Einar Hermannsson bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri SÁÁ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 20:23 Einar Hermannsson ásamt Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi. Aðsend Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ í aðdraganda stjórnarkosninganna og hafa fylkingar beggja frambjóðenda haft sig mjög frammi í fjölmiðlum síðustu daga. Boðað var til aðalfundarins klukkan fimm nú síðdegis en hann hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í sex. Fundarsókn var mikil og löng biðröð myndaðist fyrir utan fundarsalinn. Stjórnarkjör fór fram rafrænt og hófst skömmu fyrir klukkan átta. Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson buðu fram lista, auk eins framboð til viðbótar. 490 atkvæði voru greidd á fundinum og fengu Einar og frambjóðendur hans um 280 atkvæði. Einar er þó ekki orðinn formaður en valið verður í stöðuna á fundi aðalstjórnar nú í kvöld. Þórarinn sækist einnig eftir formannsembættinu. Fjölmennt var á fundinum á hótel Nordica í kvöld.Aðsend Titringurinn innan SÁÁ á sér nokkuð langan aðdraganda. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum í mars til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar einnig dregnar til baka. Valgerður studdi Einar í formannskjörinu og þá lýstu 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ við stuðningi við Einar í síðustu viku. Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrætti að undanförnu. Starfsmennirnir 57 sögðu þó í yfirlýsingu sinni í liðinni viku að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og bróðir Þórarins, fjallaði ítarlega formannsslag í SÁÁ, í grein sem hann birti á Vísi í gær. Hann sagði rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning einkenna þann málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beindist gegn Þórarni, sem er fyrrverandi yfirlæknir SÁÁ. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að Einar hefði borið sigur úr býtum í formannskosningu SÁÁ. Það er ekki rétt heldur náði listi hans kjöri í stjórn SÁÁ. Formannskjör fer fram á fundi aðalstjórnar í kvöld. Ólga innan SÁÁ Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Listi Einars Hermannssonar var nú rétt í þessu kjörinn í stjórn SÁÁ á aðalfundi samtakanna á Hilton Nordica í Reykjavík. Mikil ólga hefur verið innan SÁÁ í aðdraganda stjórnarkosninganna og hafa fylkingar beggja frambjóðenda haft sig mjög frammi í fjölmiðlum síðustu daga. Boðað var til aðalfundarins klukkan fimm nú síðdegis en hann hófst ekki fyrr en klukkan var langt gengin í sex. Fundarsókn var mikil og löng biðröð myndaðist fyrir utan fundarsalinn. Stjórnarkjör fór fram rafrænt og hófst skömmu fyrir klukkan átta. Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson buðu fram lista, auk eins framboð til viðbótar. 490 atkvæði voru greidd á fundinum og fengu Einar og frambjóðendur hans um 280 atkvæði. Einar er þó ekki orðinn formaður en valið verður í stöðuna á fundi aðalstjórnar nú í kvöld. Þórarinn sækist einnig eftir formannsembættinu. Fjölmennt var á fundinum á hótel Nordica í kvöld.Aðsend Titringurinn innan SÁÁ á sér nokkuð langan aðdraganda. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga, sagði upp störfum í mars til að mótmæla því að öllum sálfræðingum og lýðheilsufræðingi hefði verið sagt upp við stofnunina án samráðs við hana. Hún dró uppsögn sína þó til baka og í framhaldinu voru hinar uppsagnirnar einnig dregnar til baka. Valgerður studdi Einar í formannskjörinu og þá lýstu 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ við stuðningi við Einar í síðustu viku. Þá hefur einnig verið fjallað um fjárhagsvandræði SÁÁ, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en SÁÁ hefur líkt og aðrir fundið fyrir tekjusamdrætti að undanförnu. Starfsmennirnir 57 sögðu þó í yfirlýsingu sinni í liðinni viku að vandi SÁÁ snúist ekki um peninga heldur „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum.“ Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og bróðir Þórarins, fjallaði ítarlega formannsslag í SÁÁ, í grein sem hann birti á Vísi í gær. Hann sagði rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning einkenna þann málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beindist gegn Þórarni, sem er fyrrverandi yfirlæknir SÁÁ. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar kom fram að Einar hefði borið sigur úr býtum í formannskosningu SÁÁ. Það er ekki rétt heldur náði listi hans kjöri í stjórn SÁÁ. Formannskjör fer fram á fundi aðalstjórnar í kvöld.
Ólga innan SÁÁ Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira