Innlent

Björgunarsveitir aðstoða við leit að Maríu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Leit á Höfuðborgarsvæðinu af Hafþóri Helgasyni
Leit á Höfuðborgarsvæðinu af Hafþóri Helgasyni Foto: Vilhelm Gunnarsson

Leit lögreglu að Maríu Ósk Sigurðardóttur, sem lýst var eftir í nótt, stendur enn yfir og hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til aðstoðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hafa nokkrir hópar björgunarsveita verið kallaðir út vegna leitarinnar og verið er að skoða hvort fleiri hópar verði kallaðir út.

María er 43 ára og er til heimilis í Grafarvogi í Reykjavík. Hún er með húðflúr á hlið vinstri handar, 163 sentímetrar á hæð, grannvaxin og með gráleitt, axlarsítt hár. Hún er líklega klædd í svartar gallabuxur og lopapeysu, svarta og hvíta yfir mitti. María hefur auk þess til umráða hvítan Dacia Duster, skráninganúmer VY-J76. 

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Maríu, eða vita hvar hún er niðurkomin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×