Betri vinnutími framundan hjá ríkisstarfsmönnum Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. júlí 2020 10:00 Sverrir Jónsson skrifstofustjóri kjara- og mannauðstefnu ríkisins, Fjármálaráðuneytinu Arnarhvoli Vísir/Vilhelm „Stundum tölum við eins og vinnustaður framtíðarinnar sé þar sem börnin okkar eða barnabörn munu vinna, en við gleymum okkur sjálfum. Það er tímabært að hefja samtal um hvernig vinnustaðir bregðast við og aðlagast stafrænni þróun og við þurfum að æfa okkur í að breyta,“ segir Sverrir Jónsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins en þessa dagana er unnið að breytingum um betri vinnutíma fyrir ríkisstarfsmenn. Hjá ríkinu starfa um tuttugu þúsund manns á um 150 stofnunum um land allt og segir Sverrir ríkið ekki geta litið fram hjá því að vinnuumhverfið er að taka miklum breytingum. Að sögn Sverris er nú unnið að umbótaverkefninu Betri vinnutími en það hefur þann tilgang að bæta vinnustaðamenningu og starfsemi stofnana. Sverrir segir að nú standi yfir undirbúningur að leiðbeiningum fyrir umbótasamtöl í samstarfi kjara- og mannauðssýslu, stéttarfélaganna og forstöðumanna. „Við viljum hvetja starfsfólk og stjórnendur til að sjá fyrir sér hvernig vinnustaðurinn gæti verið, án þess að vera of bundin af því hvernig hlutirnir eru gerðir í dag,“ segir Sverrir og bætir við „Umbótasamtalið er vettvangur til að ákveða í sameiningu hvað má gera öðruvísi, hætta að gera eða byrja á.“ Sverrir segir ætlunina að vera að hvetja starfsfólk og stjórnendur til að sjá fyrir sér hvernig vinnustaðurinn gæti verið án þess að vera of bundin af því hvernig hlutirnir eru gerðir í dag. Umbótasamtalið eigi þannig að verða vettvangur til að ákveða í sameiningu hvað má gera öðruvísi, hætta að gera eða byrja á. „Markmiðið er að búa til betra starfsumhverfi á framsýnum vinnustað. Við viljum nota tækifærið til að hreyfa við vinnustöðum ríkisins og hvetja til umbóta í daglegum störfum,“ segir Sverrir. Sverrir segir verkefnið um betri vinnutíma gefa ríkinu tækifæri til að bregðast við auknum kröfum um sveigjanleika í vinnutíma og að auðvelda samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. „Mörg störf eru til dæmis þess eðlis að það skiptir ekki alltaf máli í hvaða húsi þeim er sinnt,“ segir Sverrir. Að hans sögn var ekki mikil menning fyrir fjarvinnu eða heimavinnu að hluta fyrir tíma samkomubanns. „Þegar á reyndi í vetur störfuðu samt heilu deildirnar og stofnanirnar að heiman með góðum árangri fyrir alla sem í hlut áttu. Það kom þannig á daginn að það voru viðhorf umfram annað sem héldu aftur af tækifærinu,“ segir Sverrir og bætir við „Nú þegar margir hafa prófað þetta á eigin skinni viljum við nýta reynsluna til að fjölga störfum án staðsetningar og jafnframt að festa betur í sessi möguleika á fjarvinnu að hluta.“ Stytting vinnutíma gerist ekki að sjálfu sér Að sögn Sverris fólu kjarasamningarnir sem ríkið gerði í vetur það meðal annars í sér að samið var breytingar á vinnutíma líkt og í lífskjarasamningum. Hann segir þó að stytting vinnutíma gerist ekki sjálfkrafa. Stytting vinnutíma gerist ekki af sjálfu sér heldur verður eitthvað að breytast til að það sé hægt. Það er skammgóður vermir að gera allt það sama og áður en bara hraðar. Það þarf að hafa fyrir vinnutímabreytingunum og þess vegna varð til verkefnið um betri vinnutíma. Í stuttu máli gengur það út á að starfsfólk og stjórnendur stofnana ræði saman um verkefnin, skipulag þeirra og í hvað orkan og athyglin fer. Það verður gert í umbótasamtölum sem fara fram á stofnunum í haust,“ segir Sverrir. Sverrir segir markmið allra nokkurn veginn það sama: Að veita almenningi góða þjónustu og bæta lífskjör í landinu. Þrátt fyrir sama markmið þá er starfsemi stofnana ólík og mannauðurinn er fjölbreyttur. Vaktaskipulag í heilbrigðisþjónustu og löggæslu er til dæmis frábrugðið starfsumhverfi skrifstofufólks. Þess vegna verða breytingar á vinnutíma útfærðar á hverri stofnun fyrir sig. Sverrir segir fjarvinnu ekki hafa verið mikla hjá ríkistarfsmönnum fyrir tíma samkomubanns en nú sé annað upp á teningnum og heimavinna að hluta orðin eftirsótt af mörgum.Vísir/Vilhelm Teymisvinna frekar en kostnaður Sverrir segir umbætur ekkert endilega kostnaðarsamar eða flóknar þótt þær hafi mikið áhrif. Sem dæmi nefnir Sverrir verkefni hjá Þjóðskrá. „Við getum náð merkilega langt með því að þora að gera öðruvísi og huga vel að teymisvinnu. Sem dæmi náði Þjóðskrá Íslands að stytta afgreiðslutíma vegabréfa og vottorða ásamt því að afmá biðlista. Það var gert með því einu að taka upp virka töflustjórnun og daglega fundi auk þess sem teymið skipulagði sig öðruvísi. Breytingin gerðist ekki á einni nóttu en með samhentu átaki og góðu skipulagi náðist eftirtektarverður árangur. Það er svona sem við viljum hreyfa við vinnustöðum ríkisins og hvetja til umbóta í daglegum störfum,“ segir Sverrir. Sverrir segir vefsíðuna betrivinnutimi.is vera í vinnslu en þar verða leiðbeiningar og verkfærakista fyrir umbótasamtölin þar sem starfsfólk og stjórnendur geta nálgast upplýsingar um verkefnið og hvað í því felst. Þar verði einnig fræðsla um hvernig má standa að breytingum og hugmyndir um hvernig skipuleggja má vinnutíma í breyttu fyrirkomulagi. Að sögn Sverris fer verkefnið af stað af fullum þunga eftir sumarfrí. En hvenær má gera ráð fyrir að vinnutími starfsfólks fari að breytast? Tímaáætlun er mismunandi eftir því hvort um dagvinnu eða vaktavinnu er að ræða. Breytingar í vaktavinnu krefjast meiri undirbúnings og þær taka gildi 1. maí 2021 en breytingar á vinnutíma í dagvinnu eiga að taka gildi um næstu áramót og jafnvel fyrr þar sem vel gengur. En þó að breyttur vinnutími taki gildi þá lýkur umbótasamtalinu aldrei. Vilji og geta til að breytast þarf að vera hluti af vinnustaðamenningu okkar allra. Það er miklu minna átak að gera litlar breytingar og oft, frekar en að gera þær sjaldan og þá í stórum skrefum. Þannig verður til umhverfi stöðugra umbóta, sem reynslan segir að sé miklu skemmtilegra að starfa í,“ segir Sverrir. Að hans sögn munu stofnanir geta prófað sig áfram í breytingum á vinnutíma til að sjá hvað hentar best. Sums staðar geti hentað að taka nokkur lítil skref frekar en eitt stórt en aðalmálið sé að starfsfólk og stjórnendur komi sér saman um leiðir. „Svo má ekki gleyma að hafa gaman af verkefninu, þetta er skemmtilegt tækifæri sem ég vona að allir nýti vel,“ segir Sverrir að lokum. Vinnumarkaður Stjórnun Fjarvinna Tengdar fréttir Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00 Gjörbreyttir vinnustaðir um land allt: „Búseta starfsmanna skiptir í raun ekki máli“ Vinnustaðir um land allt eru að taka stakkaskiptum í kjölfar kórónufaraldurs. Fjarfundir færa fólkið nær hvort öðru þannig að höfuðborg og landsbyggð eru ekki eins aðskilin. Fjarvinna virðist stefna í að verða hluti af baráttunni við loftlagsvánna. 10. júní 2020 09:00 Fækkun ferðalaga, breytt fundarmenning og ný tækifæri fyrir alþjóðlegt umhverfi „Þessi faraldur hefur gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa aðstæður sem áður voru ekki taldar henta eða ganga upp,“ segir Valdís Arnórsdóttir hjá Marel. 10. júní 2020 11:00 Ríkið: „Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða“ Vinnustaðir eru að breytast hratt þessi misserin og það á við um vinnustaði hins opinbera eins og í einkageiranum. 10. júní 2020 13:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Stundum tölum við eins og vinnustaður framtíðarinnar sé þar sem börnin okkar eða barnabörn munu vinna, en við gleymum okkur sjálfum. Það er tímabært að hefja samtal um hvernig vinnustaðir bregðast við og aðlagast stafrænni þróun og við þurfum að æfa okkur í að breyta,“ segir Sverrir Jónsson skrifstofustjóri Kjara- og mannauðssýslu ríkisins en þessa dagana er unnið að breytingum um betri vinnutíma fyrir ríkisstarfsmenn. Hjá ríkinu starfa um tuttugu þúsund manns á um 150 stofnunum um land allt og segir Sverrir ríkið ekki geta litið fram hjá því að vinnuumhverfið er að taka miklum breytingum. Að sögn Sverris er nú unnið að umbótaverkefninu Betri vinnutími en það hefur þann tilgang að bæta vinnustaðamenningu og starfsemi stofnana. Sverrir segir að nú standi yfir undirbúningur að leiðbeiningum fyrir umbótasamtöl í samstarfi kjara- og mannauðssýslu, stéttarfélaganna og forstöðumanna. „Við viljum hvetja starfsfólk og stjórnendur til að sjá fyrir sér hvernig vinnustaðurinn gæti verið, án þess að vera of bundin af því hvernig hlutirnir eru gerðir í dag,“ segir Sverrir og bætir við „Umbótasamtalið er vettvangur til að ákveða í sameiningu hvað má gera öðruvísi, hætta að gera eða byrja á.“ Sverrir segir ætlunina að vera að hvetja starfsfólk og stjórnendur til að sjá fyrir sér hvernig vinnustaðurinn gæti verið án þess að vera of bundin af því hvernig hlutirnir eru gerðir í dag. Umbótasamtalið eigi þannig að verða vettvangur til að ákveða í sameiningu hvað má gera öðruvísi, hætta að gera eða byrja á. „Markmiðið er að búa til betra starfsumhverfi á framsýnum vinnustað. Við viljum nota tækifærið til að hreyfa við vinnustöðum ríkisins og hvetja til umbóta í daglegum störfum,“ segir Sverrir. Sverrir segir verkefnið um betri vinnutíma gefa ríkinu tækifæri til að bregðast við auknum kröfum um sveigjanleika í vinnutíma og að auðvelda samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. „Mörg störf eru til dæmis þess eðlis að það skiptir ekki alltaf máli í hvaða húsi þeim er sinnt,“ segir Sverrir. Að hans sögn var ekki mikil menning fyrir fjarvinnu eða heimavinnu að hluta fyrir tíma samkomubanns. „Þegar á reyndi í vetur störfuðu samt heilu deildirnar og stofnanirnar að heiman með góðum árangri fyrir alla sem í hlut áttu. Það kom þannig á daginn að það voru viðhorf umfram annað sem héldu aftur af tækifærinu,“ segir Sverrir og bætir við „Nú þegar margir hafa prófað þetta á eigin skinni viljum við nýta reynsluna til að fjölga störfum án staðsetningar og jafnframt að festa betur í sessi möguleika á fjarvinnu að hluta.“ Stytting vinnutíma gerist ekki að sjálfu sér Að sögn Sverris fólu kjarasamningarnir sem ríkið gerði í vetur það meðal annars í sér að samið var breytingar á vinnutíma líkt og í lífskjarasamningum. Hann segir þó að stytting vinnutíma gerist ekki sjálfkrafa. Stytting vinnutíma gerist ekki af sjálfu sér heldur verður eitthvað að breytast til að það sé hægt. Það er skammgóður vermir að gera allt það sama og áður en bara hraðar. Það þarf að hafa fyrir vinnutímabreytingunum og þess vegna varð til verkefnið um betri vinnutíma. Í stuttu máli gengur það út á að starfsfólk og stjórnendur stofnana ræði saman um verkefnin, skipulag þeirra og í hvað orkan og athyglin fer. Það verður gert í umbótasamtölum sem fara fram á stofnunum í haust,“ segir Sverrir. Sverrir segir markmið allra nokkurn veginn það sama: Að veita almenningi góða þjónustu og bæta lífskjör í landinu. Þrátt fyrir sama markmið þá er starfsemi stofnana ólík og mannauðurinn er fjölbreyttur. Vaktaskipulag í heilbrigðisþjónustu og löggæslu er til dæmis frábrugðið starfsumhverfi skrifstofufólks. Þess vegna verða breytingar á vinnutíma útfærðar á hverri stofnun fyrir sig. Sverrir segir fjarvinnu ekki hafa verið mikla hjá ríkistarfsmönnum fyrir tíma samkomubanns en nú sé annað upp á teningnum og heimavinna að hluta orðin eftirsótt af mörgum.Vísir/Vilhelm Teymisvinna frekar en kostnaður Sverrir segir umbætur ekkert endilega kostnaðarsamar eða flóknar þótt þær hafi mikið áhrif. Sem dæmi nefnir Sverrir verkefni hjá Þjóðskrá. „Við getum náð merkilega langt með því að þora að gera öðruvísi og huga vel að teymisvinnu. Sem dæmi náði Þjóðskrá Íslands að stytta afgreiðslutíma vegabréfa og vottorða ásamt því að afmá biðlista. Það var gert með því einu að taka upp virka töflustjórnun og daglega fundi auk þess sem teymið skipulagði sig öðruvísi. Breytingin gerðist ekki á einni nóttu en með samhentu átaki og góðu skipulagi náðist eftirtektarverður árangur. Það er svona sem við viljum hreyfa við vinnustöðum ríkisins og hvetja til umbóta í daglegum störfum,“ segir Sverrir. Sverrir segir vefsíðuna betrivinnutimi.is vera í vinnslu en þar verða leiðbeiningar og verkfærakista fyrir umbótasamtölin þar sem starfsfólk og stjórnendur geta nálgast upplýsingar um verkefnið og hvað í því felst. Þar verði einnig fræðsla um hvernig má standa að breytingum og hugmyndir um hvernig skipuleggja má vinnutíma í breyttu fyrirkomulagi. Að sögn Sverris fer verkefnið af stað af fullum þunga eftir sumarfrí. En hvenær má gera ráð fyrir að vinnutími starfsfólks fari að breytast? Tímaáætlun er mismunandi eftir því hvort um dagvinnu eða vaktavinnu er að ræða. Breytingar í vaktavinnu krefjast meiri undirbúnings og þær taka gildi 1. maí 2021 en breytingar á vinnutíma í dagvinnu eiga að taka gildi um næstu áramót og jafnvel fyrr þar sem vel gengur. En þó að breyttur vinnutími taki gildi þá lýkur umbótasamtalinu aldrei. Vilji og geta til að breytast þarf að vera hluti af vinnustaðamenningu okkar allra. Það er miklu minna átak að gera litlar breytingar og oft, frekar en að gera þær sjaldan og þá í stórum skrefum. Þannig verður til umhverfi stöðugra umbóta, sem reynslan segir að sé miklu skemmtilegra að starfa í,“ segir Sverrir. Að hans sögn munu stofnanir geta prófað sig áfram í breytingum á vinnutíma til að sjá hvað hentar best. Sums staðar geti hentað að taka nokkur lítil skref frekar en eitt stórt en aðalmálið sé að starfsfólk og stjórnendur komi sér saman um leiðir. „Svo má ekki gleyma að hafa gaman af verkefninu, þetta er skemmtilegt tækifæri sem ég vona að allir nýti vel,“ segir Sverrir að lokum.
Vinnumarkaður Stjórnun Fjarvinna Tengdar fréttir Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00 Gjörbreyttir vinnustaðir um land allt: „Búseta starfsmanna skiptir í raun ekki máli“ Vinnustaðir um land allt eru að taka stakkaskiptum í kjölfar kórónufaraldurs. Fjarfundir færa fólkið nær hvort öðru þannig að höfuðborg og landsbyggð eru ekki eins aðskilin. Fjarvinna virðist stefna í að verða hluti af baráttunni við loftlagsvánna. 10. júní 2020 09:00 Fækkun ferðalaga, breytt fundarmenning og ný tækifæri fyrir alþjóðlegt umhverfi „Þessi faraldur hefur gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa aðstæður sem áður voru ekki taldar henta eða ganga upp,“ segir Valdís Arnórsdóttir hjá Marel. 10. júní 2020 11:00 Ríkið: „Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða“ Vinnustaðir eru að breytast hratt þessi misserin og það á við um vinnustaði hins opinbera eins og í einkageiranum. 10. júní 2020 13:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Fjárfesta í tvöfaldri vinnuaðstöðu og fjölga starfsfólki Stjórnendur CCP gera ráð fyrir að í framtíðinni muni starfsfólk vinna að hluta til heiman frá og að hluta til á staðnum. Fyrirtækið fjárfestir í veglegum heimaskrifstofum fyrir tugi milljóna og fjölgar starfsfólki. 24. júní 2020 10:00
Gjörbreyttir vinnustaðir um land allt: „Búseta starfsmanna skiptir í raun ekki máli“ Vinnustaðir um land allt eru að taka stakkaskiptum í kjölfar kórónufaraldurs. Fjarfundir færa fólkið nær hvort öðru þannig að höfuðborg og landsbyggð eru ekki eins aðskilin. Fjarvinna virðist stefna í að verða hluti af baráttunni við loftlagsvánna. 10. júní 2020 09:00
Fækkun ferðalaga, breytt fundarmenning og ný tækifæri fyrir alþjóðlegt umhverfi „Þessi faraldur hefur gefið alþjóðlegum fyrirtækjum tækifæri til að prófa aðstæður sem áður voru ekki taldar henta eða ganga upp,“ segir Valdís Arnórsdóttir hjá Marel. 10. júní 2020 11:00
Ríkið: „Covid flýtti í raun bara þróun sem var að verða“ Vinnustaðir eru að breytast hratt þessi misserin og það á við um vinnustaði hins opinbera eins og í einkageiranum. 10. júní 2020 13:00