvitað í rekstrarlegu tilliti, en kannski ekki eins góðar ef tekið er mið af launaþróun í landinu. Þetta þýðir að starfsfólk SÁÁ er ódýrara en gengur og gerist í samfélaginu. Þvílíkt bruðl, eða hitt þó heldur. Í þriðja lagi er hávært tal um að Valgerður og stjórnendur á meðferðarsviði hyggist afhenda Ríkinu SÁÁ eða eigur þess. Jafnvel að Geðdeild Landspítala eigi að reka Vog og Ríkið að stýra meðferðinni. Þetta er svo fjarri lagi að manni setur hreinlega hljóðan. Að fólk haldi á lofti þessari bábylju þrátt fyrir að margítrekað sé bæði af Valgerði og öðrum á meðferðarsviði að ekkert slíkt sé inn í myndinni er með ólíkindum. Það er eins og ef eitthvað sé bara sagt nógu oft þá sé það satt. Ég get skammlaust upplýst það að í öllum samtölum, teymisvinnu og fundum inn á meðferðarsviði er ávallt það sjónarmið að SÁÁ eigi að vera sjálfstætt, reka faglega meðferð gegnum þjónustusamninga eins og áður og vera áfram sjálfseignastofnun. Hins vegar eru lög í landinu sem kveða á um hvernig sjúkrahúsrekstur á að vera og SÁÁ getur ekki starfað í bága við þau lög. Það þarf faglega stjórn yfir sjúkrarekstri og um það voru deilur í vetur. Framkvæmdastjórn fór á svig við þau lög þegar hún fór framhjá löglega ráðnum forstjóra lækninga og taldi sig geta tekið ákvörðun um hverjir eigi að vinna í meðferðinni. Ef við tökum dæmi og setjum þetta í annað samhengi þá er þetta svipað og að bæjarstjórn Kópavogs myndi mæta í Kópavogsskóla og segja upp öllum tónmenntakennurum án samráðs við skólastjórnendur. Það sjá allir, og ekki síst sellókennarar, að það er pínu galið. Ekki furða að starfsfólki hafi ofboðið og orðið reitt. Það að vilja fylgja lögum og hafa faglega stjórn yfir sjúkrarekstri jafngildir ekki að afhenda ríkinu SÁÁ og eigur þess. Það þarf ansi ríkt ímyndunarafl til að sjá þá atburðarás raungerast. Fyrir utan að það ekki hægt. Það er margt fleira í þessari umræðu rangfærslur, uppspuni eða rangtúlkanir. Margt fært í stílinn, teygt, togað og sett fram sem heilagur sannleikur. Ég ætla ekki að tíunda meira um það. Þið sem mig þekkið vitið vel að ég er seinþreyttur til vandræða og vil helst ekki hallmæla neinu fólki. En ég gat bara ekki orða bundist eftir allt sem hefur verið að ganga á uppá síðkastið. Þið megið vita það að mest af þessum málflutningi passar bara alls ekki við þann veruleika sem ég upplifi í vinnunni á Vogi. Það er ansi sárt að horfa endurtekið upp á rangfærslur þegar maður veit betur. Þið þekkið eflaust mörg þá tilfinningu, og hún er ansi rík hjá mér í dag. En ég get ekki komist að annarri niðurstöðu en að það sé ekkert að frétta. Það er engin ógn og sjúkrareksturinn er bara alveg eins og hann hefur alltaf verið. Fólk getur dregið af þessari frásögn sínar niðurstöður. Mér sýnist sumir þarna úti hafa ekki áhuga á raunveruleikanum og þeir verða að eiga það við sig. Við hin viljum bara veg SÁÁ sem mestan, meðferðina okkar faglega og góða og halda áfram að bæta áratuga frábært starf í samvinnu og sátt. Höfundur er dagskrárstjóri SÁÁ á Vogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar að segja frá undarlegu en jafnframt nokkuð merkilegu símtali sem ég fékk s.l. sunnudagskvöld. Þannig er að ég er skráður félagi í SÁÁ. Í mig hringir aðili sem vill hvetja mig til að mæta á aðalfund SÁÁ. Þessi aðili segist vera að hringja í félaga í SÁÁ og og hefur svo uppi framboðsáróður öðrum yfirlýstum frambjóðandanum til stuðnings. Frambjóðanda sem hefur boðið sig fram til að verða formaður SÁÁ á nýjan leik eftir nokkurra ára hlé. Eins og þið mörg vitið hef ég líka unnið hjá SÁÁ í 13 ár og verið millistjórnandi þar í 8 ár. Málefnið stendur mér því ansi nærri. Ég þekkti líka til aðilans sem hringdi í mig, enda kynnti hann sig með nafni, og veit að þar var á ferð fulltrúi í 9 manna framkvæmdastjórn SÁÁ. Látum liggja á milli hluta hvernig stendur á að fulltrúi í framkvæmdastjórn SÁÁ er að hringja út áróður og hvernig hann vissi að ég væri skráður félagi. Sitt verður hverjum að sýnast um hversu eðlileg vinnubrögð það eru. Hins vegar var málflutningurinn um þá miklu ógn sem steðjar að SÁÁ mér ansi framandi og vekur hreinlega furðu hjá mér. Í öllum meginþáttum fór þessi fulltrúi framkvæmdarstjórnar með í besta falli afbökun á þeim raunveruleika sem ég bý við í vinnunni og í versta falli hrein ósannindi. Athugið að mér er málið ansi náið þar sem ég tek þátt í flestum fundum á meðferðarsviði og er innvinklaður í alla teymisvinnu á sviðinu. Mig langar aðeins til að leiðrétta þær helstu rangfærslur sem þessi ágæti framkvæmdarstjórnaraðili fór með því ég er að heyra þennan villandi málflutning alltof víða. Í fyrsta lagi var staðhæft að núverandi stjórnendur hygðust fjölga dýru starfsfólki á kostnað áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ. Að ráðgjafarnir yrðu látnir víkja fyrir öðru fagfólki og bolað út úr meðferðinni. Ekkert viðlíka hefur komið til tals innan meðferðarsviðs. Þvert á móti er ávallt talað um ráðgjafa sem hryggjarstykkið í meðferðinni og ítrekað að gæta þurfi að eðlilegri nýliðun hjá þeirri fagstétt. Starfi þeirra hampað, þeir valdefldir og vinna þeirra í meðferðinni metin að verðleikum. Sem sagt passað vel uppá að staða þeirra í meðferðarvinnunni sé sterk og reynt að gæta vel að stöðugildi þeirra séu næg. Ef maður hins vegar vill rýna nánar í orð þessa ágæta fulltrúa framkvæmdarstjórnar þá eru áfengis- og vímuefnaráðgjafar greinilega ódýrt vinnuafl og umhugsunarvert að svo sé miðað við mikilvægi stéttarinnar. Framkvæmdastjórn mætti beita sér meira til að fá þau laun leiðrétt í þjónustusamningum frekar en að óttast yfirtöku „dýrari fagstétta“. Í öðru lagi er sagt að meðferðin sé orðin alltof dýr og núverandi stjórnendur séu að sigla skútunni í kaf. Að það sé aukin yfirkeyrsla ár eftir ár. Þetta er sérstök fullyrðing í ljósi þess að reksturinn er bara eins og hann hefur alltaf verið. Ríkið greiðir vel á tólfta hundruð milljónir gegnum þjónustusamning og samþykkt er af stjórn viðbót, ca 200 milljónir á núvirði, af sjálfsaflafé eins og til fjölda margra ára. Engar stökkbreytingar hafa orðið þar á. Stöðugildi, rekstrarkostnaður og framalög taka litlum sveiflum þegar litið er mörg ár aftur í tímann. Þetta sýna tölur úr ársreikningi síðasta árs og síðustu ára. Það er sem sagt ekkert að frétta. Meðferðin var meira að segja dýrari árin 2007, 2008 og 2013 heldur en 2017-2019. Enn og aftur. Ekkert að frétta þar. Launakostnaður er ekki heldur að taka neinum stökkbreytingum. Launakostnaður eru meira að segja kominn undir launavísitölu síðustu ár. Frábærar fréttir auðvitað í rekstrarlegu tilliti, en kannski ekki eins góðar ef tekið er mið af launaþróun í landinu. Þetta þýðir að starfsfólk SÁÁ er ódýrara en gengur og gerist í samfélaginu. Þvílíkt bruðl, eða hitt þó heldur. Í þriðja lagi er hávært tal um að Valgerður og stjórnendur á meðferðarsviði hyggist afhenda Ríkinu SÁÁ eða eigur þess. Jafnvel að Geðdeild Landspítala eigi að reka Vog og Ríkið að stýra meðferðinni. Þetta er svo fjarri lagi að manni setur hreinlega hljóðan. Að fólk haldi á lofti þessari bábylju þrátt fyrir að margítrekað sé bæði af Valgerði og öðrum á meðferðarsviði að ekkert slíkt sé inn í myndinni er með ólíkindum. Það er eins og ef eitthvað sé bara sagt nógu oft þá sé það satt. Ég get skammlaust upplýst það að í öllum samtölum, teymisvinnu og fundum inn á meðferðarsviði er ávallt það sjónarmið að SÁÁ eigi að vera sjálfstætt, reka faglega meðferð gegnum þjónustusamninga eins og áður og vera áfram sjálfseignastofnun. Hins vegar eru lög í landinu sem kveða á um hvernig sjúkrahúsrekstur á að vera og SÁÁ getur ekki starfað í bága við þau lög. Það þarf faglega stjórn yfir sjúkrarekstri og um það voru deilur í vetur. Framkvæmdastjórn fór á svig við þau lög þegar hún fór framhjá löglega ráðnum forstjóra lækninga og taldi sig geta tekið ákvörðun um hverjir eigi að vinna í meðferðinni. Ef við tökum dæmi og setjum þetta í annað samhengi þá er þetta svipað og að bæjarstjórn Kópavogs myndi mæta í Kópavogsskóla og segja upp öllum tónmenntakennurum án samráðs við skólastjórnendur. Það sjá allir, og ekki síst sellókennarar, að það er pínu galið. Ekki furða að starfsfólki hafi ofboðið og orðið reitt. Það að vilja fylgja lögum og hafa faglega stjórn yfir sjúkrarekstri jafngildir ekki að afhenda ríkinu SÁÁ og eigur þess. Það þarf ansi ríkt ímyndunarafl til að sjá þá atburðarás raungerast. Fyrir utan að það ekki hægt. Það er margt fleira í þessari umræðu rangfærslur, uppspuni eða rangtúlkanir. Margt fært í stílinn, teygt, togað og sett fram sem heilagur sannleikur. Ég ætla ekki að tíunda meira um það. Þið sem mig þekkið vitið vel að ég er seinþreyttur til vandræða og vil helst ekki hallmæla neinu fólki. En ég gat bara ekki orða bundist eftir allt sem hefur verið að ganga á uppá síðkastið. Þið megið vita það að mest af þessum málflutningi passar bara alls ekki við þann veruleika sem ég upplifi í vinnunni á Vogi. Það er ansi sárt að horfa endurtekið upp á rangfærslur þegar maður veit betur. Þið þekkið eflaust mörg þá tilfinningu, og hún er ansi rík hjá mér í dag. En ég get ekki komist að annarri niðurstöðu en að það sé ekkert að frétta. Það er engin ógn og sjúkrareksturinn er bara alveg eins og hann hefur alltaf verið. Fólk getur dregið af þessari frásögn sínar niðurstöður. Mér sýnist sumir þarna úti hafa ekki áhuga á raunveruleikanum og þeir verða að eiga það við sig. Við hin viljum bara veg SÁÁ sem mestan, meðferðina okkar faglega og góða og halda áfram að bæta áratuga frábært starf í samvinnu og sátt. Höfundur er dagskrárstjóri SÁÁ á Vogi.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar