Viðskipti innlent

155 manns sagt upp í fjórum hóp­upp­sögnum

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill

Alls var 155 manns sagt upp í fjórum hópuppsögnum í nýliðnum júnímánuði.

Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Vísi. „Þetta er í samræmi við spár okkar, og miklu minna en hefur verið síðustu mánuði.“

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar mældist atvinnuleysi 9,9 prósent í maímánuði, þar sem atvinnuleysi mælist mest í aldurshópnum 16 til 24 ára eða 23,3 prósent.

Unnur segist eiga von á að atvinnuleysi aukist á ný í ágúst þegar margir verða búnir að vinna uppsagnarfrest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×