Fótbolti

Fyrrum þjálfari Söru: „Hún býr yfir einhverju einstöku sem mjög fáir búa yfir“

Ísak Hallmundarson skrifar

„Þetta eru aðallega forréttindi fyrir mig, maður er ekki með neinar ranghugmyndir um það að hún hefði ekki endað á þessum stað þó maður hefði ekki komið að henni. Hún býr yfir einhverju einstöku, einhverju sem mjög fáir búa yfir, sem er ákveðið andlegt hugarfar,“ segir Kristján Ómar Björnsson um Söru Björk Gunnarsdóttur sem skrifaði undir hjá stórveldinu Lyon í gær. 

Kristján þjálfaði Söru á hennar unglingsárum og segir hana hafa ákveðið hugarfar sem fáir ef nokkrir hafa.

„Það endurspeglast ekki hvað síst í því sem hún lét hafa eftir sér eftir að hún skrifaði undir fyrir Lyon. Að hún vildi hafa þetta erfitt, hún vildi fá áskorun. Það eru ekki margir sem þora að stíga fram opinberlega og segja „ég er alltaf að stefna hærra““. 

„Ég hugsa að ég hafi á hverjum einasta tímapunkti verið að þjálfa einhverja sem hafa búið yfir meira hæfileikum heldur en Sara Björk. En enginn hefur búið yfir sama drifkrafti. Sara er númer eitt þegar kemur að svona árangurshugarfari í heiminum líklega,“ sagði Kristján að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×