Heldur gott gengi Leiknis gegn Keflavík áfram? | Bæði lið stefna upp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 14:00 Sindri Kristinn í leik Keflavíkur og Breiðabliks á Kópavogsvelli. Vísir/Vilhelm Í kvöld mætast Keflavík og Leiknir Reykjavík í Lengjudeild karla. Gestirnir úr Reykjavík hafa haft ágætis tak á heimamönnum undanfarin misseri. Í síðustu fjórum deildarleikjum liðsins hefur Leiknir unnið þrjá og þá lauk einum með jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.10 í kvöld. Þó aðeins séu tvær umferðir búnar af deildinni þá er ljóst að heimamenn eru í fantaformi. Vísir heyrði í Sindra Kristni Ólafssyni, markverði Keflavíkur, og Brynjari Hlöðverssyni, miðjumanni Leiknis, fyrir leik kvöldsins. Keflavík hefur nú leikið fjóra mótsleiki. Þeir hófu sumarið á 5-0 sigri á 4. deildarliði Bjarnarins í Mjólkurbikarnum. Í kjölfarið fylgdu svo 5-1 og 4-0 sigrar í Lengjudeildinni gegn Aftureldingu og Víking Ólafsvík. Liðið datt þó út úr bikarnum í hörkuleik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli þar sem Kristinn Steindórsson skaut Kópavogsbúum áfram með tveimur mörkum undir lok leiks, lokatölur 3-2. „Við erum mjög sáttir með byrjunina á mótinu til þessa. Höfum byrjað sterkt sóknarlega en gætum gert betur varnarlega. Frammistaðan gegn Blikum var heilt yfir mjög góð en við misstum reynslumikla leikmenn í meiðsli í síðari hálfleik og það kostaði okkur, sagði markvörðurinn um byrjun Keflavíkur á sumrinu. Keflavík fagnar öðru marka sinna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Leiknir hefur byrjað tímabilið þokkalega. Þeir unnu góðan sigur á Þrótti í fyrstu umferð en gerðu markalaust jafntefli við Vestra í síðustu umferð. Þá fékk liðið stóran skell í Mjólkurbikarnum þar sem liðið steinlá 6-0 gegn KA á Akureyri. Missti liðið tvo menn af velli með rauð spjöld eftir hálftíma leik, annar þeirra var Brynjar. „Tapið gegn KA var svo sem ekkert högg þannig séð, svona gerist bara. Dómarar taka stundum ákvarðanir sem maður er ekki sammála en það er lítið við því að gera. Hvað varðar deildina værum við auðvitað til í að vera með fullt hús en okkur tókst ekki að skora gegn Vestra.“ „Við erum samt ekkert að hafa áhyggjur af því þó við skorum ekki í einum leik. Erum með spræka og öfluga stráka fram á við,“ sagði Brynjar um leiki Leiknis fram að þessu. Leikmennirnir telja að flest lið eigi enn eitthvað í land hvað varðar líkamlegt atgervi en kórónufaraldurinn hafði mikil áhrif á undirbúning fótboltaliða landsins í vor. „Okkur líður nokkuð vel samt sem áður. Þurfum að hlaupa vel, eins og örugglega öll lið, í pásunni og gera þetta eins vel og við mögulega gátum. Mjög spes fyrir markvörð að vera í miklum hlaupum en maður fylgdi því til að fara í góðu formi.“ „Svo var ég í stöðugu sambandi við Ómar [Jóhannsson, markmannsþjálfara] varðandi æfingar og fleira. Notaði battavellina á skólalóðum til að viðhalda snerpu og fleira þar sem aðstaðan í bænum bauð ekki upp á aðra möguleika.“ „Held að flestir leikmenn og flest lið séu ekki á þeim stað sem þau myndu vilja vera á þegar liðið er á mótið. Flest öll lið Íslandsmótsins eru eftir á hvað það varðar en við spýttum vel í lófana og höfum æft vel síðan það var leyft aftur. Gerðum okkar besta og æfðum samviskusamlega einir á meðan við máttum ekki æfa sem lið,“ sagði Brynjar um æfingar á meðan kórónufaraldurinn stóð sem hæst. Nýleg þjálfarateymi hjá báðum liðum Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Bæði lið koma til leiks með nýleg þjálfarateymi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom inn sem aðalþjálfari Keflavíkur ásamt Eysteini Húna Haukssyni í vetur. Þá tók Sigurður Heiðar Höskuldsson við sem aðalþjálfari Leiknis af Stefáni Gíslasyni á miðju tímabili í fyrra. Honum til halds og traust er Hlynur Helgi Arngrímsson. Sindri segir að fyrst hafi menn haft sínar efasemdir um tveggja þjálfara kerfi en þær efasemdir eru á bak og burt. „Var ekki viss með þetta í byrjun en þetta hefur komið miklu betur út en maður bjóst við. Við erum allir mjög hrifnir af þeirri hugmyndafræði sem Siggi Raggi hefur komið með inn í félagið og þetta virkar mjög vel á mann. Þeir tveir vita nákvæmlega hvað þeir vilja, vita styrkleika hvors annars upp á hár og eru ekkert að flækja þetta.“ Brynjar gekk aftur í raðir Leiknis í haust eftir farsæl tvö ár hjá Havnar Boltfélag, HB, í Færeyjum. Þar fyrir utan hefur Brynjar verið allt sitt líf í Leikni eins og svo margur leikmaður liðsins. Eyjólfur Tómasson, markvörður, hætti hins vegar í vetur og því þurfti liðið að fá inn nýjan markvörð í fyrsta skipti í næstum áratug. „Færeyjar eru snilld. Ég mun alltaf vera með annan fótinn í Færeyjum eftir þetta. Segi bara öllum að drullast til Færeyja,“ sagði Brynjar aðspurður út í veru sína erlendis. Brynjar fagnar því að vinna deildina í Færeyjum eins og sér einum er lagið.Vísir/Jens „Ég hafði heyrt mjög góða hluti um Sigga og hann gerði gott mót síðasta sumar. Strákarnir töluðu mjög vel um hann og ég fékk það svo allt staðfest þegar ég mætti. Siggi hefur staðið sig mjög vel og er skila flottu verki. Sama um Hlyn, hann er að standa sig mjög vel sem aðstoðarþjálfari.“ „Eyjó var auðvitað stór póstur í liðinu og maður væri alltaf til í að hafa hann með sér í þessu enda einn af mínum bestu vinum. Hann komst hins vegar inn í slökkviliðið og sá ekki fram á að geta sinnt þessu almennilega. Við fengum hins vegar frábæran markvörð frá Hollandi, sem býr einmitt með mér, og hann smellpassar í hópinn. Góður í marki og frábær persóna.“ Bæði lið stefna upp um deild í haust „Við sigldum togarann Keflavík í strand og nokkrir leikmenn sem yfirgáfu skip en aðrir sem drógu okkur aftur út á sjó. Tímabilið í fyrra var mjög mikilvægt, við fengum dýrmæta reynslu og mér finnst við hafa sagt skilið við þetta hræðilega tímabil sumarið 2018 og getum nú gert atlögu að því að fara upp,“ sagði Sindri en sumarið 2018 féll Keflavík úr Pepsi deildinni með aðeins þrjú stig. „Deildin virðist mjög sterk í ár en ætli við setjum ekki stefnuna upp eins og örugglega fimm eða sex lið í þessari deild. Ekkert gaman að vera í þessu nema að hafa eitthvað fyrir stafni og við setjum stefnuna upp,“ sagði Brynjar að lokum en Leiknir endaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og ef liðið ætlar að gera betur í ár er ljóst að það fer upp um deild. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Í kvöld mætast Keflavík og Leiknir Reykjavík í Lengjudeild karla. Gestirnir úr Reykjavík hafa haft ágætis tak á heimamönnum undanfarin misseri. Í síðustu fjórum deildarleikjum liðsins hefur Leiknir unnið þrjá og þá lauk einum með jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.10 í kvöld. Þó aðeins séu tvær umferðir búnar af deildinni þá er ljóst að heimamenn eru í fantaformi. Vísir heyrði í Sindra Kristni Ólafssyni, markverði Keflavíkur, og Brynjari Hlöðverssyni, miðjumanni Leiknis, fyrir leik kvöldsins. Keflavík hefur nú leikið fjóra mótsleiki. Þeir hófu sumarið á 5-0 sigri á 4. deildarliði Bjarnarins í Mjólkurbikarnum. Í kjölfarið fylgdu svo 5-1 og 4-0 sigrar í Lengjudeildinni gegn Aftureldingu og Víking Ólafsvík. Liðið datt þó út úr bikarnum í hörkuleik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli þar sem Kristinn Steindórsson skaut Kópavogsbúum áfram með tveimur mörkum undir lok leiks, lokatölur 3-2. „Við erum mjög sáttir með byrjunina á mótinu til þessa. Höfum byrjað sterkt sóknarlega en gætum gert betur varnarlega. Frammistaðan gegn Blikum var heilt yfir mjög góð en við misstum reynslumikla leikmenn í meiðsli í síðari hálfleik og það kostaði okkur, sagði markvörðurinn um byrjun Keflavíkur á sumrinu. Keflavík fagnar öðru marka sinna á Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm Leiknir hefur byrjað tímabilið þokkalega. Þeir unnu góðan sigur á Þrótti í fyrstu umferð en gerðu markalaust jafntefli við Vestra í síðustu umferð. Þá fékk liðið stóran skell í Mjólkurbikarnum þar sem liðið steinlá 6-0 gegn KA á Akureyri. Missti liðið tvo menn af velli með rauð spjöld eftir hálftíma leik, annar þeirra var Brynjar. „Tapið gegn KA var svo sem ekkert högg þannig séð, svona gerist bara. Dómarar taka stundum ákvarðanir sem maður er ekki sammála en það er lítið við því að gera. Hvað varðar deildina værum við auðvitað til í að vera með fullt hús en okkur tókst ekki að skora gegn Vestra.“ „Við erum samt ekkert að hafa áhyggjur af því þó við skorum ekki í einum leik. Erum með spræka og öfluga stráka fram á við,“ sagði Brynjar um leiki Leiknis fram að þessu. Leikmennirnir telja að flest lið eigi enn eitthvað í land hvað varðar líkamlegt atgervi en kórónufaraldurinn hafði mikil áhrif á undirbúning fótboltaliða landsins í vor. „Okkur líður nokkuð vel samt sem áður. Þurfum að hlaupa vel, eins og örugglega öll lið, í pásunni og gera þetta eins vel og við mögulega gátum. Mjög spes fyrir markvörð að vera í miklum hlaupum en maður fylgdi því til að fara í góðu formi.“ „Svo var ég í stöðugu sambandi við Ómar [Jóhannsson, markmannsþjálfara] varðandi æfingar og fleira. Notaði battavellina á skólalóðum til að viðhalda snerpu og fleira þar sem aðstaðan í bænum bauð ekki upp á aðra möguleika.“ „Held að flestir leikmenn og flest lið séu ekki á þeim stað sem þau myndu vilja vera á þegar liðið er á mótið. Flest öll lið Íslandsmótsins eru eftir á hvað það varðar en við spýttum vel í lófana og höfum æft vel síðan það var leyft aftur. Gerðum okkar besta og æfðum samviskusamlega einir á meðan við máttum ekki æfa sem lið,“ sagði Brynjar um æfingar á meðan kórónufaraldurinn stóð sem hæst. Nýleg þjálfarateymi hjá báðum liðum Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Bæði lið koma til leiks með nýleg þjálfarateymi. Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom inn sem aðalþjálfari Keflavíkur ásamt Eysteini Húna Haukssyni í vetur. Þá tók Sigurður Heiðar Höskuldsson við sem aðalþjálfari Leiknis af Stefáni Gíslasyni á miðju tímabili í fyrra. Honum til halds og traust er Hlynur Helgi Arngrímsson. Sindri segir að fyrst hafi menn haft sínar efasemdir um tveggja þjálfara kerfi en þær efasemdir eru á bak og burt. „Var ekki viss með þetta í byrjun en þetta hefur komið miklu betur út en maður bjóst við. Við erum allir mjög hrifnir af þeirri hugmyndafræði sem Siggi Raggi hefur komið með inn í félagið og þetta virkar mjög vel á mann. Þeir tveir vita nákvæmlega hvað þeir vilja, vita styrkleika hvors annars upp á hár og eru ekkert að flækja þetta.“ Brynjar gekk aftur í raðir Leiknis í haust eftir farsæl tvö ár hjá Havnar Boltfélag, HB, í Færeyjum. Þar fyrir utan hefur Brynjar verið allt sitt líf í Leikni eins og svo margur leikmaður liðsins. Eyjólfur Tómasson, markvörður, hætti hins vegar í vetur og því þurfti liðið að fá inn nýjan markvörð í fyrsta skipti í næstum áratug. „Færeyjar eru snilld. Ég mun alltaf vera með annan fótinn í Færeyjum eftir þetta. Segi bara öllum að drullast til Færeyja,“ sagði Brynjar aðspurður út í veru sína erlendis. Brynjar fagnar því að vinna deildina í Færeyjum eins og sér einum er lagið.Vísir/Jens „Ég hafði heyrt mjög góða hluti um Sigga og hann gerði gott mót síðasta sumar. Strákarnir töluðu mjög vel um hann og ég fékk það svo allt staðfest þegar ég mætti. Siggi hefur staðið sig mjög vel og er skila flottu verki. Sama um Hlyn, hann er að standa sig mjög vel sem aðstoðarþjálfari.“ „Eyjó var auðvitað stór póstur í liðinu og maður væri alltaf til í að hafa hann með sér í þessu enda einn af mínum bestu vinum. Hann komst hins vegar inn í slökkviliðið og sá ekki fram á að geta sinnt þessu almennilega. Við fengum hins vegar frábæran markvörð frá Hollandi, sem býr einmitt með mér, og hann smellpassar í hópinn. Góður í marki og frábær persóna.“ Bæði lið stefna upp um deild í haust „Við sigldum togarann Keflavík í strand og nokkrir leikmenn sem yfirgáfu skip en aðrir sem drógu okkur aftur út á sjó. Tímabilið í fyrra var mjög mikilvægt, við fengum dýrmæta reynslu og mér finnst við hafa sagt skilið við þetta hræðilega tímabil sumarið 2018 og getum nú gert atlögu að því að fara upp,“ sagði Sindri en sumarið 2018 féll Keflavík úr Pepsi deildinni með aðeins þrjú stig. „Deildin virðist mjög sterk í ár en ætli við setjum ekki stefnuna upp eins og örugglega fimm eða sex lið í þessari deild. Ekkert gaman að vera í þessu nema að hafa eitthvað fyrir stafni og við setjum stefnuna upp,“ sagði Brynjar að lokum en Leiknir endaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og ef liðið ætlar að gera betur í ár er ljóst að það fer upp um deild.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Keflavík ÍF Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira