Páley Borgþórsdóttir, sem hefur gegnt embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, mun taka við sömu stöðu á Norðurlandi eystra eftir rúma viku. Hæfnisnefnd er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Páley væri best umsækjenda.
Páley varð lögreglustjóri í Vestmannaeyjum árið 2015 og mun að líkindum gegna embættinu fram til 13. júlí, þegar hún tekur við nýja starfinu. Það er þó ekki tilgreint í orðsendingu dómsmálaráðuneytisins sem send er út vegna vistaskipta Páleyjar.
Hún lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002. Hún var löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum frá 2002 til 2007 og starfaði sem lögmaður frá 2007 til 2014.