Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. júlí 2020 22:30 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray line Stöð 2/Egill Tekjur rútufyrirtækisins Gray line fóru úr sjö hundruð milljónum á þriggja mánaða tímabili niður í sjö hundruð þúsund eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Félagið er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. Gray line er eitt þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem gripið hafa til þess ráðs að óska eftir greiðsluskjóli, í samræmi við lög um um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem Alþingi samþykkti í júní. „Eins og staðan er í dag þá sjáum við því miður ekki til lands. Við áttum kannski von á að eitthvað færi að rofa til núna í júlí en það er svosem ekki mikið að ske. Það sem við sjáum í kortunum er að bókanir fyrir seinnipart haustsins, nóvember, desember, janúar, febrúar eftir áramótin eru ágætlega góðar miðað við á síðasta ári en sumarmánuðirnir eru eiginlega farnir fyrir vind sýnist mér,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray line. Þrátt fyrir erfiða stöðu sjái hann fram á það takist að halda fyrirtækinu á floti en yfir 90% starfsfólks hefur verið sagt upp og vinnur nú uppsagnarfrest. „Síðan fækkar töluvert eftir þennan mánuð en við erum ekki búin að taka ákvörðunum það hversu margir verða áfram inn í haustið, inn í ágúst,“ segir Þórir. Þá hefur húsnæði fyrirtækisins við Klettagarða verið auglýst til sölu. „Þetta er bara hús. Það sem skiptir mestu máli er að fyrirtækið komi vel út úr þessu og geti haldið áfram að afla hér tekna.“ Hann segir að skimun á landamærum um miðjan júní hafi litlu breytt, enn sem komið er. Innkoman sé ennþá lítil sem engin. „Við erum að tala um að mánuðina fyrir covid vorum við með 700 milljónir í tekjur fyrir þá þrjá mánuði. Síðustu þrjá mánuði eftir covid þá vorum við með 700 þúsund. Þannig að það er eitt prómill,“ segir Þórir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Tekjur rútufyrirtækisins Gray line fóru úr sjö hundruð milljónum á þriggja mánaða tímabili niður í sjö hundruð þúsund eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Félagið er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. Gray line er eitt þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem gripið hafa til þess ráðs að óska eftir greiðsluskjóli, í samræmi við lög um um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem Alþingi samþykkti í júní. „Eins og staðan er í dag þá sjáum við því miður ekki til lands. Við áttum kannski von á að eitthvað færi að rofa til núna í júlí en það er svosem ekki mikið að ske. Það sem við sjáum í kortunum er að bókanir fyrir seinnipart haustsins, nóvember, desember, janúar, febrúar eftir áramótin eru ágætlega góðar miðað við á síðasta ári en sumarmánuðirnir eru eiginlega farnir fyrir vind sýnist mér,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray line. Þrátt fyrir erfiða stöðu sjái hann fram á það takist að halda fyrirtækinu á floti en yfir 90% starfsfólks hefur verið sagt upp og vinnur nú uppsagnarfrest. „Síðan fækkar töluvert eftir þennan mánuð en við erum ekki búin að taka ákvörðunum það hversu margir verða áfram inn í haustið, inn í ágúst,“ segir Þórir. Þá hefur húsnæði fyrirtækisins við Klettagarða verið auglýst til sölu. „Þetta er bara hús. Það sem skiptir mestu máli er að fyrirtækið komi vel út úr þessu og geti haldið áfram að afla hér tekna.“ Hann segir að skimun á landamærum um miðjan júní hafi litlu breytt, enn sem komið er. Innkoman sé ennþá lítil sem engin. „Við erum að tala um að mánuðina fyrir covid vorum við með 700 milljónir í tekjur fyrir þá þrjá mánuði. Síðustu þrjá mánuði eftir covid þá vorum við með 700 þúsund. Þannig að það er eitt prómill,“ segir Þórir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira