Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2020 21:00 Ríkislögreglustjóri, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra vígðu stafrænu ökuskírteinin á blaðamannafundi í morgun. ELÍSABET INGA Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. Formlega var opnað fyrir aðgang að stafrænum ökuskírteinum á blaðamannafundi í morgun. „Þetta vonandi einfaldar líf fólks. Ekki síst í umferðinni þegar sýna þarf fram á ökuréttindi en líka þegar sýna þarf skilríki t.d. í apóteki, áfengisversluninni eða við kosningar,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sótt er um stafrænt ökuskírteini á vefnum island.is þar sem notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notanda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundist birtist tengill til að sækja skírteinið í símann. Síðan hefur verið hæg í dag sökum þess hve mikil umferð er inn á hana. „Fólk þarf auðvitað að passa sig að vera ekki að senda skjámynd af skírteininu sínu í heild. Því á því er bæði kóði og númer sem eru auðvitað persónuskilríki þannig það þarf að gæta að því,“ sagði Áslaug Arna. Stafræna ökuskírteinið er jafn gilt skilríki og þetta útprentaða.stöð 2 Áslaug segist ekki hrædd um að stafrænt skírteini bjóði upp á möguleika til misnotkunar. „Það er kóði sem þarf að skanna til að sjá hvort þetta sé virkt í þínum réttum síma og annað. Síðan er það hreyfanlegt og erfitt að falsa það þar sem það er líka tvöfalt öryggi inni á síðunni þar sem þú þarft að skrá þig inn tvisvar með rafrænum skilríkjum þegar þú ert að sækja kortið,“ sagði Áslaug Arna. Ísland er annað ríkið í Evrópu til að taka stafrænu skírteinin í notkun og fetum við þar með í spor Norðmanna. „Evrópusambandsríkin og Evrópusambandið er ekki tilbúið að viðurkenna rafræn skírteini eins og er,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Frá blaðamannafundi í morgun.ELÍSABET INGA Stafræna ökuskírteinið gildir því einungis hér á landi. „Þetta er ábyggilega þrýstingur á önnur ríki að fara sömu leið,“ sagði Sigurður Ingi. Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega svo ekki sé hægt að misnota skírteinið missi fólk ökuréttindi. „Á hverjum degi er það í réttum lit. Það er bleikt ef þú ert með gild ökurétindi en ef þú hefðir misst prófið í gær væri það orðið grátt í dag,“ sagði Áslaug Arna. „Þetta hjálpar örugglega mörgum því margir gleyma ökuskírteininu en sjaldnast símanum,“ sagði Sigurður Ingi. Sextán þúsund hafa sótt stafræn ökuskírteini það sem af er degi að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur markaðsstjóra Stafræns Íslands. Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. Formlega var opnað fyrir aðgang að stafrænum ökuskírteinum á blaðamannafundi í morgun. „Þetta vonandi einfaldar líf fólks. Ekki síst í umferðinni þegar sýna þarf fram á ökuréttindi en líka þegar sýna þarf skilríki t.d. í apóteki, áfengisversluninni eða við kosningar,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Sótt er um stafrænt ökuskírteini á vefnum island.is þar sem notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notanda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundist birtist tengill til að sækja skírteinið í símann. Síðan hefur verið hæg í dag sökum þess hve mikil umferð er inn á hana. „Fólk þarf auðvitað að passa sig að vera ekki að senda skjámynd af skírteininu sínu í heild. Því á því er bæði kóði og númer sem eru auðvitað persónuskilríki þannig það þarf að gæta að því,“ sagði Áslaug Arna. Stafræna ökuskírteinið er jafn gilt skilríki og þetta útprentaða.stöð 2 Áslaug segist ekki hrædd um að stafrænt skírteini bjóði upp á möguleika til misnotkunar. „Það er kóði sem þarf að skanna til að sjá hvort þetta sé virkt í þínum réttum síma og annað. Síðan er það hreyfanlegt og erfitt að falsa það þar sem það er líka tvöfalt öryggi inni á síðunni þar sem þú þarft að skrá þig inn tvisvar með rafrænum skilríkjum þegar þú ert að sækja kortið,“ sagði Áslaug Arna. Ísland er annað ríkið í Evrópu til að taka stafrænu skírteinin í notkun og fetum við þar með í spor Norðmanna. „Evrópusambandsríkin og Evrópusambandið er ekki tilbúið að viðurkenna rafræn skírteini eins og er,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Frá blaðamannafundi í morgun.ELÍSABET INGA Stafræna ökuskírteinið gildir því einungis hér á landi. „Þetta er ábyggilega þrýstingur á önnur ríki að fara sömu leið,“ sagði Sigurður Ingi. Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega svo ekki sé hægt að misnota skírteinið missi fólk ökuréttindi. „Á hverjum degi er það í réttum lit. Það er bleikt ef þú ert með gild ökurétindi en ef þú hefðir misst prófið í gær væri það orðið grátt í dag,“ sagði Áslaug Arna. „Þetta hjálpar örugglega mörgum því margir gleyma ökuskírteininu en sjaldnast símanum,“ sagði Sigurður Ingi. Sextán þúsund hafa sótt stafræn ökuskírteini það sem af er degi að sögn Vigdísar Jóhannsdóttur markaðsstjóra Stafræns Íslands.
Tækni Samgöngur Tengdar fréttir Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06
Stafræn ökuskírteini kynnt í dag Boðað hefur verið til blaðamannafundar í dag vegna útgáfu rafrænna ökuskírteina. 1. júlí 2020 06:25