Segir breytingu á eignarhaldi engin áhrif hafa á sjálfstæði íslenskra rithöfunda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2020 20:00 Á myndinni má sjá þá sem að samingsgerðinni komu: Standandi: Kristófer Jónasson frá LOGOS, Gunnar Sturluson frá LOGOS, Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi og Árni Einarsson, stjórnarmaður í Mál og menningu og Forlaginu. Sitjandi: Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, Röstan Panday, stjórnarformaður Storytel AB, Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, Soffía Eydís Björgvinsdóttir frá KPMG og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með þrjátíu prósenta hlut í félaginu sem mun starfa sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið streymisveitu Storytel á Íslandi. „Hvernig er hljóðið í rithöfundum varðandi þessa breytingu? Auðvitað kemur þetta höfundum og mörgum á óvart. En ég held og hef heyrt að þegar við höfum útskýrt fyrir þeim hvaða breytingar þetta hefur í för með sér þá sjá allir tækifæri í þessu,“ sagði Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir jafnframt að breyting á eignarhaldi muni í engum tilfellum hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra rithöfunda. Stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins tekur í sama streng. „Það eru í gildi samningar milli félags bókaútgefanda og rithöfundasambands íslands og Forlagið sem fyrirtæki óháð eignarhaldi ber ábyrgð á að þeir samningar séu efndir,“ sagði Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. „Það hefur ekki verið neitt launungarmál að sala á prentuðum bókum hérlendis jafnt og erlendis dregist verulega saman. Hins vegar hefur sala á stafrænum bókum nánast alls staðar annars staðar á nágrannalöndunum aukist verulega,“ sagði Egill Örn. Ísland hafi þó setið eftir en nú gefst að sögn Egils tækifæri til að stíga skref inn í framtíðina. Landsstjóri Storytel á Íslandi segir greiðslur til höfunda tryggðar þegar um stafræna útgáfu er að ræða. Storytel gerir greiðslusamninga við Forlagið sem gerir samninga við útgefendur og höfunda. „Við höfum svosem ekki upplýsingar hverjar þær greiðslur eru en við greiðum á milli 50 og 60% af öllum okkar tekjum til útgefanda,“ sagði Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu, stærstu bókaútgáfu landsins. Seljandinn, bókmenntafélagið Mál og menning, mun áfram fara með þrjátíu prósenta hlut í félaginu sem mun starfa sem sjálfstætt bókaforlag, aðskilið streymisveitu Storytel á Íslandi. „Hvernig er hljóðið í rithöfundum varðandi þessa breytingu? Auðvitað kemur þetta höfundum og mörgum á óvart. En ég held og hef heyrt að þegar við höfum útskýrt fyrir þeim hvaða breytingar þetta hefur í för með sér þá sjá allir tækifæri í þessu,“ sagði Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins. Hann segir jafnframt að breyting á eignarhaldi muni í engum tilfellum hafa áhrif á sjálfstæði íslenskra rithöfunda. Stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins tekur í sama streng. „Það eru í gildi samningar milli félags bókaútgefanda og rithöfundasambands íslands og Forlagið sem fyrirtæki óháð eignarhaldi ber ábyrgð á að þeir samningar séu efndir,“ sagði Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Máls og menningar og Forlagsins. „Það hefur ekki verið neitt launungarmál að sala á prentuðum bókum hérlendis jafnt og erlendis dregist verulega saman. Hins vegar hefur sala á stafrænum bókum nánast alls staðar annars staðar á nágrannalöndunum aukist verulega,“ sagði Egill Örn. Ísland hafi þó setið eftir en nú gefst að sögn Egils tækifæri til að stíga skref inn í framtíðina. Landsstjóri Storytel á Íslandi segir greiðslur til höfunda tryggðar þegar um stafræna útgáfu er að ræða. Storytel gerir greiðslusamninga við Forlagið sem gerir samninga við útgefendur og höfunda. „Við höfum svosem ekki upplýsingar hverjar þær greiðslur eru en við greiðum á milli 50 og 60% af öllum okkar tekjum til útgefanda,“ sagði Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira