Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. júlí 2020 21:00 Frá undirritun viljayfirlýsingar. AKRANESKAUPSTAÐUR Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag en það eru Akraneskaupstaður og Brim sem koma að stofnuninni. Undirbúningur hefur staðið frá síðastliðnu hausti, þar sem KPMG ráðgjöf hefur leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Sautján manns víða í rannsóknar- og nýsköpunargeiranum undirrituðu viljayfirlýsnguna í dag. „Hér ætlum við að vinna að rannsóknum og nýsköpun á sviði nýjustu tækni, lýðheilsu og svo það sem snýr að umhverfismálum,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með uppbyggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Félaginu er ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og þá er gert ráð fyrir nýrri íbúabyggð á Breið. Við undirritunina var ný vefsíða Akraneskaupstaðar vígð, en á síðunni er hægt að spyrja spurninga í töluðu máli á íslensku og fá svör til baka líkt og sést í myndbandinu að ofan. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er verndari verkefnisins og bindur miklar vonir við það. „Það er auðvitað verið að kynna hér mjög skýra og metnaðarfulla sýn fyrir þetta svæði. Vonandi verða margföldunaráhrif af því, bæði fyrir Akraneskaupstað, svæðið hér í kring og svo landið í heild sinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Hún segir verkefnið að einhverju leyti taka við keflinu af Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stendur til að leggja niður. „Það sem mér finnst ánægjulegt að sjá er hvað allir eru með þessa áherslu. Hvort sem það eru sveitarfélög, einstaka fyrirtæki, stór og rótgróin fyrirtæki, einstaklingar sem vilja stofna fyrirtæki og það endurspeglast í þessu verkefni hér þannig já það má segja að þetta sé svona það sem koma skal,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðilar sem hafa lýst yfir vilja sínum til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis.AKRANESKAUPSTAÐUR Á næstunni verður efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á setrinu auk þess sem opinn dagur verður síðar í sumar þar sem öllum gefst kostur á að skoða húsnæðið. Reynslan sem fæst af verkefninu ætti að geta haft yfirfærslugildi fyrir önnur svæði á landinu sem mörg hver búa við breyttar aðstæður í atvinnuháttum. Akranes Nýsköpun Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag en það eru Akraneskaupstaður og Brim sem koma að stofnuninni. Undirbúningur hefur staðið frá síðastliðnu hausti, þar sem KPMG ráðgjöf hefur leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Sautján manns víða í rannsóknar- og nýsköpunargeiranum undirrituðu viljayfirlýsnguna í dag. „Hér ætlum við að vinna að rannsóknum og nýsköpun á sviði nýjustu tækni, lýðheilsu og svo það sem snýr að umhverfismálum,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með uppbyggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Félaginu er ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og þá er gert ráð fyrir nýrri íbúabyggð á Breið. Við undirritunina var ný vefsíða Akraneskaupstaðar vígð, en á síðunni er hægt að spyrja spurninga í töluðu máli á íslensku og fá svör til baka líkt og sést í myndbandinu að ofan. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er verndari verkefnisins og bindur miklar vonir við það. „Það er auðvitað verið að kynna hér mjög skýra og metnaðarfulla sýn fyrir þetta svæði. Vonandi verða margföldunaráhrif af því, bæði fyrir Akraneskaupstað, svæðið hér í kring og svo landið í heild sinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Hún segir verkefnið að einhverju leyti taka við keflinu af Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stendur til að leggja niður. „Það sem mér finnst ánægjulegt að sjá er hvað allir eru með þessa áherslu. Hvort sem það eru sveitarfélög, einstaka fyrirtæki, stór og rótgróin fyrirtæki, einstaklingar sem vilja stofna fyrirtæki og það endurspeglast í þessu verkefni hér þannig já það má segja að þetta sé svona það sem koma skal,“ sagði Þórdís Kolbrún. Aðilar sem hafa lýst yfir vilja sínum til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis.AKRANESKAUPSTAÐUR Á næstunni verður efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á setrinu auk þess sem opinn dagur verður síðar í sumar þar sem öllum gefst kostur á að skoða húsnæðið. Reynslan sem fæst af verkefninu ætti að geta haft yfirfærslugildi fyrir önnur svæði á landinu sem mörg hver búa við breyttar aðstæður í atvinnuháttum.
Akranes Nýsköpun Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira